Staðgöngumæðrun

Hópur staðgöngumæðra í varðhaldi

6.7. Yfirvöld í Kambódíu hafa ákært 33 staðgöngumæður sem greitt var fyrir að ganga með börn fyrir kínversk pör. Konurnar hafa verið ákærðar fyrir mansal og dómstóll í landinu neitaði þeim í dag um lausn úr varðhaldi gegn tryggingargjaldi. Konurnar eiga allt að tuttugu ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Meira »

Amma fær að ganga með barnabarn

9.9.2017 Portúgölsk stjórnvöld heimila að fimmtug portúgölsk amma gangi með barn dóttur sinnar. Dóttir hennar sem er 30 ára getur ekki gengið sjálf með barn vegna skurðaðgerðar sem hún fór í vegna endómetríósu eða legslímuflakks. Meira »

Sökuð um að stunda ólögleg viðskipti með börn

13.6.2017 Ástralskur hjúkrunarfræðingur neitaði því að reka ólöglega þjónustu með staðgöngumæðrun í Kambódíu er réttarhöld í málinu hófust í dag. Um er að ræða fyrsta málið af þessum toga eftir að yfirvöld í Kambódíu bönnuðu útlendingum að nýta sér staðgöngumæðrun þar í landi. Meira »

Ákveðið eftir páska

12.4.2017 Kon­ur sem fá ekki að skrá sig sem for­eldra drengs sem staðgöngumóðir fæddi í Banda­ríkj­un­um, taka ákvörðun eftir páska hvort farið verði með málið fyr­ir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu. Þetta segir Þyrí Stein­gríms­dótt­ir hæsta­rétt­ar­lögmaður. Meira »

Íhuga að fara með málið fyrir Mannréttindadómstólinn

1.4.2017 Konur sem fá ekki að skrá sig sem foreldra drengs sem staðgöngumóðir fæddi í Bandaríkjunum, íhuga að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Meira »

Verða ekki skráðar foreldrar barnsins

30.3.2017 Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu héraðsdóms í máli tveggja kvenna sem fóru fram á að drengur sem staðgöngumóðir í Bandaríkjunum ól fyrir þær yrði skráður sem sonur þeirra hjá Þjóðskrá. Meira »

Hafnar lögum um staðgöngumæðrun

8.6.2016 Forseti Portúgals beitti í dag neitunarvaldi sínu gegn nýju lagafrumvarpi, sem heimilað hefði staðgöngumæðrun í einhverjum þeim tilfellum þar sem par getur ekki eignast barn. Þing landsins samþykkti lögin í síðasta mánuði. Meira »

Meirihluti hlynntur staðgöngumæðrun

21.3.2016 Meirihluti landsmanna, eða tæplega 52%, er hlynntur því að staðgöngumæðrun verði leyfð hér á landi samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Maskínu. Tæpur fjórðungur, eða 23-24%. er því hins vegar andvígur. Meira »

Hagir barns breyta ekki konu í móður

3.3.2016 Íslenska ríkið og Þjóðskrá voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sýknuð af kröfu tveggja kvenna um að drengur sem staðgöngumóðir fæddi fyrir þær yrði skráður í þjóðskrá og að hann yrði skráður sem sonur þeirra. Í dómi segir að hagir barns breyta ekki konu í móður en staðgöngumæðrun er bönnuð með lögum. Meira »

Líkti staðgöngumæðrun við kynferðisglæpi

6.1.2016 Innanríkisráðherra Ítalíu hefur kallað eftir því að farið verði með staðgöngumæður eins og kynferðisafbrotamenn. Hann er mótfallinn hugmyndum forsætisráðherra landsins, sem vill veita samkynja pörum ýmis fjölskylduréttindi. Meira »

Meðgöngumæðrun, ekki staðgöngumæðrun

4.11.2015 Óháði söfnuðurinn gerir athugasemd við orðið „staðgöngumæðrun“ í umsögn sinni um frumvarp um málið sem nú liggur fyrir Alþingi. Vill söfnuðurinn að orðið „meðgöngumæðrun“ verði frekar notað Meira »

Myndi virka best í öruggum ramma

22.10.2015 „Það er náttúrulega frábært að þetta sé komið af stað. Við fögnum því gríðarlega að það sé loksins búið að leggja þetta fyrir, við erum búin að bíða eftir því í mörg ár,“ segir talskona Staðgöngu, stuðningsfélags staðgöngumæðurnar á Íslandi í samtali mbl.is, aðspurð um frum­varp um staðgöngu­mæðrun. Meira »

Deilt á og um staðgöngumæðrun

20.10.2015 „Hvað gerist ef hvorki ætlaðir foreldrar né staðgöngumóðir vilja eiga barn þegar það er komið í heiminn?“ var meðal þeirra spurninga sem þingmenn spurðu á Alþingi í dag, þegar heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Meira »

Fær að verða skráð sem móðir

2.7.2015 Héraðsdómur Reykjavíkur sló því í dag föstu að kona sem eignaðist ásamt manninum sínum barn með aðstoð staðgöngumóður í Idaho-ríki í Bandaríkjunum verður skráð sem móðir og forsjárforeldri barnsins í þjóðskrá Íslands. Meira »

Notuðu staðgöngumóður

30.4.2015 Tveir samkynhneigðir karlmenn, hjón búsett hér á landi, eignuðust barn með hjálp staðgöngumóður í eldhúsinu heima hjá sér í íbúð hér á landi. Konan er búsett erlendis og fóru mennirnir tvisvar út til hennar þar sem þau gerðu tilraun til að gera hana ófríska. Það tókst í fyrstu tilraun í bæði skipti en í hún missti fóstur eftir fyrra skiptið. Meira »

Mikil þörf fyrir lög um staðgöngumæðrun

9.2.2015 „Þetta sýnir þörfina fyrir lög varðandi staðgöngumæðrun,“ segir Soffía Frans­iska Rafns­dótt­ir Hede, talskona sam­tak­anna Staðganga, um mál íslenskra hjóna sem hafa stefnt íslenska ríkinu og þjóðskrá til að fá stöðu sína viðurkennda. Meira »

Tvíburaforeldrar í mál við ríkið

8.2.2015 Hjón sem komu með tvíbura til Íslands í fyrra, sem þau höfðu eignast með aðstoð staðgöngumóður í Bandaríkjunum, hafa stefnt íslenska ríkinu til að fá viðurkennda stöðu sína. Meira »

Reyndu að leyna staðgöngumæðrun

7.2.2015 Útlendingastofnun segir dæmi um að fólk sem lét erlenda staðgöngumóður ala sér barn hafi reynt að leyna því þegar komið var með barnið til Íslands. Meira »

Staðgöngumæðrun tekin fyrir í febrúar

5.2.2015 Starfshópur velferðarráðuneytisins um staðgöngumæðrun í velgjörðaskyni hefur skilað tillögum sínum að frumvarpi um efnið til ráðherra. Samkvæmt upplýsingum mbl.is er stefnt að því að heilbrigðisráðherra leggi frumvarpið fram fyrir mánaðarmót. Meira »

Ber að segja barni frá staðgöngumæðrun

18.11.2014 Bannað verður að auglýsa staðgöngumæðrun og óheimilt er að greiða staðgöngumóður fyrir annað en útlagðan kostnað. Foreldrar barns sem fætt er af staðgöngumóður skulu skýra barni sínu frá því jafnskjótt og það hefur þroska til að það sé fætt af staðgöngumóður. Meira »

Óska umsagna um frumvarp um staðgöngumæðrun

18.11.2014 Drög að frumvarpi til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni hafa verið birt til umsagnar. Frumvarpið er samið af starfshópi sem velferðarráðherra skipaði til verksins haustið 2012 í samræmi við ályktun Alþingis. Meira »