Vitundarvakning um auðlindir

Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir vill leggja áherslu á auðlindamál þjóðarinnar, …
Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir vill leggja áherslu á auðlindamál þjóðarinnar, meðal annars. mbl.is/Kristinn Magnússon

Halla Hrund Logadóttir fann tíma til að mæta upp á Morgunblað á milli þess sem hún ferðast á milli landshluta og talar við kjósendur, enda er í nógu að snúast nú þegar styttist í kosningar. Hin brosmilda Halla Hrund staldraði fyrst við hjá áhugasömum stuðningsmönnum áður en hún settist niður með blaðamanni Sunnudagsblaðsins til að ræða um manneskjuna í framboði, sýn hennar á forsetaembættið og þau málefni sem hún brennur fyrir.

Fyrir komandi kynslóðir

Í embætti forseta vill Halla Hrund efna til vitundarvakningar um mikilvægi auðlinda Íslands og verðmæti þeirra.

„Hér þurfum við langtímahugsun og passa upp á að það sé jafn mikil langtímasýn í ákvarðanatöku núna eins og hún var hjá forfeðrum okkar sem við erum svo þakklát, þeim sem tóku þessar góðu ákvarðanir.“

Þá bætir hún við að forsetinn geti hjálpað samfélaginu að eiga þetta samtal með því að setja málið á dagskrá.

„Sem forseti ætla ég að vaka yfir og efla vitund þjóðarinnar á þessum auðlindum sem eiga að gagnast framtíðarkynslóðum. Ég vil að stelpurnar mínar horfi til baka á okkur með þakklæti og hugsi: Þau voru meðvituð um auðlindirnar okkar og vönduðu sig alveg eins og fyrri kynslóðir.“

Auðlindamálin verða þó ekki eini málaflokkurinn sem Halla Hrund hyggst setja á oddinn heldur nefnir hún einnig sókn í nýsköpun og tækni. Hún segir samfélagið á áhugaverðum tímapunkti í tæknibyltingunni og það skipti máli fyrir Ísland að vera í sókn á slíkum tímamótum til þess að samfélagið komi sterkt út úr slíkum breytingum.

„Ég held að það að forsetinn eigi að stuðla að vitundavakningu um mikilvægi auðlindana okkar. Þau tækifæri sem við erum að sjá núna í nýjum fyrirtækjum, koma til með nýtast fyrir ungu kynslóðina. Þess vegna vil ég leggja áherslu á tækni og nýsköpun. Ef við hugsum um framtíð Íslands, þá er mikið af tækifærum um allt land þegar það kemur að til dæmis tengingu á milli nýsköpunar og auðlindana okkar. Ég sé það í heimsóknum, öll þessi spennandi störf sem eru að verða til út um allt land.“

Ítarlegt viðtal er við Höllu Hrund í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert