Skoða þurfi nýtt leikskipulag

Logi Einarsson.
Logi Einarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það mjög umhugsunarvert ef sú staða er uppi í lengri tíma að félagshyggjuflokkarnir verða áfram sitt hvorum megin við víglínuna í íslenskum stjórnmálum.

„Varðandi þessa miðju-vinstri flokka sem vilja ráðast í einhvers konar kerfisbreytingar þá verða þeir líka að setjast niður og skoða hvort þeir þurfi að fara í eitthvað nýtt leikskipulag,” sagði Logi í Silfrinu á RÚV.

Hann bætti því við að miðað við niðurstöðu kosninganna sé ekkert annað í spilunum fyrir Samfylkinguna í augnablikinu en að búa sig undir kosningarnar eftir fjögur ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert