Kjúklingasalat á 10 mínútum

Hér er eitt fljótlegt og svakalega gott kjúklingasalat.
Hér er eitt fljótlegt og svakalega gott kjúklingasalat. mbl.is/alt.dk_Anders Schønnemann

Hér ertu að fá frábæra uppskrift þegar tíminn er naumur og maginn kallar á mat ekki seinna en núna.

Fullkomið kjúklingasalat þá bæði í hádegis- sem og kvöldmat. Og það má endilega bæta við vínberjum, möndlum, peru eða vorlauk til að bragðbæta enn þá meira.

Kjúklingasalat á 10 mínútum (fyrir 2)

Dressing:

  • 1 msk. balsamikedik
  • 1 msk. dijonsinnep
  • 1 msk. fljótandi hunang

Fylling:

  • 1 stór kjúklingabringa (við mælum með kjúklingi frá Ali)
  • 3 sellerístilkar
  • 1 blaðlaukur
  • 1 epli
  • 1 hjartasalat
  • 1 lítið rauðkál
  • sjávarsalt - við notum alltaf Norðursalt

Aðferð:

  • Blandið öllum hráefnunum saman í dressinguna.
  • Steikið kjúklinginn á pönnu og skerið í litla bita.
  • Saxið sellerí og blaðlaukinn smátt.
  • Skerið eplið í þunna báta og rífið salötin í minni bita.
  • Blandið öllu saman, veltið dressingunni saman við í lokin og sáldrið ögn af sjávarsalti yfir.

Uppskrift: Alt.dk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert