Sjö vilja vera næsti varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson, fráfarandi varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson, fráfarandi varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls bárust sjö umsóknir um embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika en forsætisráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar 9. apríl. Umsóknarfrestur rann út 30. apríl, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Um­sækj­end­urn­ir eru eft­ir­tald­ir:

Bryndís Ásbjarnardóttir, forstöðumaður

Eggert Þröstur Þórarinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri

Gísli Óttarsson, framkvæmdastjóri

Guðrún Johnsen, efnahagsráðgjafi

Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri

Lúðvík Elíasson, forstöðumaður

Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri

Gunnar á leið til Mílanó

Forsætisráðherra skipar í embættið til fimm ára að fenginni tilnefningu fjármála- og efnahagsráðherra.

Gunn­ar Jak­obs­son, vara­seðlabanka­stjóri fjár­mála­stöðug­leika Seðlabanka Íslands, hef­ur þegið starf í Mílanó á Ítal­íu. Gunn­ar var skipaður í embætti til fimm ára í mars 2020 og var því tæpt ár eft­ir af skip­un­ar­tíma hans. 

Í tilkynningu kemur fram að þriggja manna hæfnisnefnd sem fjármála- og efnahagsráðherra skipar mun fara yfir umsóknir og meta hæfni umsækjenda, sbr. 7. mgr. 4. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019. Einn nefndarmanna skal skipaður samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins, einn samkvæmt tilnefningu bankaráðs Seðlabankans en formaður er skipaður án tilnefningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert