Arfberar greiða fyrir þróun manna

Þeir sem bera stökkbreytinguna eru allir í mikilli hættu, sagði …
Þeir sem bera stökkbreytinguna eru allir í mikilli hættu, sagði Kári. mbl.is/​Hari

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var einn af þeim sem héldu erindi á opnu húsi Brakkasamtakanna í gær.

Þar sagði hann meðal annars að stökkbreyting í BRCA-geni, sem eykur til muna líkurnar á krabbameini, væri það gjald sem nokkrir einstaklingar þyrftu að greiða fyrir þróun mannkynsins enda stökkbreytingar forsenda þess að maðurinn geti haldið áfram að þróast.

„Þið sem berið þessa stökkbreytingu eruð svo sannarlega að borga prís fyrir okkur hin svo okkur hinum ber skylda til þess að hlúa að ykkur, takast á við þessa stökkbreytingu og sjá til þess að sá prís sem þið borgið fyrir hana sé eins lítill og mögulegt er.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert