Sjálfstæð Katalónía?

Vegatálmar og mótmæli í Katalóníu

1.10. Sjálfstæðissinnar í Katalóníu hafa sett upp vegatálma á helstu þjóðvegum og hindrað ferðir hraðlesta í héraðinu í dag, ári eftir að atkvæðagreiðsla um sjálfstæði frá Spáni fór fram. Í kjölfar atkvæðagreiðslunnar tók við tími óeirða og mótmæla. Meira »

Ein milljón manna krafðist sjálfstæðis

11.9. Um ein milljón íbúa Katalóníu gekk um götur Barcelona í dag, að sögn lögreglunnar, með trommur og flautur meðferðis til að sýna stuðning við sjálfstæðisbaráttu héraðsins. Meira »

Puigdemont snýr aftur til Belgíu

28.7. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníuhéraðs, sneri aftur til Belgíu í dag eftir að hafa verið í haldi í Þýskalandi síðustu fjóra mánuðina. Puigdemont hét því að „verja réttmætan málstað katalónsku þjóðarinnar“ við endurkomuna. Meira »

Afturkalla beiðni um framsal Puigdemonts

19.7. Hæstiréttur Spánar hefur fallið frá framsalsbeiðni sem gefin var út gegn Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta Katalóníuhéraðs, og fimm aðstoðarmönnum hans. Puigdemont og aðstoðarmennirnir dvelja allir erlendis. Meira »

Mega framselja Puigdemont

12.7. Þýskur dómstóll hefur úrskurðað að framselja megi Carles Pugidemont, fyrrverandi forseti Katalóníu, til Spánar. Puigdemont flúði til Belgíu skömmu eftir að yfirlýsing hans um sjálfstæði Katalóníu var dæmd ólögmæt. Hann var síðar handtekinn í Þýskalandi. Meira »

Hinir fangelsuðu ekki í ríkisstjórninni

29.5. Enginn þeirra fyrrverandi ráðherra katalónsku héraðsstjórnarinnar sem voru fangelsaðir eða eru í útlegð vegna kröfu þeirra um sjálfstæði frá Spáni eru hluti af nýrri ríkisstjórn héraðsstjórnarinnar sem forsetinn Quim Torra hefur tilnefnt. Meira »

Torra sór embættiseið

17.5. Quim Torra, nýr forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, sór embættiseið í dag. Torra, sem er aðskilnaðarsinni, var kjörinn leiðtogi í atkvæðagreiðslu á katalónska þinginu á mánudag. Hann var einn í framboði. Helsta baráttumál hans er sjálfstæði Katalóníu. Meira »

Torra kjörinn með 66 atkvæðum gegn 65

14.5. Katalónska þingið hefur kosið aðskilnaðarsinnann Quim Torra sem forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. Torra var einn í kjöri, en ákveðið var að kjósa um nýjan forseta á þinginu í gær. Meira »

Forseti Katalóníu kosinn á morgun

13.5. Katalónska þingið samþykkti í dag að kosið verður um forseta héraðsstjórnarinnar á morgun. Þingmenn sammæltust um að sjálfstæðissinninn Quim Torra verður einn í kjöri. Meira »

Puigdemont hvetur til viðræðna

6.4. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníuhéraðs, hefur hvatt spænsk stjórnvöld til að hefja þegar í stað viðræður um pólitíska lausn til að binda enda á deiluna sem hefur staðið yfir vegna misheppnaðra áforma um sjálfstæða Katalóníu. Meira »

Framselja ekki Puigdemont

5.4. Dómstóll í Þýskalandi hafnaði því í dag að „uppreisn“ væri viðeigandi ástæða til að framselja Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta Katalóníuhéraðs, til Spánar. Meira »

Puig­demont áfram í varðhaldi

26.3. Dómstóll í norðurhluta Þýskalandi úrskurðaði í dag að Car­les Puig­demont, fyrr­ver­andi for­seti Katalón­íu­héraðs, muni sitja áfram í varðhaldi í Þýskalandi. Meira »

Tugir slasast í mótmælum í Katalóníu

26.3. Hátt í hundrað manns slösuðust í mótmælum sem kom til í Katalóníu í gærkvöldi eftir að fréttist af handtöku Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta Katalóníuhéraðs, í Þýskalandi í gær. Meira »

Puigdemont mætir fyrir dómara á morgun

25.3. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníuhéraðs, mun mæta fyrir dómara í Þýskalandi á morgun, en þýska lögreglan handtók Puigdemont í dag á grundvelli evrópskrar handtökutilskipunar. Meira »

Þýska lögreglan handtók Puigdemont

25.3. Þýska lögreglan hefur handtekið Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta heimastjórnarinnar í Katalóníu, við dönsku landamærin. Talsmaður flokks hans greindi frá þessu. Puigdemont var handtekinn eftir að hann fór yfir landamærin með bíl frá Danmörku. Meira »

Finnar beðnir um að handtaka Puigdemont

24.3. firvöld í Finnlandi hafa fengið senda handtökubeiðni frá spænskum yfirvöldum vegna Carles Puigdemont, fyrr­ver­andi for­seta heima­stjórn­ar Katalón­íu. Að sögn BBC var handtökuskipanin gefinn út á föstudag, degi eftir komu Puigdemont til Finnlands. Meira »

Átök í Katalóníu í kjölfar dóms Hæstaréttar

24.3. Átök brutust út á milli mótmælenda og lögreglu í Katalóníu eftri að hæstiréttur Spánar komst að þeirri niðurstöðu að rétta ætti í máli 25 leiðtoga Katalóna sem eru sakaðir um uppreisn, fjársvik og fyrir að framfylgja ekki skipunum ríkisins. Meira »

Krefjast aðgerða í Katalóníu

11.3. Talið er að 45 þúsund manns hafi tekið þátt í göngu í Barcelona í dag þar sem þess var krafist að mynduð verði ný stjórn í Katalóníu á leið til sjálfstæðis þrátt fyrir andstöðu stjórnvalda í Madrid. Meira »

Puig­demont gefur ekki kost á sér

1.3. Car­les Puig­demont, fyrr­ver­andi for­seti heima­stjórn­ar Katalón­íu, mun ekki sækjast eftir því að verða útnefndur forseti Katalóníu á ný. Þetta kemur fram í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðlum. Meira »

Puigdemont segir Madrid ekki hafa sigrað

31.1. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar Katalóníu, neitar því alfarið að hann sé búinn að gefa upp á bátinn að leiða sjálfstæða Katalóníu. Spænsk sjónvarpsstöð birti í gær sms-skilaðboð sem Puigdemont sendi þar sem hann segir m.a. að Madrid hafi sigrað. Meira »

Neitar Spánarstjórn um nýja handtökuskipun

22.1. Dómari á Spáni neitaði í dag að gefa út nýja handtökubeiðni á hendur Carles Puigdemont, fyrr­ver­andi for­seta heima­stjórn­ar Katalón­íu. Puigdemont kom í dag til Kaupmannahafnar til að taka þátt í ráðstefnu, en hann hefur verið í útlegð í Brussel frá því í október. Meira »

Puigdemont kominn til Kaupmannahafnar

22.1. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar Katalóníu, kom til Kaupmannahafnar í morgun og ögrar þar með stjórnvöldum á Spáni sem hafa hótað að gefa út handtökuskipun á hendur honum yfirgefi hann Belgíu, þar sem hann hefur verið útlegð síðan í október. Meira »

Líkti hann forsætisráðherranum við Hitler?

17.1. Samband spænskra gyðinga hefur gagnrýnt harðlega myndskeið sem Car­les Puig­demont, fyrr­ver­andi for­seti heima­stjórn­ar Katalón­íu, birti á Twitter-síðu sinni í dag. Þar má sjá myndir af Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, Hitler og Franco. Meira »

Aðskilnaðarsinni kjörinn þingforseti

17.1. Aðskilnaðarsinninn Roger Torrent var kjörinn í embætti þingforseta á héraðsþinginu í Katalóníu í dag. Þingið kom sam­an á ný í dag í fyrsta skipti eft­ir að það var leyst upp í haust eftir að kosið var um sjálf­stæði Katalón­íu í október. Meira »

Þing kom saman í Katalóníu í dag

17.1. Katalónska þingið kom saman á ný í dag í fyrsta skipti eftir að það var leyst upp í haust og kosið var um sjálfstæði Katalóníu í desember. Kosið verður um forseta þingsins í dag. Carles Puigdemont, fv. for­seti heima­stjórn­ar Katalón­íu og leiðtogi sjálf­stæðissinna, mun sækjast eftir embættinu. Meira »

Vilja ekki að Puidgemont snúi aftur

16.1. Stjórnvöld í Madríd segja það fjarstæðukennt að Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu, geti haldið áfram að sinna því hlutverki úr útlegð. Brátt mun héraðsþingið velja sér nýjan forseta. Meira »

Katalóníudeilan kostað 150 milljarða

1.1. Fjármálaráðherra Spánar, Luis de Guindos, segir deiluna um sjálfstæði Katalóníu hafa kostað landið um milljarð evra, sem samsvara tæpum 150 milljörðum íslenskra króna. Meira »

Vill að Katalóníubúar fái áheyrn

22.12. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar Katalóníu og leiðtogi sjálfstæðissinna, krefst þess að fá áheyrn hjá Evrópusambandinu eftir að þrír flokkar sjálfstæðissinna fengu nauman meirihluta í kosningum til héraðsþings sem fóru fram í gær. Flokkarnir fengu 70 þingsæti af 135. Meira »

Sigur fyrir „lýðveldið Katalóníu“

22.12. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti heimastjórnar Katalóníu og leiðtogi sjálfstæðissinna, segir að úrslit kosninga til héraðsþingsins í Katalóníu séu sigur fyrir „lýðveldið Katalóníu“ og að spænska ríkið hafi tapað. Meira »

Sjálfstæðissinnar fagna sigri

21.12. Útlit er fyrir að sjálfstæðissinnar nái meirihluta á héraðsþinginu í Katalóníu. Búið er að telja yfir 95% atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í héraðinu í dag. Meira »