Þögn verði sama og samþykki

Virkjunin hefur verið til umfjöllunar í rúm tuttugu ár.
Virkjunin hefur verið til umfjöllunar í rúm tuttugu ár. Ljósmynd/Landsvirkjun

Komið er fram frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana og skipulagslögum til þess að koma í veg fyrir óhóflegar tafir á framkvæmdum vegna seinagangs í kerfinu.

Þar er sú nýlunda helst að umsagnaraðilar verði að virða tímafresti laga, sem ekki verði meiri en átta vikur. Berist ekki umsögn áður en frestur rennur út skuli líta svo á að viðkomandi stofnun samþykki efnislega umsóknina, sem til hennar var beint, eða telji ekki ástæðu til að bregðast við með umsögn; að þögn sé sama og samþykki.

Með því verður óheimilt að tefja framvindu máls í kerfinu ef fagstofnun dregur það fram yfir tímafrest að skila umsögn.

„Markmiðið er einfaldlega að tryggja góða stjórnsýslu og fyrirsjáanleika í kerfinu,“ segir Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og flutningsmaður málsins. 

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert