Lokaspretturinn hafinn

Logi Einarsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Bjarni Benediktsson verða í …
Logi Einarsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Bjarni Benediktsson verða í fyrri þættinum, en báðir birtast á mbl.is í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Formenn allra þeirra níu stjórnmálaflokka sem mælast inni á Alþingi mættu í húsnæði Morgunblaðsins í Hádegismóum í gær til að takast á í kappræðum. Segja má að þær marki upphaf lokasprettsins í baráttunni fyrir alþingiskosningar sem fara fram á laugardaginn.

Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson stýrðu kappræðunum, sem sýndar verða á mbl.is í dag, og fóru m.a. yfir nýjustu könnun MMR sem unnin var í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is. Miðað við þær niðurstöður er ljóst að stjórnarmyndunarviðræður verða flóknar, en engin þriggja flokka ríkisstjórn er á sjóndeildarhringnum.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fyrri þættinum að það væri álitamál hvort flokkurinn tæki þátt í samsteypustjórn við þær aðstæður sem könnun MMR teiknar upp. Þá sagði Logi Einarsson ljóst að færi væri á að mynda nýja ríkisstjórn og ítrekaði að Samfylkingin myndi ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum.

Fyrri þátturinn birtist hér á mbl.is klukkan 7 í dag og sá síðari klukkan 8. 

Kappræður Dagmála

  1. þáttur : Sigurður Ingi Jóhannsson, Gunnar Smári Egilsson, Logi Einarsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Bjarni Benediktsson.
  2. þáttur : Inga Sæland, Katrín Jakobsdóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert