IKEA kemur á óvart með djörfu litavali

IKEA kastar sér út í liti og ögrandi munstur.
IKEA kastar sér út í liti og ögrandi munstur. mbl.is/Joe Lingeman

Þegar við hugsum um skandinavíska hönnun er allt frekar látlaust með hreinum línum. Hér er IKEA-risinn þó að koma verulega á óvart með djörfu litavali og munstrum.

Það er eflaust þörf á ögrandi litum í öðrum mánuði ársins – til að bæta upp skammdegisþunglyndið sem hefur herjað á landann síðustu mánuði. Og þá er IKEA alveg með puttann á púlsinum hvað það varðar. Við erum að sjá eldhússtóla, bakka og glös í litasamsetningum og munstrum sem okkur óraði ekki fyrir.

Rauð gluggatjöld sjást ekki oft í heimahúsum. Það er þó …
Rauð gluggatjöld sjást ekki oft í heimahúsum. Það er þó mun ódýrara að smella slíkum upp en að kaupa heilan sófa í rauðum lit ef þú vilt breyta til. mbl.is/Ikea
Smart eldhússtólar í grænum lit. Koma einnig í svörtu og …
Smart eldhússtólar í grænum lit. Koma einnig í svörtu og viðarlit fyrir þá sem vilja halda sig í þeirri litapallettu. mbl.is/Ikea
Við erum að sjá munstraða bakka og glös í fánalitunum.
Við erum að sjá munstraða bakka og glös í fánalitunum. mbl.is/Ikea
Blómleg baðmotta er hluti af nýrri vörulínu IKEA.
Blómleg baðmotta er hluti af nýrri vörulínu IKEA. mbl.is/Ikea
Litríkar gólfmottur í ýmsum stærðum.
Litríkar gólfmottur í ýmsum stærðum. mbl.is/Ikea
Þetta ljós er eins og sólin sjálf - eða svo …
Þetta ljós er eins og sólin sjálf - eða svo gott sem. mbl.is/Ikea
mbl.is