Stjórnarskrármálið

Stjórnarskrárvinnan gengur vel

24.9. Formenn stjórnmálaflokkanna með fulltrúa á Alþingi funduðu á föstudag vegna endurskoðunar á stjórnarskrá.  Meira »

Tillaga Bjarna „óásættanleg“

21.9.2017 „Mér finnst óásættanlegt hvernig þetta er sett upp,” segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, um tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um endurskoðun stjórnarskrárinnar í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Líst mjög vel á tillögu Bjarna

20.9.2017 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er hrifinn af tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að stjórnarskráin verði endurskoðuð í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Misjöfn viðbrögð við tillögu

20.9.2017 Forsætisráðherra kynnti í gær minnisblað með tillögum er miða að því að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar fari fram í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Niðurstaða málamiðlana

8.7.2016 Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra frumvörp til stjórnarskipunarlaga að nýjum ákvæðum í stjórnarskrá um þrjú tiltekin efni. Þau fjalla um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis- og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu hluta kjósenda. Meira »

15% geti knúið fram þjóðaratkvæði

7.7.2016 Stjórnarskrárnefnd leggur til að 15% kosningabærra manna geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. Nefndin hefur afhent forsætisráðherra frumvörp til stjórnskipunarlaga um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis- og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu hluta kjósenda. Meira »

Auðlindaákvæðin yfirborðskennd

15.3.2016 Landeigendur telja íþyngjandi ákvæði um almannarétt innan eignarlanda í frumvarpi að stjórnskipunarlögum grafa undan þeirri vernd sem eignarrétturinn hafi notið í stjórnarskrá Íslands allt frá upphafi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landssamtökum landeigenda á Íslandi þar sem fjallað er um tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Meira »

Nefndin fái ráðrúm til að ljúka vinnu

13.3.2016 Sorglegt væri ef enn eitt kjörtímabilið liði hjá án þess að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá að mati Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG. Bæði Píratar og Samfylkingin hafa orðað efasemdir um tillögur stjórnarskrárnefndar en Katrín segir mikilvægt að hún fái ráðrúm til að ljúka vinnu sinni. Meira »

Píratar gegn þinglegri meðferð tillagna

11.3.2016 Píratar hafa hafnað tillögum stjórnarskrárnefndar í rafrænum kosningum og munu því ekki styðja þinglega meðferð þeirra. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Gætu leitað til forsetans áfram

25.2.2016 Ólíkar skoðanir voru uppi um framtíð málskotsréttar forseta ef ákvæði um rétt almennings til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu fer inn í stjórnarskrá á málþingi um tillögur stjórnarskrárnefndar í Háskóla Íslands í gær. Þjóðin gæti frekar leitað til forsetans en að virkja nýtt stjórnarskrárákvæði. Meira »

Falleinkunn stjórnarskrárnefndar

24.2.2016 Stjórnarskrárnefnd fær falleinkunn frá Skúla Magnússyni, fyrrverandi nefndarmanni, vegna þess að henni mistókst að leggja fram tillögu um framsal ríkisvalds í þágu alþjóðasamninga. Segist hann vonast til að endurupptökupróf verði til að nefndin geti hysjað upp um sig buxurnar. Meira »

Gæti losað um stíflu

24.2.2016 Tækifæri er til staðar að leiða mikilvægar og umdeildar breytingar á stjórnarskrá til lykta eftir áralangar þrætur. Páll Þórhallsson, formaður stjórnarskrárnefndar, segist telja að þó að umfang breytinganna sé minna en áður var lagt upp með þá geti þær losna um ákveðna stíflu í menningu okkar. Meira »

Valdið hjá kjósendum

22.2.2016 Eðlilegra er að valdið til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi sé í höndum almennra kjósenda, en eingöngu í höndum forseta Íslands. Þetta er mat Ragnhildar Helgadóttur, forseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík. Meira »

Tillögur stjórnarskrárnefndar í heild

19.2.2016 Stjórnarskrárnefnd birti í dag drög að þremur frumvörpum til stjórnarskipunarlaga á vefnum stjornarskra.is. Eru drögin sett fram í þremur frumvörpum. Fyrsta er um ákvæði um auðlindir náttúru Íslands, annað um umhverfi og náttúru og það þriðja um þjóðaratkvæðagreiðslu. Meira »

Tillögurnar birtar síðar í dag

19.2.2016 Fundað verður í stjórnarskrárnefnd síðar í dag samkvæmt heimildum mbl.is þar sem stefnt verður að því að ganga frá lausum endum varðandi tillögur nefndarinnar um þrjár stjórnarskrárbreytingar. Þær snúa að ákvæði um náttúruauðlindir í þjóðareign, umhverfismálum og því að 15% kosningabærra manna geti kallað eftir þjóðaratkvæði um lög frá Alþingi. Meira »

Hvernig verður stjórnarskránni breytt?

18.2.2016 Tillögur stjórnarskrárnefndar að þremur nýjum ákvæðum í stjórnarskrá lýðveldisins verða kynntar í lok vikunnar en þau snúa að náttúruauðlindum í þjóðareign, umhverfi og náttúru og að ákveðið hlutfall kosningabærra manna geti kallað eftir þjóðaratkvæði um lög frá Alþingi. Meira »

Þjóðaratkvæði ef 15% vilja það

17.2.2016 Tekist hefur samkomulag í stjórnarskrárnefnd um breytingar á stjórnarskránni hvað varðar þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindamál og umhverfismál. Stjórnarskrárnefndin var skipuð af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra árið 2013 en í henni sitja fulltrúar allra flokka á Alþingi. Meira »

Línurnar hafa skýrst

19.1.2016 Stjórnarskrárnefnd tókst ekki að ljúka störfum áður en þing kemur saman.   Meira »

Ekki hefur náðst sátt um álitamál

8.1.2016 Stjórnarskrárnefnd fundar í dag og aftur næsta mánudag. Kapp er lagt á að ná sameiginlegri niðurstöðu hinnar þverpólitísku nefndar um tillögur um stjórnarskrárbreytingar. Meira »

Stutt í stjórnarskrárfrumvarp

31.8.2015 Stjórnarskrárnefnd, sem skipuð var af forsætisráðherra í nóvember árið 2013, býr sig nú undir að skila skýrslu í formi frumvarps til Alþingis á næstu vikum. Þetta segir Páll Þórhallsson, formaður nefndarinnar, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Komast að gjörólíkri niðurstöðu

6.11.2014 Tveir fyrrverandi fulltrúar í stjórnlagaráði, sem var úthlutað því verkefni árið 2011 af þáverandi ríkisstjórn að semja drög að nýrri stjórnarskrá, hafa að undanförnu komist að gjörólíkri niðurstöðu um það hvers vegna vinna ráðsins hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Meira »

Stjórnmálamönnum haldið frá málinu

6.11.2014 Halda ætti stjórnmálamönnum í sem mestri fjarlægð þegar unnið er að nýjum stjórnarskrám. Þetta segir Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor og fyrrverandi fulltrúi í stjórnlagaráði, í grein sem birtist á dögunum á vefsíðu bresku rannsóknarstofnunarinnar Democratic Audit. Meira »

Stjórnlagaráðið gerði mistök

2.11.2014 Eiríkur Bergmann sagði í þættinum Sprengisandi í dag að stjórnlagaráð hefði gert mistök með því að hafa ekki samráð við Alþingi þegar það skrifaði drög að nýrri stjórnarskrá. Meira »

Hundrað erindi til stjórnarskrárnefndar

3.10.2014 Tæplega eitt hundrað erindi hafa borist stjórnarskrárnefnd vegna fyrstu áfangaskýrslu hennar sem kynnt var í sumar. Erindin eru nær undantekningalaust frá einstaklingum en nokkur félagasamtök eru inn á milli. Meira »

Í lagi með gildandi stjórnarskrá

13.9.2014 Sigurður Líndal lagaprófessor hefur beðist lausnar úr starfi sínu sem formaður stjórnarskrárnefndar.   Meira »

Kallað eftir viðbrögðum almennings

24.6.2014 Tækist að setja saman frumvarp til breytinga á stjórnarskránni varðandi möguleika almennings á að fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslur, framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamstarfs, um auðlindir og umhverfismál, væri það á meðal mestu breytinga sem gerðar hafa verið á henni til þessa. Meira »

„Kannski er fólki alveg sama?“

18.6.2014 „Við munum aldrei fá þessa nýju stjórnarskrá ef alltaf er kosið aftur og aftur það fólk sem vill hana ekki til að halda utan um stjórnartauma landsins. Kannski er fólki alveg sama þó að þjóðaratkvæðagreiðslan um nýja stjórnarskrá sé vanvirt.“ Meira »

Skipa nýja stjórnarskrárnefnd

9.7.2013 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun óska eftir tilnefningum allra þeirra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi í níu manna stjórnarskrárnefnd sem taka mun til starfa á næstu vikum. Meira »

Jóhanna sat hjá við tillögu Árna Páls

27.3.2013 Jóhanna Sigurðardóttir var ein 22 þingmanna sem sátu í kvöld hjá við atkvæðagreiðslu um þá leið sem Árni Páll Árnason, Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Steingrímsson lögðu til við breytinga á stjórnarskrá á næsta kjörtímabili. Meira »

Tillaga Árna Páls samþykkt

27.3.2013 Alþingi samþykkti í kvöld með 24 atkvæðum gegn 3 atkvæðum að tillaga Árna Páls Árnasonar, Katrínar Jakobsdóttur og Guðmundar Steingrímssonar varðandi tímabundnar breytingar á stjórnarskrá um hvernig breyta megi stjórnarskrá á næsta kjörtímabili gengi til 3. umræðu. 22 þingmenn greiddu ekki atkvæði. Meira »