Kjúklinganaggar sem krakkarnir elska

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Þessi dásemdar uppskrift kemur úr smiðju Berglindar Guðmunds á GRGS og ætti að slá í gegn á hverju heimili. Einfaldir naggar sem bræða hjörtu ...

Kjúklinganaggar sem krakkarnir elska

Marinering

  • 3 dl súrmjólk
  • 3 hvítlauksrif, pressuð

Naggar

  • 500 g kjúklingalundir, t.d. frá Rose Poultry
  • 3 dl Panko-rasp
  • 2 msk. paprikukrydd
  • 1 tsk. salt
  • svartur pipar
  • 3 eggjahvítur

Aðferð:

1. Hrærið súrmjólk og hvítlauk saman. Skerið kjúklinginn niður í passlega bita og leggið í marineringuna. Marinerið í 30 mínútur eða lengur ef tími gefst.

2. Setjið rasp, paprikukrydd, salt og pipar saman í skál.

3. Setjið eggjahvítur í skál og pískið með gaffli.

4. Veltið kjúklingnum fyrst upp úr eggjahvítunum og því næst raspinu. Leggið á ofnplötu.

5. Ef þið hafið tíma setjið í kæli í 30 mínútur eða lengur.

6. Bakið í 180°C heitum ofni* í 30-35 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

7. Annar eldunarmöguleiki er að setja steikingarolíu (t.d. Wesson) í djúpa pönnu. Hita hana vel og djúpsteikja bitana.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert