Árás í Berlín

Mannskæð árás var gerð á jólamarkaði í Berlín 19. desember 2016.

Viðurkenna mistök í kjölfar árásar

19.12. Stjórnvöld í Þýskalandi hafa viðurkennt að mistök voru gerð í aðgerðum eftir mannskæða árás á jólamarkaði í miðborg Berlínar í desember í fyrra. Meira »

Þrír meintir hryðjuverkamenn handteknir

20.3. Tyrknesk yfirvöld hafa handtekið þrjá menn sem eru grunaðir um að tengjast árásunum á jólamarkað í Berlín síðustu jól þegar 12 voru myrtir og 56 slösuðust. Mennirnir eru sagðir fæddir í Líbanon en eru þýskir ríkisborgarar. Lögreglan handtók þá á Ataturk-flugvellinum í Istanbúl. Meira »

„Hetjurnar“ fluttar vegna ógnar

5.2.2017 Ítölsku lögregluþjónunum sem skutu hryðjuverkamanninn sem varð 12 manns að bana á jólamarkaði í Berlín í lok síðasta árs hefur verið komið fyrir á nýjum stöðum. Frá þessu greina ítalskir fjölmiðlar í dag. Meira »

Sama vopn notað í Berlín og Mílanó

4.1.2017 Árásarmaðurinn í Berlín, Anis Amri, smyglaði byssunni, sem hann skaut bílstjóra pólska flutningabílsins með á jólamarkaðnum, til Ítalíu og beitti henni á lögreglumenn sem stöðvuðu hann þar í landi. Meira »

Var á leið til Rómar

30.12.2016 Anis Amri sem ók flutningabíl inn í mannfjölda á jólamarkaði í Berlín fyrr í mánuðinum var á leið til Rómar þegar hann var skotinn til bana af lögreglu í Mílanó. Meira »

Þýska lögreglan þungvopnast fyrir nýtt ár

29.12.2016 Þýsk yfirvöld vinna að því að efla öryggisgæslu fyrir árlegan nýársfögnuð í miðborg Berlínar á laugardag í kjölfar hryðjuverksins 19. desember. Mun lögreglan vopnast hríðskotabyssum og verður hátíðarsvæðið við Brandenborgarhliðið umkringt steyptum hellum. Meira »

Tók rútu frá Hollandi til Lyon

28.12.2016 Lögreglan rannsakar enn hvernig hryðjuverkamaðurinn Anis Amri sem gerði árás á jólamarkað í Berlín 19. desember síðastliðinn komst til Ítalíu. Þar skaut lögreglan hann til bana fjórum dögum eftir árásina. Hann tók næturrútu frá Hollandi til Frakklands tveimur dögum eftir árásina. Meira »

Á flótta með rakvél og tannbursta

24.12.2016 Anis Amri var ekki með síma, ekki með skilríki og litla peninga á sér er hann var skotinn í úthverfi Mílanó í fyrrinótt. Enginn veit enn hvaða erindi hann átti í hverfið. Þrír voru í dag handteknir í Túnis grunaðir um aðild að árásinni, m.a. frændi Amris. Meira »

Lokuðu hluta Arlanda flugvallar

23.12.2016 Sænska lögreglan girti af hluta Arlanda flugvallarins í Stokkhólmi í gærkvöldi og fór fram á að allir þeir sem voru um borð í flugvél sem voru að koma frá Berlín framvísuðu skilríkjum. Alls voru 135 farþegar um borð í þotu Air Berlin. Meira »

Safnar fyrir fjölskyldu vörubílstjóra

22.12.2016 Breskur vörubílsstjóri hefur safnað tæpum sjö milljónum króna í gegnum söfnunarsíðu á netinu fyrir fjölskyldu pólska vörubílsstjórans sem fannst látinn í bílnum sem notaður var í árásinni á jólamarkað í Berlín. Meira »

Merkel sögð hafa blóðugar hendur

22.12.2016 Popúlistar víða um Evrópu hafa keppst við að nota hryðjuverkið í Berlín sem grundvöll fyrir gagnrýni á stefnu Þýskalands í málefnum innflytjenda. Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins UKIP, hefur sagt að árásin ætti ekki að koma neinum á óvart. Meira »

Leitin nær til allrar Evrópu

22.12.2016 Anis Amri, 24 ára Túnisa, er leitað um alla Evrópu en hann er grunaður um aðild að hryðjuverkaárás í Berlín á mánudagskvöldið. Tólf létust og 49 særðust, þar af 14 mjög alvarlega. Fylgst hafði verið með Amri frá því fyrr á árinu en hann sat fjögur ár í fangelsi á Ítalíu fyrir íkveikju. Meira »

Leita Túnisa vegna árásarinnar

21.12.2016 Þýska lögreglan leitar Túnisa sem er grunaður um að tengjast hryðjuverkinu á jólamarkaði í Berlín fyrr í vikunni.   Meira »

Árásarmannsins enn leitað

21.12.2016 Mikill viðbúnaður er hjá þýsku lögreglunni sem leitar manns sem talinn er hafa ekið viljandi inn í mannmergð á jólamarkaði í Berlín í fyrrakvöld. Ekki er útilokað að fleiri en einn hafi komið að árásinni. Meira »

Laus úr haldi lögreglu

20.12.2016 Þýska lögreglan hefur látið manninn, sem hún hafði í haldi grunaðan um að standa að árásinni á jólamarkaðinn í Berlín í gær, lausan vegna skorts á sönnunum. 12 manns fórust þegar vörubíl var ekið inn í fólksfjölda á jólamarkaðir í miðborg Berlínar og 48 slösuðust, sumir hverjir alvarlega. Meira »

„Vítaverð mistök voru gerð“

12.10. Rannsókn á hryðjuverkaárásinni á jólamarkaði í miðborg Berlínar í desember fyrra hefur leitt í ljós að fjöldi vítaverðra mistaka af hálfu lögreglu og annarra öryggisaðila, hafi orðið til þess að árásamaðurinn fékk svigrúm til að skipuleggja og framkvæma hryðjuverkið. Meira »

Hættu við að verðlauna þá sem skutu Amri

15.2.2017 Stjórnvöld í Þýskalandi hugleiddu að verðlauna ítölsku lögreglumennina sem skutu Anis Amri, Túnisann sem myrti 12 manns er hann ók vöruflutningabíl inn í mannfjölda á jólamarkaði í Berlín. Þau hættu hins vegar snarlega við þá fyrirætlun er þau fréttu af stuðningi þeirra við fasisma. Meira »

Talinn hafa snætt kvöldverð með Amri

4.1.2017 Lögreglan í Berlín hefur handtekið Túnisa, sem grunaður er um að hafa snætt kvöldverð með landa sínum Anis Amri, kvöldið áður en hann keyrði vörubíl inn á fjölmennan jólamarkað 19. desember. Meira »

Svari hryðjuverkum með samheldni

30.12.2016 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur hvatt þjóð sína halda fast í lýðræðisleg gildi sín gagnvart hryðjuverkaárásum. Hún vill að fólk takist á við „morðingja sem eru uppfullir af hatri“ með samheldni og samúð. Meira »

Reyndist ekki vitorðsmaður Amri

29.12.2016 Þýska lögreglan hefur leyst úr haldi Túnisa sem grunaður var um að vera vitorðsmaður landa síns, sem framdi hryðjuverkið í Berlín 19. desember. Meira »

Mögulegur vitorðsmaður handtekinn

28.12.2016 Þýska lögreglan hefur handtekið karlmann frá Túnis sem hún telur að „gæti hafa verið viðriðinn“ árásina mannskæðu sem var gerð á jólamarkaði í Berlín. Meira »

Sendi frænda sínum peninga

24.12.2016 Lögreglan í Túnis hefur handtekið þrjá menn, m.a. frænda Anis Amri, árásarmannsins í Berlín, í tengslum við málið. Hinir tveir mennirnir tengjast Amri einnig og eru sagðir tilheyra hryðjuverkahópi. Meira »

Árásarmaðurinn skotinn til bana

23.12.2016 Anis Amri, 24 ára gamall Túnisi, sem talið er að hafi ekið flutningabifreið inn í mannmergð á jólamarkaði í Berlín á mánudagskvöldið var skotinn til bana af lögreglu í Mílanó í nótt. Meira »

Undirbjuggu hryðjuverk í Þýskalandi

23.12.2016 Þýska lögreglan handtók tvo bræður, sem eru ættaðir frá Kosovo, í gærkvöldi en þeir eru grunaðir um að hafa skipulagt hryðjuverkaárás í einni af stærstu verslunarmiðstöðvum landsins. Meira »

Fundu fingrafar Amri á bílnum

22.12.2016 Fingrafar Túnisans Anis Amri, sem grunaður er um aðild að árásinni á jólamarkaðinn í Berlín á mánudagskvöld, fannst á hurð vöruflutningabílsins sem keyrt var á markaðinn. Meira »

Sást Amri í Danmörku?

22.12.2016 Viðamiklar aðgerðir hafa verið í gangi hjá dönsku lögreglunni frá því í gærkvöldi eftir að vitni hafði samband og taldi sig hafa séð Anis Amri, sem er grunaður um hryðjuverk í Berlín, við höfnina í Grenaa. Meira »

100.000 evra fundarlaun fyrir árásarmanninn

21.12.2016 Yfirvöld í Þýskalandi buðu í dag 100.000 evru fundarlaun, eða tæpar 12 milljón krónur, fyrir upplýsingar sem leitt gætu til handtöku Túnisans sem nú er leitað í tengslum við árásina á jólamarkaðinn í Berlín á mánudagskvöld. Meira »

Loka vegum við Buckinghamhöll

21.12.2016 Vegum fyrir framan Buckinghamhöll verður nú lokað á meðan hin daglegu vaktaskipti hallarvarðanna fara fram. Var ákvörðun um þetta tekin í ljósi árásarinnar í Berlín á mánudag, sem varð tólf manns að bana. Meira »

Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð á árásinni

20.12.2016 Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni á jólamarkaðinn í miðborg Berlínar í gær, þar sem 12 manns fórust og 48 slösuðust. Samtökin lýstu því yfir í gegnum fréttaveitu sína Amaq, að vígamaður samtakanna hefði ekið flutningabíl inn í mannfjöldann á jólamarkaðinum. Meira »

Gekk daglega í gegnum torgið

20.12.2016 „Ég bjó rétt hjá þessu torgi allan síðasta vetur og labbaði í gegnum það á hverjum degi á leiðinni í ræktina og í matvöruverslun,“ segir Sölvi Þór Hannesson sem búsettur er í Berlín, höfuðborg Þýskalands, í samtali við mbl.is. Meira »