Sjálfstæð Katalónía?

Puigdemont segir Madrid ekki hafa sigrað

31.1. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar Katalóníu, neitar því alfarið að hann sé búinn að gefa upp á bátinn að leiða sjálfstæða Katalóníu. Spænsk sjónvarpsstöð birti í gær sms-skilaðboð sem Puigdemont sendi þar sem hann segir m.a. að Madrid hafi sigrað. Meira »

Puigdemont kominn til Kaupmannahafnar

22.1. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar Katalóníu, kom til Kaupmannahafnar í morgun og ögrar þar með stjórnvöldum á Spáni sem hafa hótað að gefa út handtökuskipun á hendur honum yfirgefi hann Belgíu, þar sem hann hefur verið útlegð síðan í október. Meira »

Aðskilnaðarsinni kjörinn þingforseti

17.1. Aðskilnaðarsinninn Roger Torrent var kjörinn í embætti þingforseta á héraðsþinginu í Katalóníu í dag. Þingið kom sam­an á ný í dag í fyrsta skipti eft­ir að það var leyst upp í haust eftir að kosið var um sjálf­stæði Katalón­íu í október. Meira »

Vilja ekki að Puidgemont snúi aftur

16.1. Stjórnvöld í Madríd segja það fjarstæðukennt að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu, geti haldið áfram að sinna því hlutverki úr útlegð. Brátt mun héraðsþingið velja sér nýjan forseta. Meira »

Vill að Katalóníubúar fái áheyrn

22.12. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar Katalóníu og leiðtogi sjálfstæðissinna, krefst þess að fá áheyrn hjá Evrópusambandinu eftir að þrír flokkar sjálfstæðissinna fengu nauman meirihluta í kosningum til héraðsþings sem fóru fram í gær. Flokkarnir fengu 70 þingsæti af 135. Meira »

Sjálfstæðissinnar fagna sigri

21.12. Útlit er fyrir að sjálfstæðissinnar nái meirihluta á héraðsþinginu í Katalóníu. Búið er að telja yfir 95% atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í héraðinu í dag. Meira »

Kjörstaðir opnaðir í Katalóníu

21.12. Kjörstaðir í Katalóníu voru opnaðir í morgun þar sem þingkosningar fara fram í héraðinu. Kosningarnar verða líklega tvísýnar ef marka má skoðanakann­an­ir því litlu munar á fylgi stuðnings­manna og and­stæðinga sjálf­stæðis í Katalón­íu. Meira »

Fjarlægir umdeilda forngripi

11.12. Spænska lögreglan hóf í dag að fjarlægja forngripi frá miðöldum úr safni í Katalóníu-héraði á Spáni samkvæmt fyrirmælum frá stjórnvöldum í Madrid. Aðgerðirnar tengjast deilum á milli ráðamanna í Katalóníu annars vegar og í nágrannahéraðinu Aragon hins vegar um eignarhald gripanna. Meira »

Ráðherrar áfram í haldi

4.12. Fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnar Katalóníu, Oriol Junqueras, og þrír aðrir leiðtogar aðskilnaðarsinna verða ekki látnir lausir úr haldi fyrir kosningar en þeir eru til rannsóknar vegna aðildar að bar­áttu Katalón­íu fyr­ir aðskilnaði frá Spáni. Meira »

Spænski yfirsaksóknarinn bráðkvaddur

19.11. Spænski yfirsaksóknarinn Jose Manuel Maza varð bráðkvaddur í Argentínu í gær. Í síðasta mánuði hafði Maza lýst því yfir að héraðsstjórn Katalóníu yrði ákærð fyrir uppreisn, uppnám og ögrun gagnvart stjórnvöldum. Meira »

Verður látin laus gegn tryggingu

10.11. Fyrrverandi forseti héraðsþings Katalóníuhéraðs, Carme Forcadell, verður látin laus úr haldi í Madríd í dag.  Meira »

Íhuga að breyta stjórnarskrá Spánar

8.11. Stjórnvöld á Spáni íhuga nú að gera breytingar á stjórnarskrá landsins sem geri héruðum Spánar kleift að greiða í framtíðinni atkvæði um eigið sjálfstæði. Þetta hefur BBC eftir Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánar. Meira »

Þrír mánuðir gætu liðið

4.11. Það gætu liðið þrír mánuðir þangað til Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fjórir fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn hans, muni snúa aftur til Spánar vegna evrópskar handtökuskipunar. Meira »

Krefst lausnar ráðherra úr haldi

2.11. Carles Pugdemont, forseti Katalóníu, hefur krafist þess að ráðherrar úr ríkisstjórn Katalóníu verði látnir lausir úr haldi spænskra yfirvalda. Meira »

Vilja fangelsa fyrrverandi ráðherra Katalóníu

2.11. Saksóknarar í Madríd hafa farið fram á fangelsisvist yfir átta fyrrverandi ráðherrum héraðsstjórnarinnar í Katalóníu á meðan frekari rannsókn stendur yfir. Meira »

Neitar Spánarstjórn um nýja handtökuskipun

22.1. Dómari á Spáni neitaði í dag að gefa út nýja handtökubeiðni á hendur Carles Puigdemont, fyrr­ver­andi for­seta heima­stjórn­ar Katalón­íu. Puigdemont kom í dag til Kaupmannahafnar til að taka þátt í ráðstefnu, en hann hefur verið í útlegð í Brussel frá því í október. Meira »

Líkti hann forsætisráðherranum við Hitler?

