Kærustupar saman í framboði hjá Pírötum

Meðal frambjóðenda eru Alexandra Briem (t.v.), mæðginin Rannveig Ernudóttir og …
Meðal frambjóðenda eru Alexandra Briem (t.v.), mæðginin Rannveig Ernudóttir og Huginn Þór Jóhannsson (t.h), kærustuparið Sævar Ólafsson og Dóra Björt Guðjónsdóttir (t.v) og Magnús Norðdahl (t.h) Samsett mynd

Alls eru tuttugu og þrír í framboði hjá Pírötum fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í vor.

Píratar eiga núna tvo fulltrúa í borginni, þær Alexöndru Briem og Dóru Björt Guðjónsdóttur. Þær sækjast báðar eftir endurkjöri.

Kosning í prófkjörinu hefst klukkan þrjú í dag og lýkur á sama tíma þann 26. febrúar.

Kærustupar og mæðgin saman í framboði

Tveir makar kjörinna fulltrúa Pírata á þingi og í borgarstjórn, eru í framboði.

Það eru þeir Kristinn Jón Ólafsson, maki Halldóru Mogensen formanns þingflokks Pírata, og Sævar Ólafsson, maki Dóru Bjartar sem sækist eftir því að leiða listann aftur. Sævar og Dóra Björt eiga von á barni saman í vor.

Þá vekur einnig athygli blaðamanns að mæðgin Rannveig Ernudóttir og Huginn Þór Jóhannsson eru bæði í framboði.

Í framboði eru: 

  • Magnús Norðdahl
  • Alexandra Briem
  • Kjartan Jónsson
  • Stefán Örvar Sigmundsson
  • Rannveig Ernudóttir
  • Kristinn Jón Ólafsson
  • Vignir Árnason
  • Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir
  • Halldór Emiliuson
  • Oktavía Hrund Jóns
  • Eyþór Árni Möller Árnason
  • Kristján Thors
  • Elsa Nore
  • Jón Arnar Magnússon
  • Atli Stefán Yngvason
  • Olga Margrét Kristínardóttir Cilia
  • Sævar Ólafsson
  • Alexandra Ýrr Ford
  • Unnar Þór Sæmundsson
  • Tinna Helgadóttir
  • Haraldur Tristan Gunnarsson
  • Dóra Björt Guðjónsdóttir
  • Huginn Þór Jóhannsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert