Er þetta flottasta brauðterta sem sést hefur?

Ljósmynd/Saga Sig

Ljósmyndaranum Sögu Sig er margt til lista lagt og undirrituð rak augun í ljósmynd af fagurlega skreyttir brauðtertu á Instagram-reikningi hennar á dögunum. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að það var Saga sjálf sem átti heiðurinn að skreytingunum en mamma hennar sá um að gera sjálfa tertuna. Útkoman er með því fallegra sem sést hefur í háa herrans tíð og alltaf áhugavert að sjá nýjar útfærslur á brauðtertuskreytingum.

Saga segir að þetta hafi verið fremur auðvelt í framkvæmd og að hún hafi verið í mesta lagi korter að vinna verkið en skreytingin er samansett úr fjallagrösum, agúrku, dilli, kóríander, sítrónuberki, ferskjum, íslenskum hind- og brjómberjum, granatepli, ástaraldin, salatblöð (sem Saga segist hafa sett ofan á sem upphækkun), blæjuber og að síðustu fjólur úr garðinum.

Útkoman er eins og sjá má, ofboðslega falleg og eflaust margir sem munu taka sér Sögu til fyrirmyndar.

Ljósmynd/Saga Sig
View this post on Instagram

A post shared by Saga Sig (@sagasig)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert