Þetta eru skítugustu staðirnir í eldhúsinu

Hversu skítugt er eldhúsið þitt eiginlega?
Hversu skítugt er eldhúsið þitt eiginlega? mbl.is/Colourbox

Það er auðvelt að loka augunum fyrir þessu umræðuefni – eða hvað? Við verðum að horfast í augu við skítugustu staðina í eldhúsinu og taka á þeim. 

Þrifsvampar, tuskur, viskastykki og svuntur
Þetta eru eitt af því sem geymir flest allar bakteríurnar í eldhúsinu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að yfir 75% allra svampa og viskastykkja innihalda e-coli-bakteríur. Þú skalt skipta um tusku og viskastykki að minnsta kosti annan hvern dag og mundu að þvo tuskur á suðu til að drepa allar óþarfa bakteríur. 

Vaskurinn
Þú telur þig vera með hreinan vask því þú ert alltaf að skola hann. En í raun geymir vaskurinn 100 þúsund fleiri bakteríur en baðherbergisvaskurinn út af öllum þeim mat sem fer í gegnum vaskinn daglega. Þrífið vaskinn reglulega og þá oftar en einu sinni í viku – fer að sjálfsögðu eftir notkun. 

Matardallar gæludýranna
Ef þú ert með gæludýr á heimilinu þá skaltu vera vel vakandi fyrir því að það þarf að þrífa þessa dalla líka, rétt eins og allt annað í eldhúsinu og þá helst daglega. 

Kaffikannan
Það er hér sem bakteríur og mygla una sér vel. Farið eftir leiðbeiningum kaffikönnunnar hversu oft og hvernig eigi að þrífa hana. Þú vilt ekki hafa kaffibollann þinn fullan af óþarfa sem þar á ekki heima. 

Kraninn í eldhúsinu
Það ætti ekki að koma neinum á óvart að handfangið á krananum í eldhúsinu sé skítugt og ber að þrífa daglega án allra undantekninga. 

Borðplatan
Hefurðu hugsað út í allt það sem þú leggur frá þér á borðið? Matvörur, innkaupapoka, töskuna þína og margt fleira. Þrífðu alltaf borðplötuna áður en þú byrjar að matreiða – því samkvæmt rannsóknum finnast e-coli-bakteríur á borðplötum í 30% tilfella þar sem ekki hefur verið þrifið. 

Ofnhnapparnir
Hversu oft þrífur þú hnappana sem þú snýrð til að hækka hitann á ofninum? Taktu þá með næst þegar þú rennur tuskunni yfir eldhúsið. 

Grænmetisskúffan
Frábær staður fyrir bakteríurnar að athafna sig. Þrífið skúffuna aðra hverja viku.

Hitakannan
Ef þú notast við rafmagnshitakönnu til að hita vatn í núðlurnar eða teið, þá skaltu muna eftir að þrífa hann reglulega. Settu vatn og edik til helminga og láttu suðuna koma upp. Heltu blöndunni úr og endurtaktu 2-3 sinnum með hreinu vatni á eftir.

Ruslafatan
Þetta segir sig næstum sjálft. Hér er ruslið geymt og það ber að þrífa. Hér getur þú notast við uppþvottalög og smá vatn. Skolið og þurrkið yfir áður en næsti poki er settur í tunnuna.

mbl.is/goodhousekeeping.com_Happycity21
mbl.is