Fylltar kjúklingabringur með guðdómlegri fyllingu

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Það er svo dásamlegt þegar matur er þess valdandi að maður fellur nánast í yfirlið. Hér erum við með eina slíka uppskrift frá Berglindi Hreiðars á Gotteri.is en búið er að fylla kjúklingabringurnar með ostum.

Fylltar kjúklingabringur með mozzarella

  • 4 kjúklingabringur
  • 200 g spínat
  • 2 hvítlauksrif
  • 150 g rjómaostur frá Gott í matinn
  • 50 g rifinn Reykir ostur
  • 2 pískuð egg
  • Ljós brauðraspur
  • 8 tsk. rautt pestó
  • 12 mozzarellakúlur með basilíku
  • Fersk basilíka
  • Salt og pipar
  • Matarolíusprey
  • Ólífuolía til steikingar

Aðferð:

  1. Setjið hverja kjúklingabringu í sterkan poka og fletjið út með buffhamri.
  2. Steikið hvítlauk og spínat upp úr ólífuolíu þar til það mýkist, saltið og piprið eftir smekk.
  3. Stappið saman spínat, rjómaost og rifinn Reyki, leggið til hliðar.
  4. Setjið vel af spínatblöndu við endann á hverri kjúklingabringu, rúllið upp og reynið að vefja endana inn undir.
  5. Veltið upp úr eggi og því næst brauðraspi.
  6. Leggið á ofnskúffu og reynið að þjappa endunum aðeins undir, samt líka allt í lagi þó það leki smá spínatblanda út.
  7. Spreyið vel með matarolíuspreyi og bakið í 220°C heitum ofni í 25 mínútur.
  8. Takið þá úr ofninum, setjið 2 teskeiðar af rauðu pestó yfir hverja bringu og raðið 3 mozzarellakúlum þar ofan á og setjið í ofninn aftur í um 5 mínútur. Að lokum má strá smá af ferskri basilíku yfir bringurnar.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert