Ómótstæðileg bleikja með stökkum raspi

mbl.is/Linda Ben

Það er nákvæmlega ekkert meira viðeigandi í augnablikinu heldur en spriklandi fersk bleikja á grillið. Þessi uppskrift er með skemmtilegu tvisti sem nauðsynlegt er að prófa en hver elskar ekki bleikju með góðum raspi sem er stökkur og æðislegur eftir grillið.

Það er Linda Ben sem á þessa uppskrift en bleikjan er borin fram með steiktu zucchini, grænkáli og granateplakjörnum. Það má að sjálfsögðu hafa hvaða meðlæti sem er en þetta hljómar eins og algjör negla. 

Grilluð bleikja í bragðmiklu sítrónu raspi, uppskrift:

  • 6 bleikju flök, beinhreinsuð
  • 1 msk. hunang
  • 1 msk. dijon sinnep
  • 1 bolli muldir brauðteningar frá Fresh Gourmet
  • börkur af 1 sítrónu
  • 1 msk. capers

Aðferð:

  1. Kveikið á grillinu og setjið bleikjuflökin á álpappir.
  2. Blandið saman 1 msk hunangi og 1 msk dijon sinnepi og penslið því á bleikjuna.
  3. Myljið brauðteninga með því að setja þá í poka og berjið þá með buffhamari. Setjið sítrónubörkinn út í og dreifið blöndunni yfir fiskinn.
  4. Grillið þangað til fiskurinn er tilbúinn, en tíminn svolítið mismunandi eftir því hversu þykk flökin eru.
  5. Á meðan fiskurinn er á grillinu, steikið þá capersið með því að hita litla pönnu vel, setja olíu á pönnuna þannig að hún þekji botninn á pönnunni. Setjið 1 msk af capers á eldhúspappír og þurrkið það. Þegar olían er orðin heit þá setjiði capersið út á og steikið þangað til það poppast svolítið. Takið þá capersið upp úr olíunni og á eldhúspappír til að taka það mesta af olíunni. Setjið svo capersið á fiskinn.
mbl.is/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert