Brottfall karla mest á Íslandi

Brotthvarfið er það mesta meðal Evrópuþjóða.
Brotthvarfið er það mesta meðal Evrópuþjóða. Ljósmynd/Colourbox

Brotthvarf ungra karla á Íslandi á aldrinum 18 til 24 ára úr námi og starfsþjálfun á seinasta ári var það mesta meðal Evrópuþjóða samkvæmt nýjum samanburði Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Var brotthvarf meðal karla í þessum árgöngum 22,1%, sem er hærra hlutfall en í nokkru öðru Evrópulandi sem samanburðurinn nær til.

Hlutfallið meðal ungra karla hefur ekki verið hærra hér á landi frá árinu 2019 þegar það var 24,5%, en það mældist 21,7% á árinu 2022.

Mikill munur er á kynjunum. Brotthvarf meðal 18 til 24 ára kvenna var 9% hér á landi á seinasta ári. Hlutfallið meðal kvenna var hærra en á Íslandi í sjö Evrópulöndum en það lækkaði hér á landi frá árinu á undan þegar 10,8% 18 til 24 ára kvenna hurfu frá námi eða starfsþjálfun skv. samanburðinum.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert