Búast við 50-60% fjölgun krabbameinstilfella

Krabbameinsfélag Íslands
Krabbameinsfélag Íslands Ljósmynd/Aðsend

Á næstu árum er búist við mikilli fjölgun krabbameinstilfella á heimsvísu. Á Íslandi er búist við 50-60% fjölgun tilfella til ársins 2040, sem er mun meira en spáð er almennt fyrir Evrópu. Þessa fjölgun má helst rekja til aldurssamsetningar þjóðarinnar og mannfjöldaþróunar.

„Heilbrigðiskerfið er alveg rosalega hlaðið, það er undir miklu álagi í dag og það þarf að vera á hreinu að við séum tilbúin til þess að taka við þeirri aukningu sem er fyrirsjáanleg og við hjá Krabbameinsfélaginu teljum að það þurfi ákveðnakerfisbreytingar til þess" segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdarstjóri Krabbameinsfélags Íslands, í samtali við mbl. 

Vilja koma í veg fyrir biðtíma 

Félagið stendur fyrir málþingi á morgun þar sem þetta málefni verður meðal annars til umfjöllunar. Markmið málþingsins er að hefja umræðu og líta til reynslu Norðurlandanna og velta því upp hvort innleiðing staðlaðra greiningar- og meðferðarferla myndi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni hérlendis, kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu.

Á málþinginu verður rætt um það hvort innleiðing staðlaðra greiningar- og meðferðarferla sé leiðin til þess að koma í veg fyrir biðtíma, auka öryggi sjúklinga og passa að allir fá sömu þjónustu óháð bakgrunni þegar það vaknar grunur um krabbamein, að sögn Höllu Þorvaldsdóttur. 

„Þetta ferli er sérstaklega hugsað sem leið til þess að koma í veg fyrir að það sé einhver óþarfa biðtími. segir Halla Þorvaldsdóttir. 

Málþing Krabbameinsfélags Íslands verður haldið á morgun á milli 10 og 12 í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 4. hæð.

Hérna er hlekkur að streymi málþingsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert