Tyrkland

Tyrkneska líran féll um 5% í dag

17.8. Tyrkneska líran féll um 5% í dag í kjölfar þess að tyrkneskur dómstóll hafnaði beiðni bandaríska predikarans Andrew Brunson um að verða látinn laus, segir í frétt Reuters. Í gær hótuðu bandarísk yfirvöld að herða þvingunaraðgerðir gegn landinu sleppi tyrknesk yfirvöld Brunson úr haldi. Meira »

Segir Tyrki hafa mestu að tapa

15.8. Tyrkir eru einangraðir og hafa mestu að tapa í deilum sínum við Bandaríkin, segir dr. Marc Lanteigne, við Massey-háskóla í Auckland á Nýja-Sjálandi, í svari við fyrirspurn blaðamanns mbl.is. Hann segir hættu vera á að Tyrkland gæti endað eins og Venesúela haldist stefna deiluaðila óbreytt. Meira »

Áhyggjur af Tyrklandi valda óvissu

14.8. Markaðir í Asíu lokuðu með misjöfnu gengi í dag eftir nokkra lækkun vegna þeirrar efnahagslegu óvissu sem orðið hefur í Tyrklandi. Nikkei-kauphöllin í Japan hækkaði mest eða 2,28% og japanska yenið lækkaði smávægilega á sama tíma eftir að hafa hækkað nokkuð í kjölfar fjármagnsflótta frá Tyrklandi. Meira »

Erdogan: Sniðgöngum bandarískar vörur

14.8. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir Tyrki munu sniðganga bandarískar rafvörur til að bregðast við refsiaðgerðum bandarískra stjórnvalda. Meira »

Segir að Tyrkir muni vinna þetta „stríð“

13.8. Aðgerðir til að reyna að rétta af efnahag Tyrklands hafa ekki gengið en tyrk­neska lír­an hélt áfram að lækka í morg­un. Lír­an hef­ur veikst mjög gagn­vart öðrum gjald­miðlum og deila Tyrklands gegn Bandaríkjunum virðist fara versnandi. Meira »

Tyrkneska líran hrynur í verði

10.8. Tyrkneska líran hefur hrunið um næstum 20% gagnvart Bandaríkjadal það sem af er degi, á meðan ljóst þykir að samband Tyrklands og Bandaríkjanna fer hratt stirðnandi. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir landið þó munu bera sigur úr býtum í því sem hann kýs að kalla efnahagsstríð. Meira »

Tengdasonur forsetans fjármálaráðherra

9.7. Recep Tayyip Er­dog­an Tyrk­lands­for­seti, sem hlaut endurkjör í embætti í lok síðasta mánaðar, skipaði í dag tengdason sinn í embætti fjármálaráðherra. Meira »

19.000 opinberum starfsmönnum sagt upp

8.7. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa sagt upp tæplega 19 þúsund opinberum starfsmönnum. Tilskipun þess efnis var birt í dag en stjórnvöld telja að starfsmennirnir tengist hópum eða samtökum sem ógna þjóðaröryggi. Meira »

Erdogan eiginlegur einræðisherra

25.6. Recep Tayyip Er­dog­an, sem hlaut endurkjör sem forseti Tyrklands í forseta- og þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær, er nú mun valdameiri en hann var áður. Erdogan boðaði óvænt til kosninganna í apríl til þess að tryggja hraða innleiðslu nýs stjórnarfars í landinu. Meira »

Erdogan lýsir yfir sigri

24.6. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur lýst yfir sigri í forsetakosningum landsins sem fram fóru í dag. Segir hann flokksbandalag sitt enn fremur hafa tryggt sér meirihluta á þinginu. Meira »

Erdogan fengið tæp 60% talinna atkvæða

24.6. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hefur forskot á mótframbjóðendur sína í tyrknesku forsetakosningunum nú þegar talin hafa verið 24% atkvæða. Samkvæmt nýjustu tölum hefur hann fengið tæplega 60% talinna atkvæða. Meira »

Kjósa þing og forseta í dag

24.6. Tyrkir hófu að streyma á kjörstaði í morgun en í dag fara fram bæði forseta- og þingkosningar í landinu. Útlit er fyrir að Recep Tayyip Erdogan haldi völdum en vinsældir hans hafa þó dalað vegna efnahagsþrenginga í landinu. Þá hefur nýju lífi verið blásið í stjórnarandstöðuna. Meira »

Áfram í haldi sakaður um hryðjuverk

7.5. Banda­rísk­ur prest­ur, sem hef­ur verið í haldi í tyrk­nesku fang­elsi í meira en eitt og hálft ár, ákærður fyrir hryðjuverk, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi varðhald. Meira »

Þrettán tyrkneskir blaðamenn sakfelldir

25.4. Dómstóll í Istanbúl sakfelldi í dag þrettán blaðamenn tyrk­neska stjórn­ar­and­stöðublaðsins Cum­huriyet fyrir að hafa aðstoðað bönnuð hryðjuverkasamtök í landinu. Þrír blaðamenn voru sýknaðir. Meira »

