Shaken baby

„Shaken-baby“-máli vísað frá

20.2. Hæstiréttur hafnaði í morgun endurupptöku á svokölluðu „shaken-baby“-máli. Sveinn Andri Sveins­son, lögmaður Sig­urðar Guðmunds­son­ar sem dæmd­ur var fyr­ir að hafa valdið dauða ung­barns á dag­gæslu í Kópa­vogi árið 2001, segir það miður að málið komist ekki til efnislegrar meðferðar. Meira »

Metur skilyrði fyrir endurupptöku

30.1. „Ég neita að trúa öðru en Hæstiréttur Íslands taki sér nú Hæstarétt Svíþjóðar til fyrirmyndar og kafi nú ofan í þessa hugmynd sem „shaken baby“ heilkennið er,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður manns sem dæmd­ur var fyr­ir að hafa valdið dauða ung­barns. Meira »

Saksóknari segir aðeins byggt á mati læknisins

22.3.2016 Niðurstaða endurupptökunefndar að heimila endurupptöku barnahristingsmáls byggði eingöngu á mati ensks læknis sem hefur nú verið sviptur lækningaleyfi, að sögn Sigríðar Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara. Formaður endurupptökunefndar segir að byggt hafi verið á fleiri þáttum. Meira »

Ógildir ekki allar niðurstöður læknisins

21.3.2016 Það að ensk eftirlitsnefnd með störfum lækna hafi svipt barnataugalækni lækningarleyfi vegna villandi framburðar í barnahristingsmálum ógildir ekki allar niðurstöður hans, að mati Sveins Andra Sveinssonar, hæstaréttarlögmanns. Matsgerð læknisins var grundvöllur endurupptöku slíks máls hér á landi. Meira »

„Shaken baby“-sérfræðingur settur af

21.3.2016 Enskur barnataugalæknir, dr. Waney Squier, sem hefur veitt sérfræðiálit í fjölda dómsmála sem varða svonefndan barnahristing (e. shaken baby syndrome) hefur verið sviptur lækningaleyfi. Squier kom meðal annars fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í slíku máli árið 2014 en það verður tekið upp að nýju. Meira »

Fáar beiðnir samþykktar hjá endurupptökunefnd

27.6.2015 Aðdragandinn var að árið 2012 óskaði ég eftir dómskvaðningu matsmanns sem tæki afstöðu til þess hvort barnið hefði látist af völdum banvæns heilahristings (e. Shaken baby-heilkenni) og ef ekki, hver raunveruleg dánarorsök hafi verið,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sigurðar Guðmundssonar sem var árið 2003 dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Meira »

Ný gögn og fallist á endurupptöku

27.6.2015 Endurupptökunefnd hefur samþykkt beiðni Sigurðar Guðmundssonar um endurupptöku dóms sem hann hlaut í Hæstarétti í apríl 2003. Meira »

Aftur réttað í barnahristingsmáli

26.6.2015 Endurupptökunefnd hefur samþykkt að mál Sigurðar Guðmundssonar verði tekið aftur upp og réttað á ný í því. Sigurður var dæmdur í 18 mánaða fangelsi árið 2003 fyrir að valda dauða níu mánaða gamals barns með því að hrista það. Meira »

Dæmdur í fimm ára fangelsi

5.2.2015 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi Scott James Carcary í fimm ára fangelsi á síðasta ári fyrir að hafa orðið fimm mánaða gamalli dóttur sinni að bana 17. mars 2013. Dómur Hæstaréttar var nú kveðinn upp kl. 16. Einn dómari skilaði sératkvæði og vildi sýkna Carcary. Meira »

Veittu óviðkomandi upplýsingar

16.1.2015 Réttargæslumaður móður ungabarns sem lést 17. mars 2013 vakti athygli á því fyrir Hæstarétti í dag að verjandi Scotts James Carcarys sem dæmdur var í héraði vegna dauða stúlkunnar hefði látið óviðkomandi í té persónuupplýsingar um móðurina. Sagði hann þetta mjög óviðeigandi. Meira »

Sagði sök móðurinnar mögulega

16.1.2015 „Engin gögn hafa verið lögð fram sem sýna fram á að það hafi verið ákærði fremur en móðirin sem hafi valdið dauða barnsins,“ sagði verjandi Scotts James Carcarys fyrir Hæstarétti í dag og krafðist sýknu fyrir skjólstæðing sinn. Meira »

Fer fram á þyngri refsingu

16.1.2015 Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, krafðist þess fyrir Hæstarétti í morgun að sakfelling yrði staðfest yfir Scott James Carcary og refsing hans þyngd. Carcary var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að verða fimm mánaða dóttur sinni að bana. Meira »

Carcary mættur í Hæstarétt

16.1.2015 Scott James Carcary var sjálfur mættur í Hæstarétt í morgun þar sem mál hans verður tekið fyrir. Carcary var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra fyrir að hafa orðið fimm mánaða gamalli dóttur sinni að bana. Þá var honum gert að greiða móður barnsins 3 milljónir króna í bætur. Meira »

Áfrýjað í „shaken baby“-máli

11.6.2014 Fimm ára dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir breskum manni á 28. aldursári hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa orðið fimm mánaða gam­alli dótt­ur sinni að bana hinn 17. mars 2013 og auk fangelsisrefsingar var honum gert að greiða móður barnsins þrjár milljónir króna. Meira »

Faðirinn hlaut fimm ára dóm

10.4.2014 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt breskan karlmann á 28. aldursári í 5 ára fangelsi fyrir að hafa orðið fimm mánaða gamalli dóttur sinni að bana þann 17. mars 2013. Þá var honum gert að greiða íslenskri móður barnsins 3 milljónir króna í bætur vegna þess miska sem hún varð fyrir. Meira »

Ræddu tvívegis um ungbarnahristing

16.3.2014 Karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa hrist barn sitt og með því valdið dauða þess ræddi ungbarnahristing tvívegis við barnsmóður sína, bæði fyrir og eftir fæðingu barnsins. Meðal annars ræddu þau að það gæti verið lífshættulegt ungbörnum að hrista þau. Meira »

Segir ekkert liggja fyrir um sekt

14.3.2014 Verjandi karlmanns sem ákærður er fyrir að hafa valdið dauða fimm mánaða gamalla dóttur sinnar sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að axla sönnunarbyrði í málinu. Ekkert liggi fyrir um það hver hafi hrist stúlkuna og komi tveir til greina, faðirinn og móðirin. Meira »

„Sekur um skelfilegan glæp“

14.3.2014 Ríkissaksóknari fór fram á það við fjölskipaðan héraðsdóm að karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið fimm mánaða barni sínu að bana yrði dæmdur í að minnsta kosti átta ára fangelsi en að dómurinn ætti engu að síður að horfa til þess að refsiramminn fyrir brotið er sextán ára fangelsi. Meira »

Var „orðinn bullandi afbrýðisamur“

14.3.2014 Móðuramma fimm mánaða stúlku sem lést af völdum heilablæðingar í mars 2013 sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að faðir stúlkunnar hefði verið „orðinn bullandi afbrýðisamur“ út í hana og hversu mikið móðir stúlkunnar sinnti henni. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa valdið dauða barnsins. Meira »

Orðið rænulaus á nokkrum mínútum

13.3.2014 Fimm mánaða stúlka sem talin er að hafa látist eftir að faðir hennar hristi hana harkalega 17. mars 2013 hefði orðið rænulaus á nokkrum mínútum eftir áverkann, að sögn sérfræðings í heila- og taugaskurðlækningum. Hann sagði mikla krafta hafa búið að baki til að valda slíkum skemmdum sem urðu. Meira »

„Þurfti alltaf að sjá mömmu sína“

13.3.2014 Karlmaður sem er ákærður fyrir að hafa orðið fimm mánaða dóttur sinni að bana í mars 2013 var alltaf í tölvuleikjum og sinnti ekki heimilisstörfum. Dóttirin vildi ekki vera hjá honum og virkaði í raun hrædd við hann. Þetta sagði vinkona móður barnsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meira »

Ávallt áverkar eftir veru með föður

13.3.2014 Fimm mánaða stúlkubarn sem talin er hafa látist eftir að faðir hennar hristi hana harkalega hlaut samkvæmt því sem kom fram hjá ríkissaksóknara áverka í svo gott sem hvert skipti sem hann var einn með barnið. Faðirinn neitar staðfastlega sök og segist ekki geta ímyndað sér hver myndi skaða barnið. Meira »

Stúlkan var með eldri áverka

13.3.2014 Fimm mánaða stúlka sem talin er hafa látist eftir að faðir hennar hristi hana harkalega var með eldri áverka, bæði rifbeinsbrot og brot á sköflungsbeini. Þessir áverkar eru taldir renna stoðum undir að svipað atferli hafi átt sér stað áður, þrátt fyrir að það hafi þá ekki leitt til dauða barnsins. Meira »

Ber öll merki ungbarnahristings

13.3.2014 Áverkar sem fundust á fimm mánaða gömlu stúlkubarni sem lést eftir að hafa verið í umsjón föður síns passa allir við þá verknaðarlýsingu að barnið hafi verið hrist. Þetta sagði réttarmeinafræðingur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar aðalmeðferð í „Shaken baby-málinu“ hófst. Meira »

Þinghöld opin í „shaken baby“-máli

19.12.2013 Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í dag að þinghöld skuli vera opin í máli ákæruvaldsins gegn karlmanni á þrítugsaldri sem ákærður er fyrir að hafa orðið fimm mánaða gamalli dóttur sinni að bana með því að hrista hana. Úrskurðurinn verður kærður til Hæstaréttar. Meira »

Vill að móðirin sæti geðrannsókn

16.12.2013 Karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa valdið dauða fimm mánaða ungrar dóttur sinnar neitaði sök fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Maðurinn fór fram á það að móðir stúlkunnar sæti geðrannsókn og að það sé hluti af því að upplýsa málið. Þá er uppi krafa um að þinghöld verði lokuð í málinu. Meira »

Ákærður fyrir að hrista barn sitt

4.12.2013 Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri vegna andláts fimm mánaða dóttur hans í mars síðastliðnum. Maðurinn er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás með því að hrista dóttur sína svo harkalega að hún hlaut blæðingu í heila sem leiddi til dauða hennar. Meira »

Saksóknari rannsakar lát barns

11.11.2013 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á andláti fimm mánaða gamals barns sem lést af völdum blæðinga í heila í mars sl. Málið er nú á borði ríkissaksóknara og hefur faðir barnsins verið úrskurðaður í áframhaldandi farbann. Meira »

Niðurstaða lífsýnarannsókna borist

28.10.2013 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti barns sem talið er að hafi látist af völdum blæðinga í heila í mars sl. stendur enn yfir. Í síðustu viku barst lögreglu hins vegar niðurstaða lífsýnarannsóknar. Faðir barnsins hefur verið í farbanni mánuðum saman í þágu rannsóknarinnar. Meira »

Farbann framlengt til 8. október

12.9.2013 Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi á mánudag farbann yfir föður barns sem talið er hafa látist af völdum blæðinga í heila í mars sl., en barnið var hrist harkalega. Skal maðurinn sæta farbanni til 8. október. Meira »