Nýtt ofur-súkkulaði frá Omnom

Nýjasta súkkulaðið frá Omnom á heldur betur eftir að slá í gegn enda ein vinsælasta bragðsamsetning súkkulaðisögunnar.

Um er að ræða svokallað „Cookies + Cream“-súkkulaði sem er – eins og nafnið gefur til kynna

<span>– </span>

óður til hinnar himnesku súkkulaðismáköku. Súkkulaðið er hvítt, sætt og silkimjúkt sem er fullmótað með súkkulaðismáköku frá Brauði & Co.

„Ofan á hafsjó af rjómakenndu hvítu súkkulaði liggja tvær margslungnar súkkulaðismákökur búnar til af Brauði & Co úr 70% Tansaníusúkkulaði. Virkilega gómsæt blanda,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu en við búumst fastlega við að þetta súkkulaði muni slá í gegn.

mbl.is