Erdogan boðar óvænt til kosninga

18.4. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur óvænt boðað til þing- og forsetakosninga í landinu 24. júní.  Meira »

Sakaður um hryðjuverk í Tyrklandi

16.4. Bandarískur prestur, sem hefur verið í haldi í tyrknesku fangelsi í meira en eitt og hálft ár, harðneitar sök í máli tengdu hryðjuverkum sem hann hefur verið ákærður fyrir. Réttarhöldin yfir honum hófust í morgun. Málið hefur aukið á spennu milli stjórnvalda í Tyrklandi og Bandaríkjunum. Meira »

Tyrkir stefna enn á aðild að ESB

26.3. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að Tyrkir stefni enn að því að verða hluti af Evrópusambandinu.  Meira »

Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda

22.3. Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að árásirnar fari fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóða og hvetur hann ríkisstjórn Íslands til að taka undir fordæminguna. Meira »

Hernaður Tyrkja „þjóðarhreinsun“

20.3. „Enn á ný verður Kúrdum fórnað fyrir sérhagsmuni voldugs ríkis og í þessu tilviki eru það Tyrkir,“ sagði Magnús Þorkell Bernharðsson sagnfræðiprófessor og sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda. Í samtali við mbl.is segir Magnús að hernað Tyrkja gagnvart Kúrdum megi kalla þjóðarhreinsun. Meira »

Pyntingar og dráp í skjóli neyðarlaga

20.3. Neyðarlög þau sem verið hafa í gildi í Tyrklandi um langan tíma hafa orðið til þess að alvarleg mannréttindabrot eru framin á hundruðum þúsunda manna. Fólk er drepið, pyntað og fangelsað án dóms og laga. Meira »

Hermenn dæmdir í ævilangt fangelsi

20.12. Fimmtán tyrkneskir hermenn voru í dag dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu að misheppnuðu valdaráni í landinu í júlí í fyrra. Fjöldi annarra hermanna hefur verið fangelsaður fyrir þátt sinn í valdaráninu. Meira »

Vilja hafa hendur í hári Fuller

1.12. Aðalsaksóknari í Tyrklandi hefur gefið út handtökuskipun á hendur Graham Fuller, fyrrverandi starfsmanni bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Saksóknarinn sakar Fuller um að hafa tengsl við Fethullah Gulen, múslimska klerkinn sem tyrkir saka um misheppnuðu valdaránstilraunina í Tyrklandi í fyrra. Meira »

43 sakfelldir fyrir tilræði gegn Erdogan

4.10.2017 Tyrkneskur dómstóll hefur fundið 43 hermenn seka um tilraun til að ráða Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta af dögum. Flestir voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu sína að valdaránstilrauninni í júlí í fyrra. Meira »

Segir Tyrkland ekki þurfa á ESB að halda

1.10.2017 Tyrkland hefur ekki lengur neina þörf fyrir að ganga í Evrópusambandið, en Tyrkir munu þó ekki einhliða ákveða að slíta aðildarviðræðum. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti við tyrkneska þingið í dag. Meira »

„Í burtu með þig hryðjuverkamaður“

22.9.2017 Slagsmál brutust út á hóteli í New York eftir að mótmælendur létu í sér heyra þegar Erdogan Tyrklandsforseti flutti þar ræðu fyrir stuðningsmenn sína á tyrknesku. „Þú ert hryðjuverkamaður, farðu burtu úr landinu mínu,“ hrópaði einn mótmælendanna áður en hann var kýldur og dreginn í burtu. Meira »

Segir Tyrki fjarlægjast Evrópu hratt

29.8.2017 Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að það sé við Tyrki að sakast að viðræður þjóðarinnar um að ganga í ESB hafi ekki borið árangur. Meira »

900 reknir til viðbótar í Tyrklandi

25.8.2017 Í nýjustu hrinu uppsagna í kjölfar misheppnaðs valdaráns í Tyrklandi á síðasta ári hefur yfir 900 opinberum embættismönnum verið sagt upp. Meira »

Fyrrverandi landsliðsmarkvörður í varðhaldi

22.8.2017 Tyrknesk yfirvöld hafa fært fyrrverandi markvörðinn Omer Catkic í varðhald. Catkic, sem lék meðal annars með Bursaspor í efstu deild tyrknesku knattspyrnunnar, er sakaður um að tilheyra hópi sem stóð á bak við misheppnað valdarán gegn Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í fyrra. Meira »

Vilja aðstoð Þjóðverja vegna Oksuz

16.8.2017 Tyrkir hafa beðið þýsk yfirvöld um að hefja formlega rannsókn á því hvort Adil Oksuz, sem grunaður um að hafa tekið þátt í valdaránstilrauninni í Tyrklandi árið 2016, dvelji í Þýskalandi. Meira »

„Við viljum dauðarefsingu!“

1.8.2017 Réttarhöld eru hafin yfir tæplega 500 manns, sem handteknir voru í kjölfar valdaránstilraunarinnar í Tyrklandi í fyrra, grunaðir um að hafa komið að skipulagningu hins misheppnaða valdaráns. Meira »