Icesave

Bresk stjórnvöld létu Ísland róa

7.10. „Ríkisstjórnin lét í rauninni ekki Icesave róa, hún lét Ísland róa. Það er alveg ljóst að það var fyrir hendi óánægja með það hvernig íslensku bankamennirnir höfðu hagað starfseminni,“ segir Mark Sismey-Durant, fyrrverandi framkvæmdastjóri Icesave-netbankans, í samtali við dagblaðið Sunday Times. Meira »

Íslendingar í efnahagslegu stríði

19.3.2016 Breskir embættismenn lýsa aðgerðum Breta gegn Íslendingum í hruninu sem efnahagslegu stríði og undrast væg viðbrögð íslenskra stjórnvalda. Þeir töldu sig hafa samkomulag við Íslendinga um flutning Icesave í dótturfélag með stuðningi íslenska ríkisins. Meira »

Icesave var stærsta dómsmál EFTA

16.3.2016 Icesave málið var það stærsta og mikilvægasta sem tekið hefur verið til meðferðar hjá EFTA dómstólnum. Málið var sérstakt fyrir þær sakir að miklir hagsmunir voru í húfi og þá var mikill pólitískur þrýstingur frá Evrópusambandinu, Hollandi og Bretlandi vegna málsins. Þetta segir forseti dómstólsins. Meira »

Hefði kostað 208 milljarða

9.2.2016 Eftirstöðvar af Icesave-samningunum sem kenndir eru við Svavar Gestsson væru á þessu ári um 208 milljarðar, eða um 8,8% af áætlaðri landsframleiðslu ársins í ár. Upphæðin hefði fallið á ríkissjóð og komið til greiðslu fjórum sinnum á ári næstu 8 árin og numið um 26 milljörðum á ári . Meira »

„Grýla er dauð“

21.9.2015 „Grýla er dauð og búið að kasta rekunum. Ég vona að hún fái að hvíla óáreitt í gröf sinni,“ skrifar Björgólfur Thor Björgólfsson á heimasíðu sína þar sem umfjöllunarefnið er Icesave. Hann segir að nú sé endanlega búið að staðfesta dauða gömlu Icesave-grýlunnar“. Meira »

„Fullnaðarsigur í Icesave-málinu“

18.9.2015 „Óska landsmönnum til hamingju með fullnaðarsigur í Icesave málinu. Hollendingar og Bretar hafa fallið frá öllum kröfum vegna Icesave-málsins og taka því sem þeim hefur staðið til boða frá upphafi. Málinu endanlega lokið.“ Meira »

Samið um lokauppgjör Icesave

18.9.2015 Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta, Hollenski seðlabankinn og Breski innstæðutryggingasjóðurinn hafa náð samningum um lokauppgjör krafna sem stafa frá innstæðum sem Landsbanki Íslands safnaði í útibúum sínum í Amsterdam annars vegar og London hins vegar undir vörumerkinu Icesave. Meira »

Icesave-málið lifir enn

19.5.2015 Icesave-málið lifir enn og EFTA-dómstóllinn á eftir að svara þremur spurningum Seðlabanka Hollands og breska innistæðusjóðsins áður en málið fer aftur heim í hérað til úrlausnar. EFTA-dómstóllinn tekur það að líkum fyrir í haust en ljóst er að milljarðar eru í húfi. Meira »

Skýra afstöðu stjórnvalda til málsins

21.4.2015 Stjórnvöld hafa í hyggju að taka fullan þátt í meðferð EFTA-dómstólsins á máli sem snýst um kröfur Seðlabanka Hollands (DNB) og breska innistæðusjóðsins (FSCS) á hendur Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta (TIF) og rekið er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Meira »

Hamingjuóskir og útrásarvíkingar

28.1.2015 „Ég ætla að óska okkur öllum til hamingju með daginn,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag, en hún minntist þess að tvö ár séu nú liðin frá því Ísland vann „fullnaðarsigur yfir Bretum og Hollendingum og ESB“ í Icesave-málinu. Meira »

Búið að greiða 85% af Icesave skuldinni

19.12.2014 Gamli Landsbankinn (LBI) hefur greitt breska ríkinu 1,36 milljarða punda, rúma 268 milljarða króna, af Icesave skuld bankans við breska skattgreiðendur sem áttu Icesavereikninga hjá bankanum. Meira »

Bretar þrýsta á útgreiðslur

9.10.2014 Vaxandi þrýstingur er af hálfu breskra stjórnvalda á að Seðlabanki Íslands – og fjármálaráðherra – veiti undanþágu frá höftum fyrir útgreiðslu erlends gjaldeyris úr slitabúi gamla Landsbankans (LBI) til forgangskröfuhafa. Meira »

Deutsche Bank kaupir kröfurnar

27.8.2014 Þýski bankinn Deutsche bank hefur keypt forgangskröfur í þrotabú gamla Landsbankans af Hollenska seðlabankanum. Þetta kemur fram á vef seðlabankans í dag. Morgunblaðið greindi frá því í dag að hollensk stjórnvöld hafi selt forgangskröfur sínar. Meira »

Hollenska Icesave-krafan seld

27.8.2014 Stjórnvöld í Hollandi hafa selt forgangskröfur sínar í slitabú gamla Landsbankans, LBI, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.   Meira »

Íslandsáhrif á breskum fjármálamarkaði

26.2.2014 Englandsbanki stefnir að breytingum á reglum sem gilda um starfsemi erlendra fjárfestingabanka í Bretlandi. Er það gert til þess að forðast nýtt Icesave. Meira »

Lögsóknin hefur engin áhrif á lánshæfi

17.2.2014 Matsfyrirtækið Moody's hefur sent frá sér álit þar sem kemur fram að lögsókn yfirvalda í Bretlandi og Hollandi fyrir hönd innstæðutryggingarsjóða þeirra á hendur Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta á Íslandi hafi engin áhrif á lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands. Meira »

Bera ekki ábyrgð á skuldbindingum hver annarrar

12.2.2014 Fjármálaráðuneytið segir að deildir innan Tryggingarsjóðs innistæðueigenda séu sjálfstæðar og beri ekki ábyrgð á skuldbindingum hver annarrar. Þetta áréttar ráðuneytið í ljósi umræðu undanfarna daga. Meira »

Ber skýlausa skyldu til að borga

12.2.2014 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lítur svo á að samkvæmt tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar beri innistæðutryggingasjóðum, sem settir eru á laggirnar á grundvelli hennar, skýlaus skylda til þess að bæta tapaðar innistæður að fullu upp að því lágmarki sem kveðið er á um í tilskipuninni. Meira »

Krafan er góð áminning

10.2.2014 Krafa Hollenska seðlabankans og breska innistæðusjóðsins á hendur Tryggingasjóði innistæðueigenda er fyrst og fremst áminning um mikilvægi þess að ekki var fallist á upphaflegar kröfur þessara aðila í Icesave-málinu. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Meira »

„Síðasti hlutinn af Icesave“

10.2.2014 Ólíklegt er að fallist verði á kröfugerð Hollenska seðlabankans (DNB) og breska innistæðusjóðsins (FSCS) gegn Tryggingasjóði innistæðueigenda vegna Icesave-innistæðna í löndunum tveimur. Þetta segir Karl Axelsson, annar þeirra lögmanna sem fara með málið fyrir hönd Tryggingasjóðs. Meira »

Ekki mun reyna á ábyrgð ríkisins

10.2.2014 „Það er mikilvægt að hafa í huga að það hefur áður verið leyst úr því álitamáli hvort ríkissjóður beri ábyrgð að þessu leyti, og svo er ekki,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um kröfu Hollendinga og Breta á hendur Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta á Íslandi, TIF. Meira »

Krefjast 556 milljarða vegna Icesave

10.2.2014 Hollenski seðlabankinn DNB og breski innstæðusjóðurinn FSCS hafa stefnt Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta á Íslandi, TIF, fyrir héraðsdómi. DNB og FSCS greiddu innstæðueigendum í Hollandi og Bretlandi bætur við fall Landsbanka Íslands hf. Um var að ræða innstæður vegna Icesave. Meira »

Framferði Breta til skammar

20.11.2013 Fyrrverandi fjármálaráðherra Breta segir að framferði ríkisstjórnar Bretlands að setja hryðjuverkalög á Íslendinga hafi verið til skammar og bað Íslendinga afsökunar. Meira »

Íhugaði að segja af sér

5.11.2013 Steingrímur J. Sigfússon íhugaði að segja af sér ráðherraembætti aí kjölfar synjunar forsetans á lögum um Icesave árið 2010. Þetta er meðal þessu sem kemur fram í nýrri bók um ráðherrann fyrrverandi sem Björn Þór Sigbjörnsson skráði. Meira »

Hryðjuverkalögin siðferðilega röng

7.10.2013 Eamonn Butler, framkvæmdastjóri hugveitunnar Adam Smith Institute, segir það hafa verið siðferðilega rangt af breskum stjórnvöldum að setja hryðjuverkalög á Ísland, eina bestu vinaþjóð Bretlands. Meira »

Ánægðir með endurgreiðsluna

25.9.2013 Ráðamenn í Wiltshire í Bretlandi segjast vera mjög ánægðir með endurheimtur frá íslensku bönkunum, en sveitarfélagið hefur fengið um 10,2 milljónir punda af þeim 12 milljónum sem hún var með inn á reikningum bankanna. Meira »

579 milljarðar endurheimst

6.9.2013 Tryggingasjóður innistæðueigenda í Bretlandi (FSCS), sem bætir breskum sparifjáreigendum tapið sem þeir urðu fyrir þegar íslensku bankarnir féllu, hefur endurheimt 3.053 milljónir punda á móti útgreiðslum úr sjóðnum vegna innistæðna í íslensku bönkunum sem töpuðust. Meira »

Greiða 200 milljarða vegna íslensku bankanna

1.9.2013 Breskir bankar munu þurfa að reiða af hendi ríflega milljarð punda, sem nemur um 200 milljörðum króna, vegna taps breskra innstæðueigenda hjá íslensku bönkunum sem féllu 2008. Meira »

Icesave eykur vinsældir forsetans

11.2.2013 Í könnun MMR á ánægju almennings með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, kom í ljós að ánægja með störf forsetans hefur aukist töluvert í kjölfar niðurstaða í Icesave málinu. Meira »

Icesave-málinu snúið á haus

1.2.2013 „Það sem Ísland hefur hins vegar gert með skynsömum hætti er að afskrifa skuldir, bæði fyrirtækja og einstaklinga, sem og að milda gjaldþrotalög landsins,“ segir Sigrún Davíðsdóttir, fréttamaður Ríkisútvarpsins, í bréfi til breska viðskiptablaðsins Financial Times. Meira »