Kvöldmaturinn sem klikkar aldrei

mbl.is/
Ást undirritaðrar á plokkfisk á sér lítil takmörk og ég held að ég eldi hann ábyggilega einu sinni í viku. Mörgum finnst frábært þegar karrý er bætt við og þar er ég sammála. Hér er ein skotheld uppskrift sem ætti að hitta í mark hjá öllum.
Svakalega góður karrýplokkfiskur

  • 600 g roð- og beinlaus ýsa eða þorskur
  • ca. 5 soðnar kartöflur
  • 1 laukur, smátt saxaður
  • 5 dl mjólk
  • 1/2 dl hveiti
  • 1 pakki TORO-karrýsósa
  • Salt og pipar
  • 50 g smjör
  • Rifinn ostur (má sleppa)
Aðferð:
Sjóðið fiskinn og kartöflurnar og skerið svo í bita. Laukurinn mýktur í smjörinu í pottinum. Mjólkinni og sósuduftinu bætt út í og hrært vel. Kryddið með salti og nýmöluðum pipar. Látið malla smá stund og svo er fiskinum og kartöflum bætt út í og öllu hrært saman. Ostur rifinn yfir og leyft að bráðna. Berið fram með rúgbrauði og smjöri.
mbl.is