Allt að 20 stiga hiti

Hvalaskoðun á Skjálfanda. Hiti gæti farið upp í 20 stig …
Hvalaskoðun á Skjálfanda. Hiti gæti farið upp í 20 stig á Norðurlandi eystra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Lægð gærdagsins mjakast vestur til Grænlands og í leiðinni fjarlægast skilin landið,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Í morgunsárið er þó enn nokkuð hvasst vestanlands en annars er vindur yfirleitt á bilinu 5-10 m/s.

Í dag verður skýjað með köflum og þurrt að kalla en lítilsháttar væta suðaustanlands og að mestu léttskýjað norðaustantil.

„Lægðin bar með sér hlýtt loft og því er von á háum hitatölum, einkum þar sem sólar nýtur og ekki loku fyrir það skotið að hiti fara uppí 20 stig á Norðurlandi eystra,“ ritar veðurfræðingur og verður hiti því á bilinu 8 til 20 stig.

Á morgun er síðan útlit fyrir fremur hæga suðaustanátt með lítilsháttar vætu eða stöku skúrum og hita á bilinu 8 til 16 stig en áfram bjart og hiti að 20 stigum norðaustanlands.

Veðurvefur mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert