Formúla-1/Force India

Racing Point sýnir sinn fyrsta bíl

13.2. Racing Point sýnir sinn fyrsta formúlu-1 bíl í dag og var vettvangurinn alþjóðlega bílasýningin í Toronto í Kanada.   Meira »

Telur sig vanmetinn

4.2. Sergio Perez hjá Racing Point, áður Farce India, segist hafa fallið í skuggann af liðsfélaga sínum og „næsta stórökumenni“ Esteban Ocon í fyrra þrátt fyrir að hafa verið fremri í keppninni um titil ökumanna. Meira »

Racing Point fær nýtt nafn

4.12. Nafnið Force India heyrir nú fortíðinni til í formúlu-1 því nýir eigendur hafa gefið liðinu nýtt nafn, Racing Point.   Meira »

Stroll mátar sæti hjá Force India

29.8. Lance Stroll fór beint frá Spa í Belgíu til Bretlands þar sem tekið var af honum sætismót og þykir það til marks um að hann muni hafa sætaskipti og fara frá Williams til Force India í einhverju af næstu mótum, þó ekki í Monza. Meira »

Skipt um stjóra hjá Force India

23.8. Robert Fernley mætti ekki til leiks í Spa í dag en hann hefur verið leystur frá störfum sem liðsstjóri Force India. Óvíst er hvort liðið geti keppt í Belgíu um helgina. Meira »

Force India í greiðslustöðvun

28.7. Skiptastjóri var skipaður til að fara með málefni formúluliðsins Force India sem fengið hefur greiðslustöðvun vegna mikilla fjárhagsörðugleik. Meira »

12 milljóna sekt fyrir laust dekk

23.6. Force India hefur verið sektað um 100.000 evrur, jafnvirði um 12,5 milljóna króna, fyrir að hjól losnaði undan bíl Sergio Perez á mikilli ferð á annarri æfingu franska kappakstursins í gær. Meira »

Hóta Ocon öllu illu

27.10.2017 Unnendur formúlu-1 eiga ekki endilega allir náðuga daga og kveljast margir þegar goðum þeirra gengur ekki sem best í keppni eða lúta í lægra hlut fyrir liðsfélaganum. Meira »

Perez áfram hjá Force India

26.9.2017 Force India hefur staðfest að Sergio Perez muni áfram keppa fyrir liðið á næsta ári, 2018. Verður það fimmta árið í röð sem hann ekur bílum liðsins í formúlu-1. Meira »

Fá ekki lengur að keppa

28.8.2017 Otmar Szafnaur liðsstjóri hjá Force India segir að líklega fái ökumennirnir Sergio Perez og Esteban Ocon ekki lengur að keppa innbyrðis. Tvö samstuð þeirra í Spa um helgina leiðir til þess. Meira »

Formúlustjóri handtekinn

18.4.2017 Eigandi og liðsstjóri Force India liðsins í formúlu-1, Vijay Mallya, hefur verið handtekinn í Englandi í tengslum við beiðni um framsals hans til Indlands. Meira »

Perez krækti í fyrstu sektina

24.3.2017 Sergio Perez hjá Force India hlaut þann heiður, ef svo skyldi kalla, að vera fyrsti ökumaður vertíðarinnar til að hljóta hraðasekt. Meira »

Perez dreymir um jómfrúarsigur

23.2.2017 Force India frumsýndi 2017-bíl sinn í dag og við það tækifæri sagðist Sergio Perez eiga þann draum að vinna á honum jómfrúrsigur liðsins. Meira »

Vilja formúlustjórann framseldan

10.2.2017 Indversk yfirvöld hafa farið fram á það við bresk stjórnvöld að auðkýfingurinn og formúlustjórinn Vijay Mallya, sem á Force India liðið, verði framseldur til Indlands. Meira »

Ocon fær langan samning hjá Force India

10.11.2016 Franski ökumaðurinn Esteban Ocon sem keppt hefur fyrir Manor á jómfrúarári sínu í formúlu-1 hefur gert samning „til margra ára“ um að keppa fyrir Force India frá og með næsta ári. Meira »

Hülkenberg óhress með Vettel

25.10.2016 Nico Hülkenberg hjá Force India var óhress í garð landa síns Sebastian Vettel hjá Ferrari og sakaði hann um of dirfskufullan akstur inn í fyrstu beygju eftir ræsingu í Austin. Meira »

Wehrlein að semja við Force India

16.10.2016 Pascal Wehrlein á í viðræðum við Force India um að hann fylli sætið sem losnaði hjá liðinu fyrir næsta ár við brotthvarf Nico Hülkenberg, sem fer til Renault eftir keppnistímabilið. Meira »

Hülkenberg hættir hjá Force India

14.10.2016 Force India staðfesti í morgun að Nico Hülkenberg myndi hverfa þaðan úr skiprúmi við vertíðarlok.   Meira »

Perez framlengir út 2017

2.10.2016 Sergio Perez staðfesti nú síðdegis, að hann hafi framlengt ráðningarsamning sinn hjá Force India út næsta ár, 2017.   Meira »

Refsað fyrir dekkjarugling

30.7.2016 Nico Hülkenberg hjá Force India hefur verið færður aftur um eitt sæti vegna ruglings sem átti sér stað í bílskúr hans með dekk sem hann brúkaði í tímatökunum í Hockenheim. Meira »

Hülkenberg áfram hjá Force India

29.7.2016 Nico Hülkenberg hefur formlega staðfest, að hann keppi fyrir Force India á næsta ári. Verður það fimmta keppnistíð hans hjá liðinu. Meira »

Hundraðasta mótshelgi tveggja

27.4.2016 Tímamót verða á ferli Nico Hülkenberg og Sergio Perez hjá force India í rússneska kappakstrinum í Sotsjí. Verður það hundraðasta mót hvors um sig í formúlu-1. Meira »

Takmarkið að leggja Williams

5.1.2016 Nico Hülkenberg segir að markmið Force India fyrir komandi keppnistímabil verði að reyna að leggja Williamsliðið að velli, en það varð í þriðja sæti í stigakeppninni um heimsmeistaratitil liðanna í fyrra. Meira »

150. mót Force India

28.11.2015 Force India heldur upp á þau tímamót í kappakstrinum í Abu Dhabi á sunnudag, að það verður 150. mót liðsins. Liðið er í fimmta sæti í keppni bílsmiða í formúlunni í ár. Meira »

Rænt og ruplað hjá Force India

8.9.2015 Brotist var inn í bílskúra Force India í Monza að kvöldi laugardags og stolið þaðan stýrishjóli.   Meira »

Hülkenberg hjá Force India út 2017

1.9.2015 Nico Hülkenberg verður áfram ökumaður hjá Force India og að minnsta kosti út árið 2017. Hefur hann undirritað nýjan samning við liðið. Meira »

Renault þreifar á Force India

27.8.2015 Það er ekki einungis að Renault hafi verið sagður við það að yfirtaka Lotusliðið. Komið er í ljós, að aðaleigandi Force India hafi líka átt í viðræðum við franska bílsmiðin um kaup á meirihluta hlutafjár í liði hans. Meira »

Besta ræsing ferilsins

9.7.2015 Nico Hülkenberg hjá Force India vakti mikla athygli fyrir ótrúlegan fyrsta hring í breska kappakstrinum. Segir hann ræsingu sína í Silverstone þá bestu á ferlinum. Meira »

Áfram frestun hjá Force India

5.2.2015 Enn hefur orðið seinkun á því að Force India mæti með 2015-bíl sinn til bílprófana vetrarins.   Meira »

Force India sýnir nýtt útlit

22.1.2015 Force India frumsýndi í gær nýtt útlit keppnisbíls komandi vertíðar en bæði hann og keppnisgallar ökumannanna verða í nýrri litasamsetningu. Meira »