17.1. Samband spænskra gyðinga hefur gagnrýnt harðlega myndskeið sem Car­les Puig­demont, fyrr­ver­andi for­seti heima­stjórn­ar Katalón­íu, birti á Twitter-síðu sinni í dag. Þar má sjá myndir af Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, Hitler og Franco. Meira »

Þing kom saman í Katalóníu í dag

17.1. Katalónska þingið kom saman á ný í dag í fyrsta skipti eftir að það var leyst upp í haust og kosið var um sjálfstæði Katalóníu í desember. Kosið verður um forseta þingsins í dag. Carles Puigdemont, fv. for­seti heima­stjórn­ar Katalón­íu og leiðtogi sjálf­stæðissinna, mun sækjast eftir embættinu. Meira »

Katalóníudeilan kostað 150 milljarða

1.1. Fjármálaráðherra Spánar, Luis de Guindos, segir deiluna um sjálfstæði Katalóníu hafa kostað landið um milljarð evra, sem samsvara tæpum 150 milljörðum íslenskra króna. Meira »

Sigur fyrir „lýðveldið Katalóníu“

22.12. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar Katalóníu og leiðtogi sjálfstæðissinna, segir að úrslit kosninga til héraðsþingsins í Katalóníu séu sigur fyrir „lýðveldið Katalóníu“ og að spænska ríkið hafi tapað. Meira »

Kjörsókn betri en í síðustu kosningum

21.12. Kjörstöðum hefur verið lokað í Katalóníu, en kosið er til þings heimastjórnar héraðsins í dag. Skoðanakannanir benda til tvísýnna kosninga og stendur baráttan á milli ERC, flokk sjálfstæðissinna, og Borgaraflokksins, flokks sameiningarsinna. Meira »

Mjótt á mununum í Katalóníu

19.12. Litlu munar á fylgi stuðningsmanna og andstæðinga sjálfstæðis í Katalóníu, ef marka má skoðanakannanir. Gengið verður til kosninga í héraðinu á fimmtudag. Meira »

Evrópsk handtökuskipun dregin til baka

5.12. Yfirvöld á Spáni hafa dregið til baka evrópska handtökuskipun á hendur Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta heimastjórnar Katalóníu, og fjórum öðrum fyrrverandi ráðherrum úr ríkisstjórn hans. Puigdemont flúði til Belgíu ásamt ráðherrunum fjórum eftir að hafa einhliða lýst yfir sjálfstæði Katalóníu. Meira »

Sjálfstæði ýtt til hliðar

3.12. Ef marka má skoðanakannanir er málflutningur Inés Arrimadas, forsetaefnis hins frjálslynda miðjuflokks Borgaraflokksins, að ná eyrum alþýðu manna í Katalóníu en kosningar standa þar fyrir dyrum. Arrimadas vill hverfa frá sjálfstæðisstefnunni og hefja markvissa uppbyggingu í héraðinu. Meira »

Ráðherrar í varðhaldi taka sæti á lista

18.11. Ráðherrar og flokksmenn aðskilnaðarsinna í Katalóníu, sem sitja á bak við lás og slá á meðan rann­sókn stend­ur yfir á aðild þeirra að bar­áttu Katalón­íu fyr­ir aðskilnaði frá Spáni, munu skipa sæti á lista fyrir kosningarnar sem fara fram í héraðinu 21. desember. Meira »

Fyrrverandi forseti þingsins kom fyrir rétt

9.11. Fyrrverandi forseti héraðsþings Katalóníu, Carme Forcadell, kom fyrir Hæstarétt Spánar í dag vegna aðildar sinnar í baráttunni fyrir aðskilnaði héraðsins frá Spáni, en líkt og fram hefur komið kusu íbúar Katalóníu með sjálfstæði héraðsins í þjóðaratkvæðagreiðslu 1. október síðastliðinn. Meira »

Puigdemont gaf sig fram við lögreglu

5.11. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku heimastjórnarinnar, hefur, ásamt helstu ráðgjöfum sínum, gefið sig fram við lögregluyfirvöld í Belgíu. Meira »

Handtökuskipun á hendur Puigdemont

3.11. Spænskur dómari hefur gefið út evrópska handtökuskipun á hendur Carles Puigdemon, forseta Katalóníu, eftir að hann mætti ekki til yfirheyrslu í tengslum við baráttu hans fyrir aðskilnaði héraðsins frá Spáni. Meira »

Saksóknari vill gefa út handtökuskipun

2.11. Spænskir saksóknarar hafa óskað eftir því að gefin verið út evrópsk handtökuskipun á hendur Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, og fjórum fyrrverandi ráðherrum héraðsstjórnarinnar, eftir að þeir mættu ekki fyrir dómstól á Spáni í morgun. Meira »

Puigdemont mætti ekki fyrir dómara

2.11. Níu af fjórtán fyrrverandi meðlimum héraðsstjórnar Katalóníu mættu fyrir dómstól á Spáni í morgun þar sem þeir munu svara til saka fyrir ákærur vegna sjálfstæðiskröfu Katalóníu. Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, er ekki þar á meðal. Meira »