Eins og hellt sé úr 100 mjólkurfernum

Mikil rigning hefur verið á landinu í dag.
Mikil rigning hefur verið á landinu í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á Ólafsvík hefur úrkoman skilað sér hátt í 110 mm í dag og nálgast 90mm á Grundarfirði. 100mm af rigningu jafngildir því að hellt sé úr 100 mjólkurfernum á hvern fermetra lands.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur bendir á þetta í Facebook-færslu. 

Víða um land hefur rignt í dag og í gær. Á Snæfellsnesi byrjaði að rigna uppúr klukkan sjö og hefur rignt samfellt.

Einar bendir á að oft getur rignt mikið á þessum slóðum en oftast ekki á þessum tíma árs og þykir sérkennilegt að svona mikil úrkoma sjáist að vori.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert