Tyrkland

Hermenn dæmdir í ævilangt fangelsi

20.12. Fimmtán tyrkneskir hermenn voru í dag dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu að misheppnuðu valdaráni í landinu í júlí í fyrra. Fjöldi annarra hermanna hefur verið fangelsaður fyrir þátt sinn í valdaráninu. Meira »

43 sakfelldir fyrir tilræði gegn Erdogan

4.10. Tyrkneskur dómstóll hefur fundið 43 hermenn seka um tilraun til að ráða Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta af dögum. Flestir voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir aðkomu sína að valdaránstilrauninni í júlí í fyrra. Meira »

„Í burtu með þig hryðjuverkamaður“

22.9. Slagsmál brutust út á hóteli í New York eftir að mótmælendur létu í sér heyra þegar Erdogan Tyrklandsforseti flutti þar ræðu fyrir stuðningsmenn sína á tyrknesku. „Þú ert hryðjuverkamaður, farðu burtu úr landinu mínu,“ hrópaði einn mótmælendanna áður en hann var kýldur og dreginn í burtu. Meira »

900 reknir til viðbótar í Tyrklandi

25.8. Í nýjustu hrinu uppsagna í kjölfar misheppnaðs valdaráns í Tyrklandi á síðasta ári hefur yfir 900 opinberum embættismönnum verið sagt upp. Meira »

Vilja aðstoð Þjóðverja vegna Oksuz

16.8. Tyrkir hafa beðið þýsk yfirvöld um að hefja formlega rannsókn á því hvort Adil Oksuz, sem grunaður um að hafa tekið þátt í valdaránstilrauninni í Tyrklandi árið 2016, dvelji í Þýskalandi. Meira »

Handteknir fyrir hetjuboli

29.7. Rúmlega 20 manns hafa verið handteknir af öryggissveitum í Tyrklandi fyrir að klæðast stuttermabol með áletruninni HERO, eða Hetja, í hástöfum. Upplausnarástand skapaðist í dómsal er uppgjafahermaðurinn Gochan Guclu mætti fyrir fyrir réttinn í hetjubolnum og hófu yfirvöld rannsókn í kjölfarið. Meira »

17 blaðamenn gætu fengið 43 ára fangelsisdóm

24.7. 17 blaðamenn og starfsmenn tyrkneska stjórn­ar­and­stöðublaðsins Cumhuriyet eru ákærðir fyrir tengsl við hryðjuverkasamtök. Réttað er í máli þeirra í dag og ef þeir verða fundnir sekir geta þeir átt yfir höfði sér allt að 43 ára fangelsisvist. Meira »

Myrtar fyrir að standa á sínu

16.7. Pinar Unluer var skotin til bana fyrir utan skóla sex ára sonar síns í borginni Izmir. Banamaður hennar hafði skömmu áður beðið hana um að giftast sér en verið hafnað. Hin 29 ára Unluer var meðal 210 tyrkneskra kvenna sem voru myrtar árið 2012, eða neyddar til að svipta sig lífi. Meira »

Valdaránstilraunin sem breytti landinu

10.7. Þann 15. júlí verður liðið eitt ár frá valdaránstilrauninni misheppnuðu í Tyrklandi. Reynt var að steypa forseta landsins, Recep Tayyip Erdogan, af stóli en þrátt fyrir að hafa mislukkast hefur tilraunin haft víðtæk áhrif á samfélag og stjórnmál landsins. Meira »

Tugþúsundir mótmæla Erdogan

9.7. Tugþúsundir söfnuðust saman í borginni Istanbúl í Tyrklandi til að mótmæla ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Þetta var lokahnykkur á svokallaðri réttlætisgöngu sem hófst í mars, en gengnir voru 450 km til borgarinnar. Meira »

Vekja athygli á bágri stöðu mannréttindamála í Tyrklandi

29.5. Í desember sl. sátu um tíu þingmenn HDP-flokks Kúrda í Tyrklandi í varðhaldi, 64 kjörnir borgarstjórar og aðstoðarborgarstjórar kúrdneskra borga, og 2.488 flokksmenn HDP. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þriðju skýrslu Imrali sendinefndar European Union Turkey Civic Commission en sendinefndin heimsótti Tyrkland 13.-19. febrúar sl. Meira »

Hafa handtekið 20 starfsmenn dagblaðsins Cumhuriyet

12.5. Tyrknesk yfirvöld hafa handtekið ritstjóra vefútgáfu stjórnarandstöðublaðsins Cumhuriyet en 19 starfsmenn blaðsins hafa verið handteknir og ákærðir í aðgerðum yfirvalda í kjölfar valdaránstilraunarinnar í landinu í júlí í fyrra. Meira »

Mættu táragasi og gúmmíkúlum

1.5. Lögregla í Tyrklandi skaut táragasi og gúmmíkúlum að mótmælendum sem gerðu tilraun til að safnast saman á Taksim-torgi í Istanbul, til að fagna 1. maí. Mótmælendurnir voru um 200 talsins og báru borða með slagorðum gegn forsetanum Recep Tayyip Erdogan. Meira »

1000 stuðningsmenn Gulens handteknir

26.4. Yfir eitt þúsund manns hafa verið handteknir í Tyrklandi í nýrri herferð yfirvalda í landinu gegn stuðningsmönnum útlagaklerksins Fethullah Gulen. Þetta hefur tyrkneska Anadolu-fréttastofan eftir innanríkisráðherra Tyrklands, Suleyman Soylu. Meira »

Segist ekki verða einræðisherra

18.4. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að áform hans um breytingar á stjórnskipan landsins þýði ekki að hann verði einræðisherra. Meira »

Vilja hafa hendur í hári Fuller

1.12. Aðalsaksóknari í Tyrklandi hefur gefið út handtökuskipun á hendur Graham Fuller, fyrrverandi starfsmanni bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Saksóknarinn sakar Fuller um að hafa tengsl við Fethullah Gulen, múslimska klerkinn sem tyrkir saka um misheppnuðu valdaránstilraunina í Tyrklandi í fyrra. Meira »

Segir Tyrkland ekki þurfa á ESB að halda

1.10. Tyrkland hefur ekki lengur neina þörf fyrir að ganga í Evrópusambandið, en Tyrkir munu þó ekki einhliða ákveða að slíta aðildarviðræðum. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti við tyrkneska þingið í dag. Meira »

Segir Tyrki fjarlægjast Evrópu hratt

29.8. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að það sé við Tyrki að sakast að viðræður þjóðarinnar um að ganga í ESB hafi ekki borið árangur. Meira »

Fyrrverandi landsliðsmarkvörður í varðhaldi

22.8. Tyrknesk yfirvöld hafa fært fyrrverandi markvörðinn Omer Catkic í varðhald. Catkic, sem lék meðal annars með Bursaspor í efstu deild tyrknesku knattspyrnunnar, er sakaður um að tilheyra hópi sem stóð á bak við misheppnað valdarán gegn Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í fyrra. Meira »

„Við viljum dauðarefsingu!“

1.8. Réttarhöld eru hafin yfir tæplega 500 manns, sem handteknir voru í kjölfar valdaránstilraunarinnar í Tyrklandi í fyrra, grunaðir um að hafa komið að skipulagningu hins misheppnaða valdaráns. Meira »

Sjö starfsmönnum Chumhuriyet sleppt

29.7. Sjö starfsmönnum stjórnarandstöðublaðsins Chumhuriyet hefur verið sleppt úr haldi eftir átta mánaða fangelsisdvöl. Dómstóll í Istanbul úrskurðaði um lausn fólksins í gær en þekktustu blaðamenn blaðsins sitja enn bakvið lás og slá. Meira »

Skiptið ykkur ekki af málefnum Tyrklands

23.7. Stjórnvöld í Þýskalandi hafa engan rétt á að skipta sér af innanríkismálum Tyrklands. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti lét þessi orð falla í dag. Samskipti ríkjanna tveggja fara nú sífellt versnandi, ekki hvað síst vegna þess að þýsk yfirvöld hafa handtekið mikinn fjölda fólks undanfarið, m.a. nokkra þýska ríkisborgara. Meira »

Vill „afhöfða svikarana“

15.7. „Fyrst og fremst munum við afhöfða svikarana,“ sagði Recep Tayyip Erdoga, forseti Tyrklands, í ræðu sem hann hélt í Istanbúl í tilefni þess að ár er liðið frá valdaránstilraun í landinu þar sem reynt var að steypa honum af stóli. Meira »

Austurríki bannar ráðherra Tyrklands

10.7. Nihat Zeybekci, efnahagsráðherra Tyrklands, hefur verið meinaður aðgangur að Austurríki þar sem hann hugðist taka þátt í fjöldafundi sem haldinn verður vegna þess að eitt ár er síðan misheppnaða valdaránstilraunin átti sér stað í Tyrklandi. Meira »

Erdogan kemur Katar til varnar

6.6. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur komið Katar til varnar og segist munu styrkja tengsl landanna tveggja í kjölfar þeirra efnahagsþvingana sem Sádi-Arabía og fleiri lönd hafa ákveðið að beita Persaflóaríkið. Meira »

Hárígræðsluhöfuðborgin Istanbúl

14.5. Á meðan Jameel frá Pakistan dvelur í Istanbúl ætlar hann að heimsækja Bláu moskuna og Bosporussund, líkt og margir aðrir ferðamenn. Hann ætlar hins vegar að gera eitt sem er öllu óhefðbundnara; hann ætlar að láta græða í sig 1.500 hár, eitt í einu. Meira »

Vill að Bandaríkjamenn hætti við

10.5. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur kallað eftir því að stjórnvöld í Bandaríkjunum falli án tafar frá ákvörðun sinni um að vopna bardagasveitir Kúrda í Sýrlandi. Stjórnvöld í Ankara flokka sveitirnar sem hryðjuverkahópa. Meira »

Erdogan lokaði á Wikipedia

29.4. Stjórnvöld í Tyrklandi lokuðu á aðgang að alfræðiorðabókinni Wikipedia á netinu í dag. Ekki hafa verið gefnar skýringar á athæfinu að sögn mannréttindasamtaka sem tilkynntu málið. Meira »

Leggur fram kæru vegna tilræðisummæla

24.4. Lögmaður Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta hefur lagt fram kæru vegna ummæla fransks sérfræðings, sem hann segir hafa hvatt til tilræðis gegn forsetanum. Meira »

Pútín óskaði Erdogan til hamingju

18.4. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur óskað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, til hamingju með að hafa borið sigur úr býtum í þjóðaratkvæðagreiðslu um aukin völd hans. Meira »