Fellibylurinn Mikael

Hverfandi líkur á að fólk finnist á lífi

14.10. Líkur á að fleiri finnist á lífi í rústunum sem fellibylurinn Mikael skildi eftir sig í Flórída-ríki Bandaríkjanna eru hverfandi að sögn bandarískra yfirvalda. „Við sólarupprás hefjum við leit á ný,“ sagði Alex Baird, slökkviliðsstjóri í Panama borg í Flórída í morgun, en borgin er ein af þeim sem er hvað verst útleikin eftir Michael. Meira »

Mikael valdið dauða sautján manna

13.10. Tala látinna eftir fellibylinn Mikael er komin upp í sautján og enn er óttast að fleiri hafi látist. Björgunarteymi eru að störfum í Flórída og leita fólks í braki í bæ sem verst varð úti í óveðrinu. Meira »

Eyðileggingin ótrúleg

12.10. Björgunarsveitarfólk er að störfum í þeim samfélögum sem urðu verst úti þegar fellibylurinn Mikael gekk á land í Flórída. Vitað er að sex létust í þremur ríkjum Bandaríkjanna en óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka þar sem margir fylgdu ekki fyrirskipunum stjórnvalda um rýmingu. Meira »

„Fellibylurinn var algjört skrímsli“

11.10. Eyðileggingin blasir við í Panama City í Flórída eftir að fellibylurinn Mikael kom á land í gær. „Líf fjölda fólks hefur breyst að eilífu. Fjölmargar fjölskyldur hafa misst allt sitt,“ sagði Rick Scott, ríkisstjóri í Flórída. Meira »

Dregur úr mætti Mikaels

11.10. Þúsundir eru án rafmagns í Flórída og fjölmörg heimili og hafnir eru rústir einar. Að minnsta kosti tveir eru látnir frá því Mikael kom að landi fyrir hálfum sólarhring. Meira »

Einn látinn í kjölfar fellibylsins

10.10. Einn hefur látist í óveðrinu sem geisar í Flórída en mikil eyðilegging blasir þar við í kjölfar fellibylsins Mikael. Sá sem lést varð undir tré. Meira »

Negldu fyrir alla glugga og flúðu

10.10. „Um leið og hann varð þriðja stigs fellibylur ákváðum að yfirgefa heimilið. Við lokuðum fyrir alla hlera klukkan hálfellefu í gærkvöldi og fórum svo,“ segir Guðrún Hulda Björnsdóttir Robertson sem er búsett í Panama City í Flórída. Meira »

Of seint fyrir Flórídabúa að flýja

10.10. Vindhraði fellibylsins Mikaels er nú kominn í tæpa 65 metra á sekúndu, en hann er staddur rúma 100 kílómetra suð-suðvestur af Panamaborg og stefnir óðfluga á Flórída-ríki í Bandaríkjunum. Mikael er nú fjórða stigs fellibylur og sá öflugasti sem skollið hefur á norðvesturhluta Flórída. Meira »

Versti stormurinn í áratugi

10.10. Allt stefnir í að Mikael verði fjórða stigs fellibylur þegar hann nær landi í Flórída síðar í dag. Óttast er að flóðbylgjur sem fylgi honum nái fjórum metrum og að stormurinn verði sá versti sem nær þar landi í áratugi. Meira »

Neyðarástandi lýst yfir vegna Mikaels

9.10. Fellibylurinn Mikael sem stefnir á austurströnd Bandaríkjanna flokkast nú sem annars stigs fellibylur. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í 35 sýslum og 120.000 manns í Bay-sýslu hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. Vindhraði hefur náð yfir 45 metra á sekúndu og hefur Rick Scott, ríkisstjórinn í Flórída, varað við að mikil eyðilegging geti fylgt fellibylnum. Meira »

Annar fellibylur stefnir á Bandaríkin

8.10. Styrkur fellibyljarins Mikaels jókst í dag og flokkast hann nú sem fyrsta stigs fellibylur meðan hann nálgast suðurströnd Bandaríkjanna. Vindhraði mælist yfir 33 metrar á sekúndu en bylurinn var staðsettur milli Yucatan-skagans og vesturstrandar Kúbu um þrjúleytið í dag. Bylurinn stefnir á Flórída. Meira »