Kornflex kjúklingur sem krakkarnir elska

mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir

Ég er vandræðalega spennt fyir þessari uppskrift enda hljómar hún eins og eitthvað sem krakkarnir mínir munu elska. Þessi uppskrift verður prófuð á mínu heimili við fyrsta tækifæri enda elska börnin mín bæði kjúkling og Kornflex.

Uppskriftin kemur úr smiðju Berglindar Guðmunds á GRGS og eins og við vitum öll er hún flinkari en flestir að elda góðan mat þannig að við ættum að vera í öruggum höndum þar.

Kornflex kjúklingur sem krakkarnir elska

  • 900 g kjúklingabringur, skornar í munnbita
  • 125 g hveiti
  • 140 g Kornflex, gróflega mulið
  • ½ tsk. salt
  • ½ tsk. svartur pipar
  • ½ tsk. hvítlauksduft
  • ¼ tsk. paprikukrydd
  • 2 stór egg
  • 60 ml mjólk
  • 1 flaska hunangs bbq sósa frá Stonewall kitchen

Aðferð:

  1. Setjið kjúklinginn í skál ásamt hveiti og blandið vel saman.
  2. Í aðra skál setjið þið Kornflex, salt og pipar, hvítlauksduft og paprikukrydd. Geymið.
  3. Látið egg og mjólk í aðra skál og þeytið saman.
  4. Dýfið kjúklingabitunum í eggjablönduna og látið renna af þeim og veltið þá upp úr Kornflexi.
  5. Setjið á bökunarplötu með smjörpappír. Setjið í 200°C heitan ofn og bakið í 15-20 mínútur.
  6. Þegar kjúklingurinn er fulleldaður takið úr ofni og setjið í skál. Hitið bbq sósuna og hellið yfir bitana. Magn að eigin smekk.
  7. Það er líka hægt að sleppa þessu stigi og hella sósunni í skál og bera hana fram með kjúklingnum.
mbl.is/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert