Fáránlega góð föstudagssteik

Þessi réttur er ómótstæðilega bragðgóður.
Þessi réttur er ómótstæðilega bragðgóður. mbl.is/Ethan Calabrese

Það kannast eflaust margir við það að finnast þeir alltaf vera með það sama í matinn. Hver vikan á eftir annari er eins og sífelld endurtekning. Við þráum að prófa nýjar uppskriftir sem taka þó ekki allan heimsins tíma og gefa manni nýtt bragð í bankann. Hér er stórgóður réttur sem verður að prófast með brokkolí og ljúffengri flankasteik.

Fáránlega góð föstudagssteik

 • ½ bolli kjúklingasoð
 • ⅓ bolli sojasósa
 • ¼ bolli púðursykur
 • 2 hvítlauksrif, smátt skorin
 • Safi úr einni lime
 • 500 g flanksteik
 • 1 msk. sesamolía
 • 1 brokkolíhaus
 • Sjávarsalt
 • Pipar
 • Sesamfræ
 • Hrísgrjón

Aðferð:

 1. Blandið saman í skál kjúklingasoði, sojasósu, púðursykri, hvítlauk og safa úr lime.
 2. Hitið stóra pönnu. Nuddið kjötinu upp úr olíu og setjið á pönnuna í 3 mínútur á hvorri hlið. Takið þá af pönnunni og skerið í sneiðar.
 3. Setjið blönduna úr skálinni út á pönnuna og lækkið aðeins undir hitanum. Bætið brokkolí út á pönnuna og því næst kjötinu – leyfið að malla í sósunni. Saltið og piprið. Leyfið réttinum að eldast á pönnunni í 8-10 mínútur eða þar til brokkolíið og kjötið er tilbúið.
 4. Stráið sesamfræjum yfir og berið fram með hrísgrjónum.
mbl.is
Loka