Eyþór langefstur með 2.320 atkvæði

Eyþór Arnalds eftir að fyrstu tölur voru kynntar í kvöld.
Eyþór Arnalds eftir að fyrstu tölur voru kynntar í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Talin hafa verið öll atkvæði í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, samtals 3.826. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 59 talsins, því voru samtals 3.885 greidd atkvæði.

Lokatölur voru þær að Eyþór L. Arnalds hlaut 2.320 atkvæði í efsta sætinu, Áslaug María Friðriksdóttir hlaut 788 atkvæði, Kjartan Magnússon 460 atkvæði, Vilhjálmur Bjarnason 193 atkvæði og Viðar Guðjohnsen rak lestina með 65 atkvæði, að því er kom fram á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins. 

Þar með er endanlega ljóst að Eyþór mun leiða lista Sjálfstæðismanna í borginni í komandi sveitarstjórnarkosningum. 

Þegar fyrstu tölur voru lesnar upp kom í ljós að Eyþór fékk 886 atkvæði af þeim 1.400 sem höfðu verið talin. 

Eyþór er einn eig­enda Árvak­urs sem gef­ur út Morg­un­blaðið og mbl.is. 

Fjórir af frambjóðendunum í kvöld.
Fjórir af frambjóðendunum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is