Alveg ný aðferð til að pússa brettið

Það er mikilvægt að hugsa vel um viðarbrettin sín, til …
Það er mikilvægt að hugsa vel um viðarbrettin sín, til að þau endist lengur en út árið. mbl.is/

Hvað ætli finnist margar aðferðir við að pússa viðarbretti? Væri forvitnilegt að vita, því við höfum nefnt nokkrar aðferðir hér á matarvefnum og þessi hér er alveg ný.

Við höfum áður skrifað um sítrónur, olíur, natron, edik og grófa svampa – en þessi aðferð kemur á óvart. Hér er mælst með að nota þroskaðan banana sem er orðinn smá mjúkur í sér og kreista yfir brettið. Því næst dreifa vel úr honum og nudda inní brettið með hreinum mjúkum klút. Viðurinn fær næringu og verður glansandi á eftir – og brettið eins og nýtt.

Hér er þroskaður banani notaður í verkið.
Hér er þroskaður banani notaður í verkið. Mbl.is/rajmin2025
Mbl.is/rajmin2025
mbl.is