Æðisleg kjúklingaspjót með sinnepsmarineringu

mbl.is/Hjördís Dögg Grímarsdóttir

Hjördís Dögg Grímarsdóttir á Mömmur.is á heiðurinn að þessari uppskrifti sem er hreint alveg til fyrirmyndar enda fátt betra en grilluð kjúklingaspjót. Þau eru bæði fremur einföld auk þess sem það er svo gott að borða þau með girnilegu meðlæti.

Æðisleg kjúklingaspjót með sinnepsmarineringu

  • 800 g kjúklingakjöt
  • 2 dl blasamikedik
  • 1/2 dl hvítlauksolía frá Sacla
  • 50 ml appelsínusafi
  • 4- 5 msk dijon hunangssinnep frá Maille
  • 2 msk. grófkorna sinnep frá Maille
  • 4 stk. hvítlauksrif
  • 2-3 msk. hvítlaukssalt
  • 2 tsk. pipar
  • 2 msk. paprikukrydd

Aðferð:

  1. Helltu blasamikediki í skál ásamt hvítlauksolíu, appelsínusafa, hvítlauk og sinnepi.
  2. Hrærðu öllu vel saman.
  3. Kryddaðu kjúklinginn með hvítlauksalti, pipar og paprikukryddi.
  4. Helltu mareneringunni yfir kjúklinginn, veltu honum vel upp úr henni.
  5. Settu lok yfir ílátið eða annað sem hentar og leyfðu kjúklingunum að marenerast í nokkrar klukkustundir.
  6. Stilltu grillið á miðlungshita og grillaðu kjúklinginn þar til hann er steiktur í gegn ca. 20 mínútur. Það má einnig elda kjúklinginn við 180°C gráður í ofninum í svipað langan tíma.
  7. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er grillpinnum stungið í hann.
  8. Borið fram með hvítlaukssósu.
mbl.is/Hjördís Dögg Grímarsdóttir
mbl.is/Hjördís Dögg Grímarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert