Kengúru-tataki með ferskum fíkjum og sýrðu fennel

Kristinn Magnússon
Hér erum við með geggjaðan forrétt úr smiðju matreiðslumeistarans Anítu Aspar Ingólfsdóttur en kengúrukjöt kemur skemmtilega á óvart og á vel heima á áramótaborðinu.
Kengúru-tataki með ferskum fíkjum og sýrðu fennel
  • 2 stk. kengúrufille
  • kínversk fimm krydda blanda
  • salt
  • ferskar fíkjur

Kengúran þerruð og krydduð vel með kínversku fimm krydda blöndunni og smá salti.

Þá er hún steikt á mjög heitri pönnu með olíu, steikt í um það bil 20 sekúndur á hverri hlið, en hún á að fá góða skorpu á allar hliðar en vera hrá í miðjunni.

Kæld niður og síðan skorin í þunnar sneiðar.

Borin fram með klettasalati, sýrðu fennel og ferskum fíkjum.

Sýrt fennel

  • 2 stk. fennel
  • 1,5 dl sykur
  • 1,5 dl eplaedik
  • 1,5 dl vatn
  • 3 anísstjörnur

Skorið er neðan af fennelnum og hann skorinn örþunnt, best er að nota mandólín.

Þá er sykur, eplaedik, vatn og anísstjörnur sett í pott og hitað upp að suðu.

Hellt yfir þunnt skorinn fennelinn.

Geymt í lokuðu íláti.

Uppskriftin kemur úr Hátíðarmatarblaðinu okkar sem unnið var í samstarfi við Hagkaup og hægt er að nálgast HÉR.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert