Ómótstæðileg kjúklinga- og grænmetisgrillspjót

Geggjuð grilluð kjúklinga- og grænmetisspjót úr smiðju Hildar Rutar.
Geggjuð grilluð kjúklinga- og grænmetisspjót úr smiðju Hildar Rutar. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Ef þú átt eftir að grilla kjúkling þetta sumarið, þá skaltu fara eftir þessari uppskrift. Hér eru ómótstæðileg kjúklinga- og grænmetis grillspjót úr smiðju Hildar Rutar.

„Kjúklingaspjót í sinneps- og hvítlaukskryddlegi, grænmetisspjót og dásamleg köld sinnepssósa með sætu sinnepi frá Heinz. Sumarlegur og gómsætur réttur sem allir geta gert og passar sérlega vel með köldu hvítvíni. Ég notaði spjót úr stáli sem ég keypti í Kokku um daginn og þau eru afar þægileg en auðvitað er hægt að nota tréspjót (sem fást í matvöruverslunum) en þá þarf að muna að láta þau liggja í bleyti áður en þau eru notuð,” segir Hildur Rut.

Ómótstæðileg kjúklinga- og grænmetisgrillspjót (fyrir 3-4)

Kjúklingaspjót

  • 6-7 spjót
  • 6-7 úrbeinuð kjúklingalæri
  • 1-2 msk. Heinz-sinnep milt
  • Safi úr ½ sítrónu
  • 3 msk. ólífuolía
  • 2 hvíltauksrif, pressuð
  • 2-3 msk. steinselja, smátt söxuð
  • Salt og pipar

Grænmetisspjót

  • 6 spjót
  • 8-10 sveppir
  • 2 ferskir maísstönglar
  • 5 litlar piemento-paprikur
  • 1 kúrbítur
  • 1 rauðlaukur
  • 3 msk. ólífuolía
  • Safi úr ½ sítrónu
  • 1 hvítlauksrif, pressað
  • 3 msk. steinselja, smátt söxuð
  • Cayenne-pipar
  • Salt og pipar

Sósa

  • 3 msk. Heinz-majónes
  • 2 msk. sýrður rjómi
  • Safi úr ¼ sítrónu
  • 2 msk. steinselja, smátt söxuð
  • 1 ½ msk. Heinz-sinnep, sætt

Aðferð:

  1. Snyrtið kjúklinginn og blandið saman ólífuolíu, mildu Heinz-sinnepi, sítrónusafa, hvítlauksrifi, steinselju, salti og pipar í skál. Bætið kjúklingnum saman við og látið liggja í kryddleginum í klukkustund til nokkrar klukkustundir.
  2. Þræðið kjúklingabitana upp á grillspjót. Ég set einn kjúklingabita á hvert spjót.
  3. Grillið spjótin þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Passið að snúa þeim reglulega á grillinu.
  4. Skerið maísstöngla, piemento-paprikur, kúrbít og rauðlauk í bita (þarf ekki að skera sveppina ef þeir eru litlir) í svipað stóra bita.
  5. Blandið saman ólífuolíu, sítrónusafa, hvítlauksrifi, steinselju, cayenne-pipar, salti og pipar í skál. Bætið öllu grænmetinu saman við kryddlögin og látið standa í klukkustund.
  6. Þræðið grænmetið upp á grillspjót og grillið á vægum hita. Passið að snúa reglulega á grillinu.
  7. Blandið öllu hráefninu í sósuna saman og berið fram með kjúklingnum og grænmetinu. Einnig er mjög gott að bera þetta fram með kartöflum.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
Grillveisla af bestu gerð.
Grillveisla af bestu gerð. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert