Grillsteik að hætti BBQ kóngsins

Grilluð nautalund með sveppum, beikoni og rauðvínsvinagrettu að hætti BBQ …
Grilluð nautalund með sveppum, beikoni og rauðvínsvinagrettu að hætti BBQ kóngsins. mbl.is/BBQ kóngurinn

Alfreð Fannar er einn vinsælasti grillari landsins í dag, sem flestir þekkja undir nafninu BBQ kóngurinn. Hér býður hann okkur upp á grilluppskrift sem bragðlaukarnir ærast yfir. Grilluð nautalund með sveppum, beikoni og rauðvínsvinagrettu – gjörið svo vel!

Alfreð Fannar er kominn með sinn eigin sjónvarpsþátt á Stöð 2 þar sem hann sýnir landanum hvernig eigi að flippa spaðanum á grillinu - og ekki er vitað til þess að nokkur annar eigi jafn mörg grill á pallinum hér á landi, sem telja sjö í það heila hjá kónginum. En það má einnig fylgjast nánar með grillmeistaranum HÉR.

Grillsteik að hætti BBQ kóngsins

 • 4 x 200 g nautalund steikur
 • Olía
 • SPG krydd, (salt, pepper and garlic)
 • 5 sneiðar beikon
 • 5-10 sveppir

Vínagretta

 • 60 ml olía
 • 50 ml rauðvínsedik
 • 2 tsk. dijon sinnep
 • 2 pressaðir hvítlauks geirar
 • ½ tsk. salt
 • ½ tsk. pipar

Aðferð:

 1. Setjið olíu á steikina og kryddið með SPG.
 2. Kveikið upp í grillinu og stillið það á 120 gráður og grillið steikina á óbeinum hita uppí 49 gráðu kjarnhita.
 3. Takið steikina af og kyndið grillið í botn.
 4. Á meðan grillið er að hita sig steikið þið beikon á meðan, þegar beikonið er orðið steikt setið þið sveppi út á og leyfið þeim að  steikjast í beikon fitunni.
 5. Brúnið kjötið og látið standa í 10 mín.
 6. Berið fram með því meðlæti sem óskað er.
 7. Vinagretta: Blandið öllum hráefnum saman.
mbl.is