Lærdómurinn sem Þorvaldur dregur af gosinu

Eldgosið við Sundhnúkagíga fyrr í vikunni.
Eldgosið við Sundhnúkagíga fyrr í vikunni. mbl.is/Árni Sæberg

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, segist alltaf læra eitthvað nýtt í hverju eldgosi.

Spurður segist hann ekki hafa lært margt í tengslum við gosið við Sundhnúkagíga en það staðfesti þó að slík gos geti komið fyrirvaralaust upp og á miklum hraða, með hárri framleiðni og miklu hraunflæði sem geti farið langar vegalengdir.

Hann segir mikilvægt að fólk átti sig á þessu svo að það geti verið betur undirbúið.

Þorvaldur Þórðarson.
Þorvaldur Þórðarson. mbl.is/Arnþór

„Þá er lykilatriðið, hvar er gosopið? Er það fjarri innviðum eða byggð eða nægilega langt frá? Þá erum við í góðum málum en ef það er nærri byggð myndi þetta valda hugsanlegum skaða og gera okkur miklu erfiðara fyrir með miklu minni viðbragðstíma,” greinir Þorvaldur frá.

„Stærsti lærdómurinn sem hægt er að taka frá þessu gosi er að við fáum ekki alltaf þetta langa viðbragð sem við erum að vonast eftir,” bætir hann við.

Tekur sýnishorn

Þegar blaðamaður ræddi við Þorvald var hann að undirbúa að fara á gosstöðvarnar til að reyna að ná í sýni áður en svæðið fer mögulega undir snjó.

„Við viljum tryggja að við höfum rétta sýnishornið til þess að halda áfram með okkar vinnu.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert