Tilboði Óskataks tekið

Svona sjá arkitektar fyrir sér að nýja byggingin muni líta …
Svona sjá arkitektar fyrir sér að nýja byggingin muni líta út Teikning/Office Nordic

Félagið Nýr Landspítali ohf. hefur tekið tilboði Óskataks í jarð- og lagnavinnu vegna nýbyggingar við Grensásdeild Landspítala. Kostnaðaráætlun er upp á tæplega 122 milljónir króna.

Óskatak ehf. var lægstbjóðandi en tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á 114,3 milljónir króna. Það samsvarar 93,7% af kostnaðaráætlun vegna verkefnisins.

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, segir tilboðinu hafa verið tekið enda sé það metið hagstæðast fyrir kaupanda samkvæmt valforsendum útboðslýsingar. Því sé kominn á bindandi samningur milli aðila.

Gunnar segir áformað að jarðvinna geti hafist í mánuðinum. Síðan verði uppsteypa boðin út í febrúar, þegar jarðvinnan verði langt komin, og svo verði byrjað að steypa upp í upphafi sumars.

Meira í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert