Fiskrétturinn frá Kvenfélagi Reyðarfjarðar

Fiskrétturinn góði.
Fiskrétturinn góði.

Þeir Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eru með skemmtilegri veislustjórum sem hægt er að ráða til sín, þá ekki síst á kvenfélagsfundi þar sem þeir bókstaflega fara á kostum.

Albert er duglegur að deila uppskriftum að réttum sem boðið er upp á á slíkum samkomum og hér er ein sem hann var sérstaklega ánægður með.

Að sögn Alberts getur rétturinn staðið einn sem aðalréttur en sú sem heiðurinn á að réttinum er Marlín sem rekur gistihúsið Hjá Marlín á Reyðarfirði.

Matarbloggið hans Alberts er hægt að nálgast HÉR.

Mjög góður fiskréttur í formi

  • 200-300 g soðinn eða steiktur fiskur án roðs og beina
  • 1 dl rjómi
  • 1 sítróna
  • 100 g hreinsaðar rækjur
  • 100 g smjör
  • 1 smálaukur
  • 1-2 hvítlauksgeirar
  • 1 steinseljuknippi
  • 2 sneiðar franskbrauð
  • salt, pipar, sitrónupipar

Aðferð:

  1. Látið fiskinn (eða surimi) og rækjur í eldfast mót.
  2. Setjið léttþeyttan rjóma bragðbættan með sítrónusafa, salt, pipar og sítrónupípar ofan á.
  3. Hrærið rifinn eða fínsaxaðan lauk, marinn hvítlauk, finskorna steinselju og mulið skorpulaust brauð út í mjúkt smjör.
  4. Dreifið því yfir rækjurnar.
  5. Setjið í ofn og hitið í gegn á 225°C (10-15 mín.)
Albert og eiginmaður hans, Bergþór Pálsson, ásamt Kvenfélagi Reyðarfjarðar.
Albert og eiginmaður hans, Bergþór Pálsson, ásamt Kvenfélagi Reyðarfjarðar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert