Íslenska dýraríkið

Það er ýmislegt sem gengur á í dýraríkinu á Fróni. Hér er að finna myndskeið sem lesendur mbl.is hafa sent inn í gegn um tíðina af eftirtektarverðri hegðun dýra í umhverfinu.

Stara-svarmur í Sundahöfn

í fyrradag Nú er tíminn sem starar hópa sig saman og mynda tilkomumiklar sýningar á flugi. Myndskeið af slíku náðist á síma í Sundahöfn í vikunni þar sem svarmur stara gerði mynstur og form á himni áður en þeir héldu til hvílu yfir nóttina. Meira »

Fyrstu lömb vorsins

19.3. Fyrstu lömbin þetta vorið, að minnsta kosti í Dalabyggð, komu í heiminn síðasta miðvikudag, þann 14. mars. Frá þessu er greint á vefnum Budardalur.is. Meira »

Óska eftir lífsleiðum hænum

2.3. Karl Skírnisson, sérfræðingur í sníkjudýrum, auglýsir á Facebook-síðu sinni eftir lífsleiðum hænum til rannsóknar. Tilgangurinn er að rannsaka hvaða sníkjudýr hrjá íslensk hænsn um þessar mundir. Meira »

Stormsker skellti sér í strætó

1.3. Hesturinn Stormsker er hæstánægður með tilraunverkefni Strætós um að leyfa gæludýr í strætó. Frá og með deginum í dag eru gælu­dýr leyfð í stræt­is­vögn­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Meira »

Smáfuglarnir farnir að syngja

28.2. Smáfuglarnir hafa tekið gleði sína undanfarna morgna og eru nú farnir að syngja hástöfum við birtingu. Eflaust fegnir því að fá frí frá roki, rigningu og slyddu sungu starar og þrestir í Mosfellsbæ í morgun eins og heyrist á meðfylgjandi upptöku. Meira »

Lundapysjan lenti í réttum höndum

24.8. Hún lenti í réttum höndum lundapysjan sem villtist inn Skúlagötuna í gærkvöldi. Það var Vestmannaeyingurinn og björgunarsveitarmaðurinn Ármann Ragnar Ægisson sem fann hana og geymdi í baðkarinu hjá sér yfir nóttina áður en hægt var að sleppa henni. Meira »

Fann heila mús í maga urriða

13.8. Þorkeli Heiðarssyni brá nokkuð í brún þegar hann slægði urriða sem hann veiddi í lítilli á í Ísafjarðardjúpi á dögunum. Í maga fisksins var hagamús, sem hann virðist hafa gleypt í heilu lagi. Meira »

Hvalir „í mannaskoðun“

3.8. Hvalir heilsuðu upp á ferðamenn um borð í hvalaskoðunarbát á Húsavík í gær en þeir hafa heldur betur dottið í lukkupottinn þar sem sjaldgæft er að hvalirnir sjáist í svo miklu návígi. Myndband fylgir fréttinni. Meira »

Fékk óvænta heimsókn frá hrafni

2.8. „Það er gott að byrja daginn svona og eignast ævintýravin,“ segir Ragnheiður Axel, sem fékk óvænta heimsókn í vinnuna í morgun, frá einkar mannblendnum hrafni. Mætti hann fyrir utan vinnustað hennar í Hólshrauni í Hafnarfirði og bankaði á hurðina með goggnum. Meira »

Tók blindan lunda í varanlegt fóstur

1.8. Þegar vinkona Ásrúnar Magnúsdóttur hringdi í hana í vinnuna einn mánudagsmorguninn í apríl og sagðist hafa fundið slasaðan fugl, sem hún taldi vera lunda, óraði Ásrúnu ekki fyrir ævintýrinu sem framundan var. Meira »

Lengi að telja 31 unga á sundi

25.7. „Ég var lengi að telja þá alla því þeir voru alltaf að fara í kaf. Þetta var alveg glæsilegt,“ segir Sigurjón Guðmundsson áhugaljósmyndari sem tók í gær mynd af toppönd með hvorki meira né minna en 31 unga á sundi á Skorradalsvatni í Skorradal. Meira »

Furðuflikki í fjörunni

18.7. „Mér sýnist þetta ekki vera hvalkyns,“ sagði Sverrir Daníel Halldórsson líffræðingur eftir að hafa séð myndir af stóru flikki í fjöru sem virðist vera einhvers konar afmyndað hræ. Meira »

Dýrðin ein í Daladýrð

8.7. Húsdýragarðurinn Daladýrð var nýlega opnaður í Brúnagerði í Fnjóskadal. Þar má finna öll helstu íslensku húsdýrin; íslenskar geitur, kindur og hesta, sex tegundir af hænum og hönum, kanínur og svín. Einnig eru til sýnis kettir og hundar heimilisins og áttavillta dúfan Dóra. Meira »

Geta barið til bana með vængjunum

6.7. Álftir eru yfirleitt stilltar í ævintýrunum en í raunveruleikanum eru þær misjafnar eins og þær eru margar og vængir þeirra geta breyst í aflmikið vopn á augabragði. Því fengu ær og lamb hennar að finna fyrir í Álftafirði nýlega. Meira »

Fuglaskoðun fær afdrep á nesinu

6.7. Áhugafólk um fugla hefur fengið góða aðstöðu við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Á dögunum var opnað nýtt fuglaskoðunarhús með góðri aðstöðu en það fellur vel inn í umhverfið á þessum friðsæla stað sem hefur lengi verið vinsæll á meðal áhugafólks um fugla jafnt sem vísindamanna. Meira »

Svanur ræðst á kind (myndskeið)

5.7. Bolvíkingurinn Sigríður Línberg Runólfsdóttir birti fyrr í kvöld nokkuð magnað myndskeið á Facebook-síðu sinni. Þar má sjá svan ráðast að á og lambi í Álftafirði. Meira »

Í kröppum dansi í kríuvarpi

4.7. Það er ekki fyrir alla að ganga beint inn í miðju kríuvarps líkt og vegfarandi á Seltjarnarnesi gerði fyrr í dag og myndatökumaður mbl.is náði á mynd. Nú þegar varptímabilið stendur yfir eru kríurnar sérlega viðskotaillar og verja hreiður sín af miklum krafti. Meira »

Liggja á eggjum á umferðareyju

6.6. Tjaldar eiga það til að verpa á óvenjulegum stöðum og á umferðareyjunni við Þingvallaafleggjarann hefur tjaldapar legið á eggjum sínum undanfarnar vikur. Umferðin virðist ekki hafa mikil áhrif á þá en þeir gætu þó lent í vandræðum þegar eggin klekjast út og ungarnir fara á stjá. Meira »

Sást til flórgoða á Rauðavatni

6.5. Glöggur fuglaáhugamaður kom auga á flórgoða í þokunni sem var á Rauðavatni í gærkvöldi. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur, segir flórgoðan vera frekar sjaldgæfa sjón á Rauðavatni og fuglinn hafi ekki orpið á Rauðavatni frá því skömmu eftir aldamótin 1900. Meira »

Einhyrningur nýtur heimsfrægðar

26.4. Hrúturinn Einhyrningur sem býr í fjárhúsi á bænum Hraunkoti í Landbroti, er orðinn heimsfrægur. Fréttir um þennan einstaka hrút hafa nú þegar birst í fjölmörgum erlendum fjölmiðlum. „Hann er frægasti hrútur Íslands, það er alveg á hreinu,“ segir Erla Þórey Ólafsdóttir bóndi. Meira »

Krían komin frá Suður-Íshafi

21.4. Krían er komin til landsins, nokkrum dögum fyrr en að meðaltali síðustu ár. Krían er harðduglegur fugl sem flýgur ár hvert til vetrarstöðva sinna í Suður-Íshafi að aflokinni sumardvöl á Íslandi. Vegalengdin, fram og til baka, jafnast á við flug umhverfis jörðina. Meira »

Lóan komin til landsins

27.3. Lóan er komin til landsins. Frá þessu var greint á Facebook-síðu Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands nú fyrir stundu. Fjórar heiðlóur sáust á flugi við Einarslund á Höfn í morgun og eru það sagðar fyrstu lóurnar sem fréttist af þetta vorið, sem ekki höfðu vetursetu á landinu. Meira »

Lömbin komu öllum á óvart

16.3.2017 Ær á bænum Vindheimum í Skagafirði kom eigendum sínum heldur betur í opna skjöldu þegar þeir fóru að gefa fénu í gær því hjá henni voru tvö nýborin lömb. Hafði ærin verið lambfull án þess að nokkur hefði hugmynd um. Um sex vikur eru þar til sauðburður hefst. Meira »

Hvalirnir að vakna til lífsins

14.3.2017 Mikið hefur sést af hnúfubökum, háhyrningum og höfrungum í hvalaskoðunum sem fara fram frá Reykjavík síðustu daga.   Meira »

Kettir í sjálfheldu í snjóþyngslum

2.3.2017 Snjóþyngslin sem landsmenn hafa fundið fyrir á undanförnum dögum hafa bitnað á ferfætlingum ekki síður en okkur mannfólkinu. Kisan Indíánafjöður var föst undir sólpalli í Hafnarfirði frá laugardegi fram á mánudagskvöld og tilkynnt hefur verið um fleiri sambærileg tilfelli. Meira »

Geiturnar éta jólatré með bestu lyst

8.1.2017 Geitunum á Háafelli þykir fátt betra en að skræla börkinn af jólatrjám og taka þakklátar við þeim til endurvinnslu. Barrtré eru bæði lostæti og hollusta því þær þurfa trèni til að halda góðri heilsu og auk þess innihalda þau mikið af hollum bætiefnum. Meira »

Lóurnar gleðja vegfarendur í Grafarvogi

25.11.2016 Heiðlóur á sandleirum í Grafarvogi hafa glatt vegfarendur síðustu daga, en þar hafa um 20 lóur haldið sig við volgrur nálægt fjörunni. Ungfuglar og lóur í vetrarbúningi eru flikróttar að ofan og ljósar að neðan. Meira »

Veittu fálkum frelsi við Bláfjöll

29.10.2016 Náttúrufræðistofnun Íslands sleppti fyrr í mánuðinum tveimur ársgömlum fálkum lausum eftir að þeir höfðu verið hýstir í Húsdýragarðinum frá því í sumar. Um var að ræða kvenfugla sem var bjargað í sumar „grútarblautum“ eins og það er orðað í Facebook-færslu Náttúrufræðistofnunar. Meira »

Kind í Reykjadal er ferðamannastjarna

2.8.2016 Mannblendin sauðkind hefur undanfarnar vikur haldið til við heita á í Reykjadal við Hveragerði, þar sem fjöldi ferðamanna baðar sig á degi hverjum. Ferðamenn hafa verið afar hrifnir af kindinni, og vinsælt hefur verið að taka „selfie“ með henni. Meira »

Pirraðar kríur og ótrúir svanir

28.7.2016 Margir kunna að halda að það séu aðeins endur sem synda um á Reykjavíkurtjörn en það er fjarri sanni. Fuglaáhugamaðurinn Aron Leví Beck leiddi mbl.is í allan sannleikann um fuglalífið á tjörninni en hann tístir fróðleiksmolum undir myllumerkinu #fuglatwitter. Meira »