Hryðjuverk í Bandaríkjunum

Sprengjutilræði og fleiri árásir í Bandaríkjunum í september 2016

Lífstíðarfangelsi fyrir sprengjuárás

13.2. Ahmad Khan Rahimi hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir sprengjutilræði í New York og New Jersey í september árið 2016. Þrjátíu manns særðust þegar sprengja hans sprakk á Manhattan. Meira »

Keypti allt til sprengjugerðar sjálfur

31.5.2017 Salman Abedi sem varð 22 að bana með sjálfs­vígs­sprengju á tón­leik­um banda­rísku söng­kon­unn­ar Ariönu Grande í Manchester Ar­ena-tón­leika­höll­inni í síðustu viku, keypti sjálfur flest allt efnið til sprengjugerðarinnar að sögn lögreglunnar. Meira »

Segist ekki fá að hitta Rahami

24.9.2016 Skipaður verjandi Ahmads Rahami sem handtekinn var í tengslum við sprengingar í New York og New Jersey um síðustu helgi kvartar undan því að hann hafi ekki fengið að hitta. Borgararéttindasamtök hafa lýst áhyggjum af því að saksóknarar hafi meinað verjanda um að hitta Rahami. Meira »

Rahami ákærður fyrir sprengjurnar

21.9.2016 Bandarísk yfirvöld hafa ákært Ahmad Khan Rahami fyrir að hafa komið fyrir þremur sprengjum í New York og New Jersey um síðustu helgi. Áður hafði Rahami verið ákærður fyr­ir morðtil­raun í fimm liðum og ólög­leg­an vopna­b­urð. Meira »

Pabbinn hafði samband við FBI árið 2014

20.9.2016 Faðir Ahmad Khan Rahami, sem grunaður er um aðild að sprengjuárásunum í New York, setti sig í samband við bandarísku alríkislögregluna árið 2014 og sagðist hafa áhyggjur af því að sonur sinn væri hryðjuverkamaður. Meira »

Hvað vissi eiginkonan?

20.9.2016 Eiginkona mannsins sem grunaður er um sprengjuárásir í New York og New Jersey yfirgaf Bandaríkin nokkrum dögum fyrir árásirnar. Þetta hefur lögreglan nú upplýst. Meira »

Alvarlega særður eftir handtöku

20.9.2016 Ahmad Khan Rahami, sem er grunaður um aðild að sprengjutilræði í New York og New Jersey á laugardag, er alvarlega særður en ástand hans er stöðugt. Rahami særðist þegar til skotbardaga kom á milli hans og lögreglu þegar hann var handtekinn í gær. Meira »

Lýst sem „virkilega almennilegum náunga“

19.9.2016 Nágrannar Ahmad Khan Rahami, sem lýst var eftir vegna spreng­ing­anna í New York og New Jers­ey, lýsa honum sem „virkilega almennilegum náunga.“ Rahami fannst í dag, að sögn fréttavefjar New York Times, sofandi fyrir framan bar í bænum Linden, þar sem hann var síðan handtekinn í kjölfar skotbardaga við lögreglu. Meira »

Rahami handtekinn eftir skotbardaga

19.9.2016 Maðurinn sem eftirlýstur var vegna sprenginganna í New York og New Jersey hefur verið handtekinn í kjölfar skotbardaga við lögreglu. Maðurinn, sem nefnist Ahmad Khan Rahami, var handtekinn í bænum Linden í New Jersey, að því er fram kom í máli lögreglu á sjónvarpsstöðinni NBC. Meira »

Margt á huldu um árásirnar

19.9.2016 Umfangsmikil leit stendur nú yfir að karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um aðild að sprengjutilræðinu í New York á laugardagskvöld og í New Jersey fyrr sama dag. Enn er ýmislegt á huldu um tilræðin tvö og hnífsárás í Minnesota og jafnframt um hvort þau tengist alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi. Meira »

Grunaður um hryðjuverk í New York

19.9.2016 Maður sem bandaríska alríkislögreglan leitar í tengslum við sprengjutilræðið í New York á laugardagskvöldið heitir Ahmad Khan Rahami og er 28 ára Bandaríkjamaður ættaður frá Afganistan. Meira »

Margar sprengjur fundust í New Jersey

19.9.2016 Bandaríska alríkislögreglan hefur staðfest að margháttaður sprengibúnaður hafi fundist í grunsamlegum pakka á lestarstöð í borginni Elizabeth í New Jersey í nótt. Meira »

Fundu sprengjuefni í New Jersey

19.9.2016 Bandaríska alríkislögreglan rannsakar hvort þrjár árásir, sem gerðar voru í Bandaríkjunum á einum sólarhring, séu hryðjuverk. Fimm eru í haldi í tengslum við árásina í New York. Sprengibúnaður fyrir fimm sprengjur fannst í bakpoka á lestarstöð í New Jersey í nótt. Meira »

Rannsakað sem „mögulegt hryðjuverk“

18.9.2016 Bandaríska alríkislögreglan (FBI) rannsakar hnífaárás sem gerð var í verslanamiðstöð í borginni St. Cloud í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi sem „mögulegt hryðjuverk“. Níu manns særðust í árásinni og er árásarmaðurinn sagður hafa verið Bandaríkjamaður af sómölskum uppruna. Meira »

Sprengingin í New York hryðjuverk

18.9.2016 Sprengingin sem varð í New York í gærkvöldi og olli því að 29 manns særðust var hryðjuverk en þó ekki með neina tengingu við alþjóðleg hryðjuverkasamtök. Þetta kom fram í máli Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, í dag eftir að hann hafði skoðað vettvang sprengingarinnar. Meira »

Réðst á fólk með hnífi

18.9.2016 Karlmaður réðst á fólk með hnífi í verslanamiðstöð í borginni St. Cloud í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum í gærkvöld og særði átta manns. Maðurinn var að lokum skotinn til bana af lögreglumanni á frívakt samkvæmt frétt AFP. Meira »

Margir særðir eftir sprengingu

18.9.2016 Sprenging varð í hverfinu Chelsea í New York í Bandaríkjunum í gær með þeim afleiðingum að 29 manns særðust. Ekki er talið að sprengingin tengist hryðjuverkastarfsemi. Borgarstjóri New York segir að talið sé að um viljaverk hafi verið að ræða. Meira »