Eldur í rútu í Borgartúni

Reykurinn frá rútunni er mikill.
Reykurinn frá rútunni er mikill. Ljósmynd/Aðsend

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli í Borgartúni í Reykjavík, en eldur er þar í rútu. Mikinn reyk leggur frá rútunni.

Tveir dælubílar slökkviliðs voru á leiðinni á vettvang þegar blaðamaður hafði samband við slökkvilið, en sjónarvottur segir slökkvilið vera komið á vettvang.

Fréttin verður uppfærð.

Reykurinn berst í norðurátt yfir Sæbrautina.
Reykurinn berst í norðurátt yfir Sæbrautina. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert