Vinsælasti konfektmolinn orðinn að súkkulaðistykki

Vinsælasta konfektmolanum hjá Nóa Síríus, sjálfum núggat krispmolanum, hefur verið breytt í súkkulaðistykki fyrir jólin og verður fáanlegur í takmörkuðu upplagi.

Molinn var kosinn vinsælastur fyrir nokkrum árum og hafa vinsældir hans alltaf verið miklar þrátt fyrir að hann láti ekki mikið yfir sér í konfektkassanum. Að sögn Helgu Beck, markaðsstjóra Nóa Síríus breytist konfektkassinn sjálfur ekki neitt. Þetta sé einungis viðleitni fyrirtækisins til að taka smá forskot á jólasæluna og bjóða upp á nýjung en Nói Síríus hefur verið öflugur í að bjóða upp á nýjar tegundir í takmarkaðan tíma sem hefur mælst vel fyrir hjá neytendum.

Súkkulaðið er hluti af Pralín-línunni frægu og verður, eins og áður segir, aðeins í boði í takmarkaðan tíma þetta árið. Nú þegar er það farið að klárast í hillum verslana þannig að það er ekki seinna vænna að útvega sér stykki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert