Fýluferðarkjósendur skiluðu sér ekki allir

Frá utankjörfundaratkvæðagreiðslunni á Gran Canaria í dag.
Frá utankjörfundaratkvæðagreiðslunni á Gran Canaria í dag. Ljósmynd/Aðsend

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Gran Canaria á Kanaríeyjum fór fram á veitingastaðnum Why Not Lago og gekk vel, að sögn Guðbjargar Bjarnadóttur, eiganda Why Not Lago, í samtali við mbl.is. Þá kusu 41 utankjörfundar á Gran Canaria í dag og 15 á miðvikudag.  

Guðbjörg segir atkvæðagreiðsluna hafa gengið vel en að ekki hefðu allir skilað sér á kjörstað sem fóru í fýluferð að kjósa fyrir viku síðan. Ýmist hafi fólk ekki lagt í að gera sér aðra ferð til að kjósa eða hafi verið farið í frí annað.

„Það mega allir vera glaðir, þetta tókst og við erum með og það er það sem skiptir máli,“ segir Guðbjörg.

Reyndist erfitt að halda atkvæðagreiðsluna

Mikill vandræðagangur hefur verið að halda utankjörfundaratkvæðagreiðsluna á Kanaríeyjum. Fyrst um sinn reyndust kjörseðlarnir of fáir, og bárust aðeins 40 kjörseðlar fyrir eyjarnar allar.

Á föstudaginn fyrir viku fóru nokkrir Íslendingar í fýluferð á kjörstað á Kanaríeyjum vegna skorts á kjörseðlum. Guðbjörg segir að þá hafi á bilinu 70 til 80 manns mætt á kjörstað á Gran Canaria sem ekki fengu að kjósa.

Aftur þurfti að fresta atkvæðagreiðslu eftir að 100 kjörseðlar virtust týndir, þeir komu þó fljótlega í leitirnar og fundust í flokkunarstöð DHL í Madríd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert