Kjúklingaréttur með brokkólí og chilirjómaosti

Ljósmynd/Gígja S. Guðjónsdóttir

Hér er á ferðinni æðislega góður og fljótlegur kjúklingaréttur fyrir alla fjölskylduna að sögn Gígju S. Guðjónsdóttur sem á heiðurinn af uppskriftinni sem hún segir að passi fullkomlega með hrísgrjónum og sýrðum rjóma.

Kjúklingaréttur með brokkólí og chilirjómaosti

Fyrir fjóra

  • 4 stk. kjúklingabringur
  • 200 g rjómaostur með grillaðri papriku og chili
  • 1 stk. miðlungsstór brokkólíhaus
  • rifinn pítsuostur frá Gott í matinn
  • salt og pipar
  • paprikuduft eða cayennepipar

Aðferð:

  1. Ofninn hitaður í 180 gráður blástur.
  2. Kjúklingabringurnar eru skornar smátt, kryddaðar og lagðar í eldfast form.
  3. Í aðra skál er smátt skornu brokkólíi blandað saman við rjómaostinn og honum næst bætt út í eldfasta formið.
  4. Kjúklingurinn er eldaður í um 35 mínútur.
  5. Það er gott að setja rifna ostinn yfir þegar um 15 mínútur eru búnar af eldunartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert