Vopnaburður lögreglunnar

Stöðutákn að vera vopnaður

13.1.2016 Síðasta áratug hafa afbrotahópar hérlendis vopnast, en á árunum 2010 til nóvember 2015 voru 100 skotvopn tilkynnt stolin og lögreglan lagði hald á alls 784 skotvopn. Lögreglan hefur orðið þess áskynja að afbrotamenn líti á það sem stöðutákn að vera vopnaðir. Meira »

Skammbyssur í sex lögreglubílum

4.12.2015 Þegar eru í dag geymdar skammbyssur í sex lögreglubifreiðum á höfuðborgarsvæðinu og í nokkrum bifreiðum á landsbyggðinni. Heildarfjöldi lögreglubifreiða á höfuðborgarsvæðinu hleypur hins vegar á tugum. Meira »

Spyrja um byssur í lögreglubílum

2.12.2015 „Hverjar þurfa aðstæður að vera til að uppfyllt séu skilyrði um að lögreglu sé heimilt að grípa til skotvopna sem ákveðið hefur verið að verði tiltæk í lögreglubifreiðum?“ spyr Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, í skriflegri fyrirspurn til Ólafar Nordal innanríkisráðherra. Meira »

Eltist við ráðherra á Facebook

27.11.2015 Ekki er bjóðandi að Fréttablaðið upplýsi þjóðina um breytingar á vopnaburði lögreglu með brotakenndum hætti og að yfirlögregluþjónn tjái sig meira um málið þar en innanríkisráðherra á Alþingi. Meira »

Ekki vopnuð við dagleg störf

26.11.2015 Um nokkurra ára skeið hafa skammbyssur verið í hluta lögreglubíla landsins. Eru vopn þessi geymd í læstum vopnakössum og þurfa lögreglumenn sérstaka heimild til þess að nálgast þau. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að því að koma sama búnaði fyrir í nokkrum af bifreiðum embættisins. Meira »

Töldu að leyfis hefði verið aflað

27.6.2015 Icelandair hefur sent Samgöngustofu tilkynningu um að vél fyrirtækisins hafi flutt hríðskotabyssur fyrir Landhelgisgæsluna til Noregs. Ekki var aflað leyfis fyrir sendingunni eins og lög gera ráð fyrir. Landhelgisgæslan segist ekki hafa haft ástæðu til að ætla annað en að leyfa hafi verið aflað. Meira »

Byssurnar farnar úr landi

24.6.2015 Landhelgisgæslan hefur sent hríðskotabyssurnar sem fengust sendar í fyrravor til baka til Noregs. Þær hafa verið í sérstakri geymslu Landhelgisgæslunnar hér á landi í rúmlega ár, en í síðustu viku var áformað að senda þær út. Fóru þær út í morgun með farþegaflugvél Icelandair til Óslóar. Meira »

Byssurnar enn á landinu

22.6.2015 Tæknilegt vandamál kom upp við flutning MP5 byssa Landhelgisgæslunnar sem senda átti til Noregs fyrir helgi. Reynt verður að koma vopnunum úr landi eins fljótt og unnt er að sögn Ásgríms L. Ásgrímssonar, starfandi upplýsingafulltrúa Gæslunnar. Meira »

Lögreglan á 590 skotvopn

16.2.2015 Lögreglan á Íslandi hefur yfir að ráða 590 skotvopnum. Þetta eru fleiri vopn en tilgreind voru í skýrslu um stöðu lögreglunnar frá 2012 og helgast af því að þá voru ekki gefin upp vopn sem tekin hafa verið úr notkun. Hægt er að taka þau flest í notkun á ný og hluti þeirra er notaður við þjálfun. Meira »

Hvenær má lögreglan nota skotvopn?

9.2.2015 Lögreglan hefur heimild til að nota skotvopn ef verja þarf virkjanir, stjórnarstofnanir, sendiráð og aðrar stofnanir sem þykja þjóðfélagslega mikilvægar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í reglum um valdbeitingu lögreglunnar sem innanríkisráðuneytið birti í dag. Meira »

79 ára fallbyssur enn í notkun

28.1.2015 Skráð vopn hjá Landhelgisgæslunni eru samtals 212 stykki en af þeim eru 120 stykki ekki lengur í notkun. Á meðal þeirra síðarnefndu eru 12 fallbyssur sem eru orðnar rúmlega aldargamlar. Þær elstu eru fimm talsins frá árinu 1892 og voru gjöf frá Dönum. Meira »

Vinnureglur lögreglu verði aðgengilegar

26.1.2015 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hóf sérstaka umræðu um vopnaburð og valdbeitingarheimildir lögreglu nú eftir hádegi og gagnrýndi hann að vinnureglur lögreglu, settar af ráðherra, væru ekki aðgengilegar. Meira »

Vélbyssurnar eru enn í landinu

12.1.2015 „Það er enn beðið eftir hentugu tækifæri til þess að flytja þær aftur til Noregs,“ segir Hafnhildur Brynja stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is spurð hver staðan sé með 250 MP5 vélbyssur sem Gæslan fékk frá norska hernum fyrir um ári. Meira »

Óskráðir árásarrifflar hér á landi

9.1.2015 Ítrekað hafa lögregluyfirvöld á Íslandi fengið upplýsingar um að hingað til lands hafi borist vélbyssur með rússneskum togurum, meðal annars AK47 árásarrifflar. Það er sama tegund og notuð var í hryðjuverkaárásinni í París á miðvikudag. Meira »

Hryðjuverkavarnir takmarkaðar hér

27.11.2014 Sökum skorts á rannsóknarheimildum og takmarkaðs mannafla eru möguleikar lögreglunnar á Íslandi til þess að fyrirbyggja hryðjuverk ekki þeir sömu og annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í mati ríkislögreglustjóra á skipulagðri glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum frá því í fyrra. Meira »

Vildu upplýsingar um tollafgreiðslu á byssum

27.11.2014 Fulltrúar tollstjóra sátu fund allsherjar- og menntamálanefndar í morgun en þar var byssueign lögreglu til umræðu. Að sögn Unnar Brár Konráðsdóttur, formanns nefndarinnar, óskaði nefndin eftir upplýsingum um tollafgreiðslu á vélum líkt og vopnunum sem voru flutt voru hingað til lands. Meira »

Geta ekki litið hjá ógninni

26.11.2014 Lögreglan á Íslandi getur ekki leyft sér að horfa fram hjá vaxandi hættu af hryðjuverkum í Evrópu, meðal annars vegna Íslamska ríkisins. Það er meðal annars ástæðan fyrir því að lögreglan vinnur að greinargerð um aukna þörf hennar fyrir vopn og búnað, að sögn Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns. Meira »

Lögreglan vill fá ný vopn

26.11.2014 Embætti ríkislögreglustjóra ætlar að óska eftir að fá að kaupa ný vopn þar sem að þörf lögreglunnar fyrir þau hafi aukist. Þetta kemur fram í svari embættisins við fyrirspurn fréttastofu Ríkisútvarpsins. Embættið undirbýr nú greinargerð til innanríkisráðherra. Meira »

Vopnum verður skilað

21.11.2014 Eftir viðræður Landhelgisgæslunnar við norska herinn í gær og í dag liggur nú fyrir ákvörðun um að vopnunum, sem bárust fyrr á þessu ári, verður skilað til Norðmanna. Meira »

Leita enn lausna um byssurnar

19.11.2014 Hríðskotabyssurnar umdeildu sem Landhelgigæslunni bárust frá Norðmönnum liggja enn óhreyfðar á Keflavíkurflugvelli. Að sögn upplýsingafulltrúa Gæslunnar er enn reynt að finna lausn á málinu og standa viðræður við norska ráðamenn yfir. Meira »

Byssurnar enn í biðstöðu

13.11.2014 Vopn sem bárust Landhelgisgæslunni frá Norðmönnum í febrúar sl. liggja enn innsigluð í vopnageymslu Gæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Tollstjóri innsiglaði vopnin í lok október á þeirri forsendu að ekki væri búið að greiða af þeim tilskilin gjöld og tolla. Meira »

Tuttugu sviptir skotvopnaleyfi í fyrra

9.11.2014 Ekki er sjálfgefið að þeir sem dæmdir eru fyrir ofbeldisbrot missi skotvopnaleyfi sitt. Ein aðalástæða þess að menn eru sviptir skotvopnaleyfi er hins vegar sú að leyfishafar eru margsinnis skráðir í málaskrá lögreglunnar. Í fyrra voru tuttugu einstaklingar sviptir skotvopnaleyfi. Meira »

Fimm eiga meira en 100 skotvopn

7.11.2014 Fimm einstaklingar og sjö lögaðilar hér á landi eiga meira en eitt hundrað skotvopn. Alls eru skráð 72.640 skotvopn á Íslandi, þar með talin skiptihlaup, og er þá um að ræða skotvopn í vörslum einstaklinga og lögaðila. Sá sem á þau flest hefur yfir að ráða 214 skotvopnum. Meira »

Sextán vélbyssur í eigu einstaklinga

6.11.2014 Rúmlega þrettán þúsund hálfsjálfvirk vopn eru skráð á einstaklinga hér á landi og 34 sjálfvirk vopn. Ekki eru skráðar upplýsingar um skotfæri nema um útgefin innflutningsleyfi. Því er ekkert vitað um notkun skotfæra né birgðastöðu þeirra á landinu. Meira »

Vill lista yfir öll vopn

3.11.2014 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lagt fyrir dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra fyrirspurn um skotvopnaeign lögreglunnar og Landhelgisgæslu Íslands. Katrín vill fá heildarlista yfir skotvopnin og hver leggi mat á vopnaþörf. Meira »

Tollverðir skoðuðu skotvopnin

3.11.2014 Landhelgisgæslan hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um tollafgreiðslu skotvopna frá Noregi. Segir Gæslan að engin leynd hafi hvílt yfir innflutningnum og að tollverðir hafi tollskoðað flugvélina sem flutti skotvopnin til landsins. Meira »

260 kílómetrar í næsta sérsveitarmann

1.11.2014 „Það eru ekki allir í 101 þar sem sérsveitin er í 10 mínútna fjarlægð,“ segir lögreglumaður á Húsavík. Lögreglan á Þórshöfn þurfti að grípa til vopna þegar maður gekk um bæinn vopnaður haglabyssu. Sérsveitin þurfti að keyra 260 kílómetra við vondar aðstæður til að koma á staðinn. Meira »

Hinkraðu bara eftir sérsveitinni

30.10.2014 Brynjar Ólafsson telur umræðu um vopnaburð lögreglu á villigötum enda sé ótækt að segja fórnarlömbum skotárása að doka við meðan lögreglubíll í næstu götu sækir vopn á lögreglustöðina. Meira »

Tollurinn innsiglar hríðskotavopn

30.10.2014 Tollayfirvöld hafa innsiglað vopnageymslu Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, en þar eru geymd hríðskotavopn sem bárust frá Noregi. Samkvæmt heimildum mbl.is er það gert á þeirri forsendu að ekki sé búið að greiða af þeim tilskilin gjöld og tolla. Meira »

„Við viljum koma heilir heim“

29.10.2014 Lögreglumaður á landsbyggðinni segir umræðu um vopnabúnað lögreglu helgast af vanþekkingu. Hann hafi á undanförnum átta til tíu árum farið í fimm útköll þar sem lögreglumenn voru vopnaðir. Engum skotum hafi verið hleypt af en eðli málanna samkvæmt þótti þeim nauðsynlegt að vera við öllu búnir. Meira »