María Gomez sprengdi alla skala með þessari jólamáltíð

Ljósmyndir/María Gomez

María Gomez er einn þekktasti bloggari og áhrifavaldur landsins og ekki að ástæðulausu. Uppskriftir hennar og ljósmyndir þykja framúrskarandi og hún er alls óhrædd við að leika sér með hráefni og hefðir og búa til eitthvað algjörlega nýtt. Þess á milli heldur hún fast í hefðirnar og blæs lífi í gamlar og góðar uppskriftir sem standa okkur nærri. Hér galdrar María fram smjörsteiktar hreindýralundir með meðlæti sem ætti að koma öllum í sannkallað hátíðarskap.

María Gomez
María Gomez Ljósmyndir/María Gomez
Ljósmyndir/María Gomez
Smjörsteiktar hreindýralundir
 • Miðið við 250 g af hreindýralund á mann
 • 200 g smjör
 • 2 msk. ólífuolía
 • gróft salt
 • svartur pipar

Aðferð:

 1. Bræðið smjör á pönnu ásamt olíu við háan hita. Þegar orðið er vel heitt setjið þá lundirnar út á pönnuna.
 2. Saltið vel og piprið og steikið í 3 mínútur en best er að taka tímann, gott er að veiða smjör upp með skeið og hella reglulega yfir lundirnar en ekki snúa lundinni, látið alveg vera á þessari hlið í 3 mín. (ef lundir eru þunnar steikið þá í 2 mín. á hvorri hlið).
 3. Snúið svo lundunum yfir á hina hliðina og saltið og piprið aftur.
 4. Steikið í 3 mínútur á þessari hlið og hellið smjöri af pönnu yfir.
 5. Takið svo lundirnar af pönnuni og leggið á disk og breiðið álpappír yfir í 10 mín., takið tímann.
 6. Svona verða lundirnar fallega medium rare.
María leggur fallega á borð eins og hennar er von …
María leggur fallega á borð eins og hennar er von á vísa. Stellið er frá Bitz. Ljósmyndir/María Gomez

Hunangsgljáðar gulrætur með brúnu smjöri

 • 500 g lífrænt ræktaðar íslenskar gulrætur sem eru frekar mjóar
 • 60 g smjör
 • 2 msk. Akasíu-hunang frá Himneskt
 • ½ tsk. hvítlauksduft (garlic powder)
 • ½ tsk. fínt borðsalt
 • svartur pipar
 • ferskt timjan

Aðferð:

 1. Ekki nota dökkan pott í verkið, best er ljós pottur eða úr burstuðu stáli. Setjið smjörpappa á bökunarplötu og raðið flysjuðum heilum gulrótum á plötuna.
 2. Hitið næst ofninn í 190°C blástur.
 3. Hitið svo smjörið í potti við vægan miðlungshita og látið bráðna.
 4. Hrærið næst stöðugt í smjörinu með písk þar til það verður á litinn eins og dökkt hunang og kemur eins og hnetukeimur af því, getur tekið 5-10 mín.
 5. Slökkvið undir og setjið hunang, hvítkauksduft, salt og pipar út í pottinn og hrærið vel þar til allt er bráðnað vel saman.
 6. Hellið svo yfir gulræturnar og veltið þeim vel upp úr gljáanum.
 7. Stingið í ofn í 30-40 mín en snúið þeim eftir ca. 15 mín. í ofni.
 8. Takið svo út þegar þær eru orðnar mjúkar og dreifið fersku timjan yfir.
Ljósmyndir/María Gomez

Nípu-purée með parmesan-osti

 • 500-600 g nípur, flysjaðar og skornar í teninga
 • ½ bolli parmesan-ostur
 • 1 bolli rjómi
 • 1 bolli nýmjólk
 • 30 g smjör
 • 1 geiralaus marinn hvítlaukur
 • 1 tsk. gróft salt
 • ½ tsk. grófmalaður svartur pipar
Aðferð:
 1. Setjið mjólk og rjóma í pott og bætið niðurskornum nípum út í ásamt marða hvítlauknum og salti.
 2. Látið sjóða í 15 til 20 mínútur eða þar til nípurnar eru orðnar mjúkar.
 3. Slökkvið þá undir og hellið rjómablöndunni af í skál og setjið til hliðar
 4. Bætið næst smjöri, parmesan og pipar út á nípurnar í pottinum og stappið vel saman með kartöflustappara eða gaffli og þynnið smátt og smátt með rjómablandinu sem þær voru soðnar í og stappið vel saman.
 5. Setjið svo í blandara með rest af rjómablandi og maukið í örlitla stund þar til silkimjúkt en passið að gera ekki of lengi þá getur hún orðið límkennd.
 6. Gott er að setja hana svo aftur í pott og leyfa henni að hitna ögn upp áður en borin er fram.
Ljósmyndir/María Gomez

Sveppasósa með svörtum kantarellum með svörtum kantarellum.

 • 1 geiralaus marinn hvítlaukur
 • 150 g ferskir kastaníusveppir
 • ½ box þurrkaðar svartar kantarellur frá Borde
 • 25 g smör til steikingar á sveppum
 • ½ tsk. salt fyrir sveppi
 • 50 g smjör
 • 1 dl hveiti
 • 4 dl volgt vatn
 • 5 dl nýmjólk
 • 1,5 dl rjómi
 • ½ dl hreinn rjómaostur
 • 2 msk. villikraftur
 • 1 sveppateningur
 • 1 pk rauðvínssósa
 • 2 msk. púðursykur
 • 1 msk. rifsberjahlaup
 • 1 tsk. villijurtir frá Pottagöldrum eða þurrkað timjan frá Santa María
 • ½ tsk. borðsalt
 • svartur pipar
 • sósulitur
Aðferð:
 1. Vinnið þurrkuðu sveppina eftir leiðbeiningum á boxi og skerið svo smátt ásamt ferskum sveppum.
 2. Bræðið 25 g smjör á pönnu og merjið 1 geiralausan hvítlauk
 3. Steikið bæði þurrkaða og ferska sveppi upp úr smjörinu og saltið með ½ tsk. af borðsalti þar til þeir eru vel brúnir.
 4. Setjið þá marða hvítlaukinn út á og slökkvið undir pönnuni. Hafið áfram á heitri hellunni og hrærið vel saman og leggið svo til hliðar.
 5. Bræðið 50 g af smjöri í potti og setjið svo hveitið út á og hrærið vel þar til verður að smjörbollu, hrærið í eina mínútu og hellið volgu vatninu smátt og smátt út á meðan hrært er vel í á meðan þykknar í glansandi silkimjúkan jafning.
 6. Bætið næst púðursykri, rifsberjahlaupi, villikrafti, sveppateningum, ½ tsk. af borðsalti, pipar, villijurtum og duftinu úr rauðvínssúpunni út á og hrærið allt vel saman þar til teningar eru fullleystir upp.
 7. Setjið þá mjólk, rjóma og rjómaost út á og hrærið vel saman og setjið sósulit út í þannig að sósan verði fallega brún.
 8. Setjið svo alla sveppi út í sósuna og hrærið vel þar til suða kemur upp og lækkið þá undir.
 9. Leyfið sósunni að sjóða í lágmark 30 mínútur eða lengur.
 10. Smakkið til og saltið og piprið ef þarf.
Ljósmyndir/María Gomez

Stökk kartöflustrá

 • 2 stórar bökunarkartöflur
 • 1-1,5 l grænmetisolía
 • salt

Aðferð:

 1. Hér þarf að nota mataryddara sem fæst víða í búsáhalda- eða matvöruverslunum.
 2. Flysjið kartöflurnar og skerið langsum í tvennt, stingið gaffli djúpt í annan endann og yddið með mjórra bitinu a yddaranum.
 3. Hitið 1-1,5 lítra af olíu á pönnu þar til hún er orðin vel heit.
 4. Setjið eldhúspappír á disk og byrjið að steikja kartöflurnar í nokkrum skömmtum, ekki setja of mikið á pönnuna í einu.
 5. Þegar stráin eru orðin fallega gyllt veiðið þá upp úr olíunni og setjið á diskinn með eldhúspappanum og saltið létt yfir með fínu borðsalti.
Ljósmyndir/María Gomez

Steiktir hvítlaukssveppir

 • 150 g kastaníusveppir
 • 50 g smjör
 • 1 geiralaus marinn hvítlaukur
 • Salt

Aðferð:

 1. Bræðið smjör á pönnu og skerið hvern svepp í 2-4 hluta eftir stærð (ekki í skífur).
 2. Merjið hvítlaukinn og geymið til hliðar.
 3. Steikið sveppina nú í smjörinu og saltið, steikið þar til þeir eru orðnir dökkir og fallega glansandi.
 4. Slökkvið undir pönnunni en haldið pönnunni á heitri hellunni, setjið nú hvítlaukinn yfir og hrærið sveppina við og leyfið að standa saman á heitri hellunni þar til hvítlaukurinn hefur ögn mýkst og soðnað saman við.
Ljósmyndir/María Gomez

Rjómaís með engiferkökudeigi, karamellu-fudge og heitri þristasósu

Engiferkökudeig
 • 90 g hveiti
 • 60 g mjúkt smjör
 • 50 g púðursykur
 • 45 g sykur
 • 1 msk. rjómi
 • 1 tsk. vanilludropar
 • 1 ½ tsk. negull
 • 1 ½ tsk. kanill
 • 1 ½ engifer
 • ½ tsk. salt

Aðferð:

 1. Hitið ofninn á 175°C blástur og bakið hveitið í 10 mín. á bökunarplötu með bökunarpappír á (má líka setja hrátt í ef þið viljið sleppa þessu).
 2. Hrærið saman sykur og smjör í hrærivél þar til orðið vel blandað saman.
 3. Takið svo hveitið úr ofninum og leggið til hliðar til að kæla alveg niður.
 4. Blandið svo rjóma og vanillu út í smörsykurinn og hrærið áfram þar til létt og ljóst.
 5. Þegar hveitið hefur kólnað bætið þá kryddunum við það og hrærið saman og hellið út í skálina og hrærið allt saman í hrærivél.
 6. Rúllið upp í mjóar lengjur og skerið í litla bita, gott er að setja svo beint í ísskáp meðan ísinn er gerður.

Rjómaís

 • 1 dós ca. 397 g af niðursoðinni sætri mjólk eða condensed milk (er oftast hjá kínamatnum)
 • 1 tsk. vanilludropar
 • 500 ml þeyttur rjómi
 • 1 x 85 g poki Karamel Fudge (fæst í bökunardeild)

Aðferð:

 1. Stífþeytið rjómann.
 2. Hrærið saman dósamjólk og vanillu í skál.
 3. Geymið eins og 3 msk. af karamellu-fudge til hliðar.
 4. Þegar rjóminn er þeyttur slökkvið þá á vélinni og bætið dósamjólkinni og rest af karamellu-fudge varlega saman við í 3 hollum og hrærið varlega saman á milli með sleikju.
 5. Setjið svo 1/3 af ísnum í mót og dreifið kökudeigi yfir.
 6. Setjið svo aftur sama magn í formið og endurtakið með deigið.
 7. Setjið svo restina af ísnum í mótið og dreifið deigi og karamellu-fudge sem var tekið til hliðar yfir.
 8. Setjið svo í frysti í lágmark 8 klst., best yfir nótt.

Heit þristasósa

 • 270 g þristar
 • 1 dl rjómi

Aðferð:

 1. Skerið hvern þrist í 3-4 bita og setjið í pott yfir miðlungshita.
 2. Hellið 1 dl af rjóma yfir og hrærið reglulega í þar til sósan verður fallega slétt og glansandi.
 3. Mér finnst best þegar nokkrir þristabitar eru ekki alveg bráðnaðir í sósunni og sósan er eins og smá kekkjótt.
Ljósmyndir/María Gomez

Heimabakað brauð með stökkri hvítlauks- og rósmarínskorpu

 • 600 g hveiti
 • 1 tsk. borðsalt
 • 30 g pessuger (fæst í kæli)
 • 1 msk. akasíuhunang frá Himneskt
 • 5 dl volgt vatn
 • Ofan á:
 • ½ dl ólífuolía
 • 1 marinn geiralaus hvítlaukur
 • Gróft salt
 • 4-5 rósmaríngreinar

Aðferð:

 1. Hveiti og borðsalt er sett í hrærivélarskál og hært saman með króknum.
 2. Pressuger, hunang og ylvolgt vatn er sett í litla skál og látið standa í eins og 5 mínútur, gott er að leysa gerið vel upp í vatninu.
 3. Hellið næst gervatninu út í hrærivélarskálina og látið hnoðast þar til deigið hringar sig í fallega kúlu utan um krókinn.
 4. Breiðið stykki yfir skálina og látið hefast á volgum stað í 1 klst.
 5. Gerið hvítlauksolíuna á meðan, en þá er mörðum hvítlauknum hrært við ólífuolíuna og látið standa meðan brauðið hefast.
 6. Hitið næst ofninn á 180-190°C blástur og hellið brauðinu beint yfir á bökunarplötu með smjörpappír á (ekki hnoða neitt).
 7. Penslið vel yfir deigið með hvítlauksolíunni og leyfið smá hvítlauk að vera með.
 8. Saltið vel yfir með grófu salti og skerið svo 4-5 ræmur grunnt þvert yfir brauðið þar sem þið tyllið rósmaríngreinum ofan á.
 9. Bakist í 40-50 mín. (gott að stinga hníf í miðju og ef ekkert kemur á hann er brauðið til).

Þeytt öskusmjör

 • 110 g smjör við stofuhita
 • 2 msk. ískalt klakavatn (má vera búið að standa í frysti í nokkrar mínútur)
 • Lava salt

Aðferð:

 1. Smjör sett í hrærivél með þeytara á og þeytt í 2 mínútur á lágum hraða. Hraðinn er svo hækkaður í hæsta og þeytt í eins og 2-4 mínútur þar til smjörið er orðið létt og ljóst.
 2. Setjið í fallega skál og dreifið Lava saltinu ofan á smjörið.
 3. Gott er að hafa Lava salt með í lítilli skál á borði til að dreifa reglulega yfir efsta lagið á smjörinu.
Ljósmyndir/María Gomez

Villisveppa-koníakssúpa með truffluolíu

 • 50 g smjör
 • 1 dl hveiti
 • 1 tsk. borðsalt
 • Svartur pipar
 • 3x sveppasoðsteningar
 • 7 dl nýmjólk
 • 6 dl volgt vatn
 • 2,5 dl rjómi
 • 2 msk. púðursykur
 • 1 tsk. villijurtir frá Pottagöldrum
 • 2 msk. koníaksgel frá Chef Louis
 • 1 askja af ferskum blönduðum villisveppum
 • 1 box af blönduðum þurrkuðum villisveppum frá Borde
 • 1 geiralaus marinn hvítlaukur
 • 35 g smjör til steikingar á sveppum
 • ½ tsk. borðsalt til að salta sveppina
 • Sósulitur - nokkrir dropar
 • Tartuffo Bianco-truffluolía frá Elle Esse

Aðferð:

 1. Vinnið þurrkuðu sveppina eftir leiðbeiningum á boxi og skerið smátt niður ásamt fersku sveppunum.
 2. Bræðið 35 g af smjöri á pönnu og merjið 1 geiralausan hvítlauk.
 3. Steikið bæði þurrkuðu og fersku sveppina upp úr smjörinu og saltið með ½ tsk. af borðsalti. Steikið þar til þeir eru orðnir vel brúnir og setjið þá marða hvítlaukinn út á og slökkvið undir pönnunni. Hafið áfram á heitri hellunni og hrærið vel saman og leggið hliðar.
 4. Bræðið 50 g af smjöri í potti og setjið hveitið út á og hrærið vel í þar til verður að smjörbollu, hrærið í eins og 1 mínútu áður en volgu vatninu er hellt smátt og smátt út á.
 5. Hrærið vel í á meðan er að þykkna í glansandi silkimjúkan jafning.
 6. Bætið næst púðursykri, sveppateningum, 1 tsk. af borðsalti, pipar, villijurtum og koníaksgelinu út á og hrærið allt vel saman þar til teningar eru fullleystir upp.
 7. Setjið næst mjólk og rjóma út á og hrærið vel þar til suða er komin upp og farið að þykkna ögn.
 8. Setjið smá sósulit út í þannig að súpan verði fallega ljósbrún.
 9. Setjið svo alla sveppi út í súpuna og hrærið vel þar til suða kemur upp og lækkið þá undir.
 10. Leyfið súpunni að sjóða í lágmark 30 mínútur eða lengur.
 11. Smakkið til og saltið og piprið ef þarf.
 12. Berið fram með nýbakaða brauðinu og öskusaltinu.
 13. Þegar súpan er komin í skál setjið þá nokkra dropa af truffluolíu yfir og njótið.

Uppskriftin kemur úr Hátíðarmatarblaðinu okkar sem unnið var í samstarfi við Hagkaup og hægt er að nálgast HÉR.

Ljósmyndir/María Gomez
mbl.is