VG hefur færst til hægri við Samfylkinguna

Vegna samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn hefur Vinstrihreyfingin grænt framboð færst hægra megin við Samfylkinguna á hinu pólitíska litrófi. Þetta segir Logi Einarsson, formaður síðastnefnda flokksins.

Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við hann sem birt er í Dagmálum í dag.

„Þegar þú labbar niður á strönd og horfir á himininn og finnst allt vera á fleygiferð í kringum þig áttar þú þig ekki á því að jörðin er það líka og snýst. Þannig að oft er það umhverfið í kringum þig sem er á hreyfingu en þú ert kannski ekki mikið að hreyfast úr stað. Auðvitað gerist það um leið og þessi ríkisstjórn er mynduð og þið hljótið að vera mér sammála um það að við það að Vinstri græn gera stjórnarsáttmála við Sjáflstæðisflokkinn þá færist Vinstri hreyfingin til. Við höfum bara haldið okkar stefnu markvisst.“

Viðtalið má í heild sinni sjá hér:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert