Óveður 11. janúar 2018

Hellisheiði og Þrengsli ófær

15.1. Vegagerðin hætti fylgdarakstri um Suðurlandsveg um miðnætti sem snjóruðningstæki sinntu með hléum í gærkvöldi. Hellisheiði er ófær og eins Þrengsli. Meira »

Hvassviðrið færir sig austur yfir landið

11.1. Hvassviðrið sem fór yfir suðvesturhornið í kvöld hefur nú fært sig bæði norður og aust­ur og áfram verður hvasst á Suðaustur- og Austurlandi í kvöld og nótt. Meira »

Hætta á grjóthruni á Austfjörðum

11.1. Hætta er á grjóthruni í Hvalnes-, Þvottár- og Kambaskriðum á sunnanverðum Austfjörðum í kvöld, nótt og fram eftir degi á morgun og eru vegfarendur beðnir um að fara með ýtrustu varúð þar um. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

Björgunarsveitir sinntu 23 verkefnum

11.1. Björgunarsveitir á suðvesturhorninu fóru samtals í 23 verkefni á meðan óveðrið gekk yfir á milli fjögur og sjö í kvöld. Það er nú að mestu leyti gengið niður og björgunarsveitarmenn sem komu að aðgerðastjórn viðbragðsaðila eru komnir til síns heima. Meira »

Veðrið náð hámarki suðvestanlands

11.1. Veðrið hefur náð hámarki á suðvesturhorninu og uppúr klukkan sjö mun fara að draga verulega úr veðurofsanum. Enn er hinsvegar að hvessa á Norður- og Austurlandi og má víða þar búast við stormi í kvöld. Þetta segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Aðgerðarstjórn virkjuð vegna óveðurs

11.1. Vegna óveðursins sem nú gengur yfir var aðgerðarstjórn björgunarsveita, lögreglu og slökkviliðs virkjuð á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum um klukkan fjögur í dag, en veðrið mun væntanlega ná hámarki á suðvesturhorninu á næsta klukkutímanum. Meira »

Hýsa hestakerrur vegna óveðurs

11.1. „Glærasvell er á stæðinu sem kerrurnar standa á. Það þarf ekki mikið svo þær fari á fleygiferð í svona veðri,“ segir framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Spretts sem býður félagsmönnum sínum upp á að hýsa kerrurnar á meðan stormurinn geisar. Meira »

Varað við staðbundnu flóði

11.1. Spáð er mikilli rigningu sunnan og suðaustanlands í dag og fram á annað kvöld. Mesta úrkoman verður á svæðinu frá Öræfum í vestri og að Seyðisfirði í austri. Varað er við vexti í ám sérstaklega í Lóni og Álftafirði. Búast má við staðbundnum flóðum á þessu svæði og líkur á skriðuföllum geta aukist. Meira »

Ferðir strætó falla niður

11.1. Strætóferðir falla niður vegna stormsins í dag. Ferðir á milli Mjóddar og Selfoss munu liggja niðri á milli kl. 15 og 19/20 en þá verður tekin staðan á færð. Meira »

Stormurinn í beinni

11.1. Hægt er að fylgjast með vindinum í beinni hér fyrir neðan en spáð er stormi með slagveðursrigningu á landinu síðdegis í dag og fram á nótt. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspá, ganga tryggilega frá lausum munum og kanna hvort niðurföll séu í lagi. Meira »

Foreldrar sæki börn sín í skóla

11.1. Veður hefur versnað á höfuðborgarsvæðinu og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs. Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugul viðvörun með suðaustan stormi fyrir höfuðborgarsvæðið í dag milli 16.30 og 19.30. Meira »

Flugferðir falla niður vegna veðurs

11.1. Langflestum flugferðum innnanlands hjá Flugfélagi Íslands seinni partinn í dag hefur verið aflýst. Spár gera ráð fyrir slagveðri á höfuðborgarsvæðinu síðdegis, suðaust­an 18-25 metr­um á sek­úndu og úr­helli. Meira »

Lausamunir geta líka verið stórir

11.1. „Við viljum brýna fyrir fólki að fylgjast vel með veðurspá og haga ferðum sínum eftir því. Fólk þarf líka að huga að lausamunum en þeir eru líka stórir eins og heitir pottar og trampólín, sem við erum greinilega ekki enn laus við,“ segir upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Meira »

Spá 35 m/s á Reykjanesbraut

11.1. Í nýjustu spám er lítið eitt dregið úr mestu veðurhæð suðvestanlands, segir á vef Vegagerðarinnar. Engu að síður er spáð stormi með slagveðursrigningu og hviðum allt að 35 m/s á Reykjanesbraut, Kjalarnesi og undir Eyjafjöllum. Meira »